Fréttablaðið - 20.10.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 20.10.2009, Blaðsíða 10
10 20. október 2009 ÞRIÐJUDAGUR GALLABUXNAVINUR Japanska söng- konan Kumi Koda heldur ræðu eftir að hún fékk viðurkenningu fyrir að vera ein þeirra sem best vinnur því framgöngu að ganga í gallabuxum. Verðlaunin voru veitt í 26. sinn í Tókýó í Japan í gær. VIÐSKIPTI „Samkeppnishæfni Íslands hefur aldrei verið meiri og fyrirspurnum frá erlendum fjár- festum fjölgað,“ segir Þórður H. Hilmarsson, framkvæmdastjóri Fjárfestingarstofu Íslands. Þórður flytur erindi um fjárfest- ingar í nútíð og framtíð á vegum Fjárfestingarstofu, iðnaðarráðu- neytis og Útflutningsráðs í næstu viku. Þar verður fjallað um beinar erlendar fjárfestingar í víðu sam- hengi og tækifærin sem hér eru. Þórður segir tilgang ráðstefn- unnar eiga að vekja athygli á þýð- ingu og áhrifum erlendra fjárfest- inga á uppbyggingu atvinnulífsins. Ekki síst beinist hún að því að greina frá þeim fjölmörgu tæki- færum sem nú séu að fæðast á mun fleiri sviðum en nú þekkist. Þórður telur mikilvægt að færa umræðuna um þennan málaflokk af því stigi að bein erlend fjárfest- ing snúist einvörðungu um álver, stóriðju eða annan orkufrekan iðnað. Tækifærin séu mörg og þau eigi að nýta fremur en að reisa þeim skorður. Á ráðstefnunni verður greint frá nokkrum dæmum um nýlega erlenda fjárfestingu. Þar verð- ur til dæmis fjallað um erlendar fjárfestingar út frá samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja og kynntar nið- urstöður um afstöðu Íslendinga til fjárfestinga erlendra aðila hér á landi. - jab Erlendir fjárfestar skoða ýmsa kosti hér á landi í skugga efnahagshrunsins: Margar fyrirspurnir í skoðun ÞÓRÐUR H. HILMARSSON Fyrirspurnum frá erlendum fjárfestum hefur fjölgað, segir framkvæmdastjóri Fjárfestingar- stofu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNMÁL Enn hafa 216 fram- bjóðendur til síðustu alþingis- kosninga ekki skilað Ríkisend- urskoðun fjárhagslegu uppgjöri vegna kosninganna. Þeir hafa níu daga frest til þess. 105 hafa sent inn svör, en alls er 321 frambjóðanda skylt að gera það. Þeir frambjóðendur sem eyddu meira en þrjú hundr- uð þúsund krónum í kosninga- baráttuna eiga að skila uppgjöri, aðrir skila yfirlýsingu um að þeir hafi ekki farið yfir þetta viðmið. Þessi skylda er samkvæmt lögum um fjármál stjórnmála- samtaka og frambjóðenda. - kóþ Uppgjör frambjóðenda: Enn hafa 216 engu svarað ORKUMÁL Katrín Júlíusdóttir iðn- aðarráðherra segir mikilvægt að hraða ákvörðunum um nýja orku- umhverfis- og auðlindaskatta, en þeir eiga að skila ríkissjóði 16 milljörðum króna í tekjur á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarp- inu. Fram kom í Fréttablaðinu í gær hjá Einari Þorsteinssyni, forstjóra Elkem Ísland, að ef þau áform sem kynnt hafa verið nái fram að ganga muni það slá út af borðinu áform um að byggja sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Rætt hefur verið um 123 milljarða króna erlenda fjárfestingu í því sambandi. Katrín segir að þótt málið hafi verið sett upp með þeim hætti í fjárlagafrumvarpinu að innheimta eigi 16 milljarða af raforkusölunni, þar af 2/3 hjá stóriðju einni, verði gjaldstofninn mun breiðari. Hluti af þessari gjaldtöku sé umhverfisgjöld á ferðamenn, sem verið er að undirbúa, og einnig auð- lindagjöld af fiskveiðum og öðrum auðlindum. „Ég held að það blasi við hverjum einasta manni að það gangi ekki upp og núna er um að gera að vinna hratt,“ sagði Katrín. „Við þurfum að skoða þetta allt í samhengi. Hún segir að kanna þurfi áhrif þessar- ar skattlagningar á mismunandi tegundir iðnaðar í samráði við hagsmunaaðila og einnig sé rétt að kalla Neytendasamtök að borð- inu en heimilin í landinu mundu greiða um 1/4 hluta af gjaldi á raf- orkusölu. Katrín segist líka telja eðlilegt að sett verði svonefnt sólarlags- ákvæði í lög þar sem skattheimt- an er ákveðin, þannig að hún verði aðeins samþykkt til tiltekins ára- fjölda en komi síðan til endurskoð- unar. „Mér finnst að það eigi raun- ar við um alla skattlagningu, að menn þurfi á hverjum tíma að rök- styðja hvers vegna ein leið er farin en ekki önnur,“ segir Katrín. - pg Iðnaðarráðherra um viðbrögð Elkem: Ætlar að hraða ákvörð- un um auðlindaskatt IÐNAÐARRÁÐHERRA Útfærsla orku-, umhverfis- og auðlindagjalda er nú til skoðunar í fjármálaráðuneytinu og Katr- ín Júlíusdóttir segir brýnt að niðurstaða fáist sem fyrst. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI STAÐA MANNAUÐS- STJÓRNUNAR Kynningarfundur um CRANET – rannsóknina 2009 Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík kynnir niðurstöður CRANET-rannsóknarinnar á íslenskri mannauðs- stjórnun fimmtudaginn 29. október kl. 8:30–10:00 í Háskólanum í Reykjavík, Ofanleiti 2, 3. hæð. Niðurstöður byggja á svörum 138 stærstu vinnuveitenda á Íslandi. Verkefnið er unnið í samstarfi við Cranfield Network on International Human Resource Management og er að þessu sinni styrkt af fjármálaráðuneytinu, Samtökum atvinnulífsins, Samtökum iðnaðarins og Þróunarsjóði Háskólans í Reykjavík. Höfundar skýrslunnar eru Arney Einarsdóttir, Ásta Bjarnadóttir og Finnur Oddsson. Meðal viðfangsefna skýrslunnar eru: Staða mannauðsstjórnunar í skipulagsheildinni Mönnun og ráðningar Starfsþróun og endurgjöf Laun og umbun Samskipti við starfsmenn Mannafli og hagræðingaraðgerðir Þroskastig mannauðsstjórnunar Boðið er upp á morgunverð. Aðgangur er ókeypis en sætafjöldi er takmarkaður. Vinsamlega skráið ykkur á netfanginu skraning@hr.is. Nánari upplýsingar er að finna á www.hr.is/cranet. Austur-Indíafjelagið, elsta og vinsælasta indverska veitingahúsið hér á landi, fagnar nú 15 ára afmæli. Í tilefni þess höfum við sett saman fjögurra rétta afmælismatseðil með okkar vinsælustu réttum í gegnum tíðina. Sjá afmælismatseðil á austurindia.is Tilboðið gildir aðeins í október Borðapantanir í síma 552 1630 Indverska ævintýrið 15 ára Hverfisgata 56, 101 Reykjavík austurindia@austurindia.is Afmælismatseðill: Úrval vinsælustu rétta okkar síðustu 15 ár 4.990 kr. KÖNNUN Tæplega 70 prósent þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnun Fréttablaðsins segja ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hafa veikst við afsögn Ögmund- ar Jónassonar. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinn- ar sögðu 69,1 prósent stjórnina hafa veikst mjög mikið eða frek- ar mikið. Alls sögðu 9,2 prósent stjórnina hafa styrkst við afsögnina, 11,3 prósent sögðu stjórnina hafa styrkst frekar mikið og 0,9 prósent sögðu hana hafa styrkst mjög mikið. Rúmur fimmtungur, 21,7 prósent, taldi brotthvarfið hvorki hafa veikt stjórnina né styrkt. Ögmundur segir annarra að vega og meta könnunina, en hægt sé að horfa á áhrif brotthvarfs hans bæði innlands og utan. „Ég held að hrær- ingarnar í tengslum við afsögn mína hafi styrkt stöðu Íslands og þar með ríkisstjórnarinnar, eins mótsagna- kennt og það kann að hljóma. Ég er sammála því mati utanríkisráðherra að Bretar og Hollendingar hafi séð að þeir hafi gengið of langt í óbil- girni sinni. Hér innanlands hlýtur það að vera komið undir því hvernig rík- isstjórnin stendur sig hvort hún styrkist eða veikist til langframa. Allt tengist þetta eflaust afstöðu fólks til þeirra hræringa sem nú ganga yfir.“ Ögmundur sagðist ekkert vilja segja um endurkomu sína í ríkisstjórn; málið væri ekki til umræðu nú. „Ég gekk út úr rík- isstjórninni vegna óánægju með vinnubrögð stjórnarinnar. Þar horfi ég heildstætt á málið, vinnu- brögð varðandi Icesave, Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn, lántökur Íslands varðandi gjaldeyrisforðann, niður- skurðinn og svo framvegis. Þetta er heildstæður pakki sem veldur minni óánægju. En ég geng út úr stjórninni vegna þess að hún hótaði að sprengja sig í loft upp ef við töl- uðum ekki öll einum rómi.“ Hringt var í 800 manns fimmtu- daginn 15. október. Spurt var: Styrktist ríkisstjórnin eða veiktist við afsögn Ögmundar Jónassonar? Alls tóku 84,6 prósent aðspurðra afstöðu til spurningarinnar. kolbeinn@frettabladid.is brjann@frettabladid.is Afsögn Ögmundar veikti ríkisstjórnina Tæp 70 prósent telja ríkisstjórnina hafa veikst við brotthvarf Ögmundar Jónas- sonar. Ögmundur segir brotthvarf sitt hafa styrkt málstað Íslendinga gagnvart Bretum og Hollendingum. Hann vill ekkert segja um mögulega endurkomu. ÖGMUNDUR JÓNASSON Styrkist ríkisstjórnin eða veikist við afsögn Ögmundar Jónassonar? 8,3% 23,3% Styrkist mjög mikið Styrkist frekar mikið Styrkist hvorki né veikist Veikist frekar mikið Veikist mjög mikið 0,9% 45,8% 21,7% Sa m kv æ m t k ön nu n Fr ét ta - bl að si ns 1 5. o kt ób er 2 00 9

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.