Fréttablaðið - 20.10.2009, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 20.10.2009, Blaðsíða 15
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 HEIMASÍÐA MATÍS geymir upplýsingar um efni sem eru algeng í matvælun. Þær eru í íslenska gagnagruninnum ÍSGEM og segja til um allt að 45 efni í um 900 fæðutegundum. Sjá nánar á www.matis.is/ISGEM/is „Þetta er spennandi leið til að upplifa náttúruna. Fyrir mér var þetta algjör opinberun,“ segir Guð- mundur Finnbogason um reynslu sína af svokölluðu rathlaupi, íþrótt sem hefur hægt og bítandi verið að ryðja sér til rúms á Íslandi síðustu mánuði. Að sögn Guðmundar er rathlaup samblanda af ratleik og víðavangs- hlaupi sem varð til innan norska hersins. „Svo fór það að breiðast út enda skemmtilegt í alla staði. Rathlaup virkar þannig að kepp- endur fá kort af ákveðnu svæði og stundum líka áttavita og þurfa að finna í réttri röð þá staði sem búið er að merkja inn á kortið. Sá sem lýkur verkefninu á sem skemmst- um tíma sigrar. Hljómar einfalt en er mjög krefjandi þar sem þetta er hvort tveggja í senn hlaup og kortalestur.“ Guðmundur viðurkennir að honum þyki fátt eins leiðinlegt og að hlaupa og þess vegna hafi komið honum á óvart hversu skemmti- legt rathlaup er. „Sjálfsagt er það meðal annars vegna þess að maður er með hugann við að lesa í land- ið og kennileitin og yfirfæra þær upplýsingar yfir á kort og svo öfugt. Þannig að maður finnur ekki fyrir því þótt maður sé kannski á harðaspani allan tímann. Svo er þetta líka heilsubætandi og góð leið til að kynnast náttúrunni upp á nýtt.“ Þótt rathlaup sé að ná fótfestu hérlendis segir Guðmundur það hafa verið vinsælt á Vesturlönd- um um nokkurt skeið. „Heims- meistaramót í rathlaupi hafa verið haldin undanfarin ár og á þau mæta allt að 30.000 manns á öllum aldri, allt frá börnum og upp í eldri borgara sem keppa í sínum flokki. Keppnirnar einskorðast alls ekki við einhver skógarsvæði heldur keppa menn til dæmis á háskóla- svæðum þar sem byggingar og styttur eru notaðar sem kenni- leiti,“ segir hann og bætir við að í kringum þessa íþrótt hafi skapast mikil viðskipti erlendis. Guðmundi er því hulin ráðgáta hvers vegna rathlaup hefur ekki náð fótfestu fyrr á Íslandi. „Til- raunir voru gerðar til að kynna það fyrir landsmönnum fyrst árið 1991 og svo 1997 en það er ekki fyrr en nú sem það nær einhverri átt. Hugsanlega vegna þess að sér- stakt félag, Rathlaupsfélagið, var stofnað til að halda utan um starf- semina og það hefur nú haldið nokkrar keppnir,“ segir hann og bendir á að næstkomandi fimmtu- dag fari einmitt slík keppni fram á Laugardal. „Þetta kostar ekkert þar sem félagið skaffar ný kort. Menn þurfa bara að mæta í úti gall- anum.“ Hann segir að á facebook- síðu félagsins sé að finna allar upp- lýsingar. roald@frettabladid.is Lesið í hóla og hæðir Guðmundi Finnbogasyni kennara leiðist fátt eins mikið og að hlaupa. Samt nýtur hann þess að spretta úr spori í náttúrunni í svokölluðu rathlaupi sem hefur verið að ná fótfestu hérlendis síðustu mánuði. „Svo er þetta líka heilsubætandi og góð leið til að kynnast náttúrunni upp á nýtt,“ segir Guðmundur Finnbogason, til hægri, um íþróttina rathlaup, sem er blanda af ratleik og víðavangshlaupi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Myndakökur og marsipanmyndir fyrir öll tækifæri S. 578 5588 og 661 5588 Opið: má-fö. 12-18, Dalvegi 16a, Rauðu múrsteinshúsunum Kóp. 201 - S: 517 7727 www.nora.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.