Fréttablaðið - 20.10.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 20.10.2009, Blaðsíða 2
2 20. október 2009 ÞRIÐJUDAGUR Bjarni, eru þetta kerlingabæk- ur? „Já, þetta eru alveg örugglega kerlingabækur enda er mest af visku þjóðarinnar falið í gömlum kerlingum.“ Fyrsta skáldsaga Bjarna Harðarsonar, bóksala og fyrrverandi þingmanns, kom út fyrir helgi. Í bókinni styðst Bjarni við ævi langömmu sinnar og kvenna sem henni tengdust sem allar bjuggu við sára fátækt og neyddust til að láta börnin sín frá sér. HEILBRIGÐISMÁL Átján ára fjöl- fötluð stúlka, með langvinnan lungnasjúkdóm, lést í gærmorgun á Barnaspítala Hringsins af völd- um svínaflensunnar, A (H1N1). Stúlkan veiktist fyrir um ellefu dögum og var lögð inn á spítalann síðastliðinn fimmtudag. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi sem sóttvarnalæknir, fulltrúar Land- spítala og almannavarnadeild- ar ríkislögreglustjóra efndu til í gær. Þetta er fyrsta dauðsfallið sem verður hérlendis af völdum inflú- ensunnar. Á fundinum kom enn fremur fram að 26 sjúklingar lágu í gær á Landspítala með svínaflensu, þar af voru fjórir á gjörgæslu. Um sextíu manns hafa verið lagðir inn á spítalann vegna inflúensunnar frá upphafi faraldursins. Inflúensan færist enn í aukana, einkum á höfuðborgarsvæðinu en einnig víða á landsbyggðinni. Und- anfarnar þrjár vikur lætur nærri að staðfest tilfelli hafi tvöfaldast í hverri viku miðað við fjöldann í vikunni þar á undan. Álag hefur að sama skapi aukist talsvert á starfsfólk heilbrigðisþjónustunn- ar, bæði í heilsugæslunni og á Landspítala. Frá 29. júní til 18. október 2009 höfðu borist alls 3660 tilkynningar um inflúensulík einkenni eða stað- fest inflúensutilfelli á Íslandi. - jss Svínainflúensan færist í aukana um land allt og álagið eykst á heilbrigðiskerfið: Lungnaveik lést vegna svínaflensu INFLÚENSAN Þeir greindu frá stöðu svínaflensunnar, f.v. Már Kristjánsson og Ólafur Baldursson, fulltrúar Landspítala, Haraldur Briem sóttvarnalæknir og Rögnvaldur Ólafsson, verkefnisstjóri Almannavarna. FRETTABLADID/GVA ATVINNUMÁL Katrín Júlíusdóttir ætlar að leggja frumvarp um rammalöggjöf um nýfjárfest- ingar fyrir Alþingi í vetur. Þar verða settar almennar regl- ur um fyrirvara, ívilnanir og undanþágur fyrir erlendar fjár- festingar. „Þá munum við hætta að gera einstaka fjárfestingarsamn- inga, sem eru þunglamalegir og ógagnsæir,“ segir Katrín. Spurð hvort þessi ramma- löggjöf muni aflétta leynd af orkuverði í samningum orku- fyrirtækja og stóriðjufyrir- tækja, segir hún að lögin muni ekki endilega ná yfir núverandi samninga. Hins vegar verði hægt að stíga skref í því að gera samninga gagnsærri en nú er. - pg Iðnaðarráðherra: Rammalög um nýfjárfestingar í undirbúningi LÖGREGLUMÁL Ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir sjötta manninum sem lögregla hefur handtekið vegna rannsóknar á meintu mansalsmáli á Suðurnesj- um. Honum var sleppt að loknum yfirheyrslum hjá lögreglunni á Suðurnesjum í gær. Fimm karl- menn eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Það rennur út á morgun. Lögreglu hefur tekist að finna út hver stúlkan er. Í ljós hefur komið að hún er fædd árið 1990. Einnig er ljóst orðið hvert hennar rétta nafn er, en hún kom hingað á fölsuðum skilríkjum. Málið er áfram rannsakað sem vændis- eða nauðungarvinnumál. - jss Meinta mansalsmálið: Sjötta mannin- um var sleppt DÓMSMÁL Ragna Árnadóttir dóms- málaráðherra segir stjórnvöld verða að bregðast við vaxandi hörku í afbrotum hér á landi. Sérstaklega verði að bregðast við hættunni sem fylgir því þegar erlend glæpasam- tök reyna að hasla sér völl í gegn- um samtök eða félög hérlendis. Ragna segir að dómsmálaráðu- neytið sé að kanna hvort setja eigi sérstök lög sem heimili stjórnvöld- um að banna ákveðin félög. Lögun- um yrði síðan fylgt eftir með því að höfða mál þeim til staðfestingar, eins og stjórnarskrárákvæði þar að lútandi heimilar. Fréttablaðið greindi frá því fyrir skömmu að handrukkarar væru nú farnir að rukka almenna borgara fyrir skuldir sem stofnað hefur verið til með lögmætum hætti. Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur unnið mat á skipulagðri glæpastarfsemi til lengri tíma. „Það, að menn sammælist um að fremja glæpi, hvort sem það er í samtökum eða utan þeirra, er alvarlegt mál og á ekki að líðast á Íslandi,“ segir Ragna. Spurð hvernig stjórnvöld ætli að vinna gegn skipulagðri glæpastarf- semi, sem er orðin staðreynd hér á landi, segir ráðherra að lögreglu- yfirvöld hafi unnið ötullega að því að upplýsa brot. Forgangsverkefni sé að vinna gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Tillögur til breytinga á almennum hegningarlögum hafi verið lagðar fram, sem ætlað sé að vinna gegn slíkri brotastarfsemi. Vonir standi til að unnt verði að samþykkja þær sem lög frá Alþingi nú á haust- þingi. „Þá má nefna ákvarðanir um sérstakt landamæraeftirlit vegna fregna um komu Vítisengla hingað til lands, nú síðast í vor,“ segir ráð- herra. „Þá er í aðgerðaáætlun ríkis- stjórnarinnar gegn mansali áform um að athuga hvort lögregla eigi að fá forvirkar rannsóknarheimildir til að stemma stigu við þeim brot- um sérstaklega. Ráðherra vill banna starfsemi Vítisengla Dómsmálaráðherra er að kanna hvort hægt sé að setja lög sem banna starfsemi félagasamtaka sem bendluð eru við glæpi. Ríkið myndi höfða mál lögunum til staðfestingar. Ráðherra segir skipulagða glæpastarfsemi ógn við samfélagið. VÍTISENGLAR Sem dæmi um aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi nefnir dómsmáalaráðherra ákvarðanir um sérstakt landamæraeftirlit vegna fregna um komu Vítisengla hingað til lands, nú síðast í vor. 74. GREIN STJÓRNAR- SKRÁRINNAR „Rétt eiga menn á að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, þar með talin stjórnmálafélög og stéttarfélög, án þess að sækja um leyfi til þess. Félag má ekki leysa upp með ráðstöfun stjórnvalds. Banna má þó um sinn starfsemi félags sem er talið hafa ólöglegan tilgang, en höfða verður þá án ástæðulausrar tafar mál gegn því til að fá því slitið með dómi.“ VIÐSKIPTI Exista tapaði 1,6 milljörðum evra, eða 602 milljörðum króna, eftir skatta á árinu 2008. Félagið birti í gærmorgun uppgjör vegna ársins. Tapið er það mesta sem íslenskt fyrirtæki hefur kynnt. Töluverð óvissa ríkir um framtíð Existu, en félagið á í viðræð- um við helstu lánveitendurna um fjárhagslega endur- skipulagningu og framtíð félagsins. Viðræðurnar eru sagðar á „viðkvæmu stigi“ og óvíst um niðurstöðu. Þá kemur fram að Exista bíði niðurstöðu í dóms- málum um uppgjör gjaldmiðlasamninga við Kaup- þing banka og Glitni banka, en niðurstöður þeirra skipti verulegu máli varðandi afkomu félagsins og eigið fé. Samkvæmt uppgjörinu nam hins vegar eigið fé Existu 200 milljónum evra, eða 34 milljörðum króna um áramót og hafði lækkað um rúm 90 prósent. Heildareignir höfðu rýrnað um rúm 70 prósent og námu 2,3 milljörðum evra, eða 391 milljarði króna. Þá kemur fram að Exista hafði á árinu greitt skuldir sem námu um 3,5 milljörðum evra, eða 602 milljörðum króna. Meðal annars voru seldar eignir í Sampo Group og Storebrand til að grynnka á skuld- um. „Fall Kaupþings banka hf. og sala eignarhluta Exista í Sampo Group hafði verulega neikvæð áhrif á afkomu á árinu 2008,“ segir í tilkynningu félagsins. - óká Tap Existu 2008 nam 206 milljörðum króna samkvæmt uppgjöri sem birt var í gær: Bíða niðurstöðu í dómsmálum VÆNT ENDURGREIÐSLA Í viðræðum Existu við helstu lánveitendur hefur komið fram hvers vænt er um endurgreiðslur frá félaginu eftir því hvernig unnið verður úr málum. Leið Endurgreiðsluhlutfall Gjaldþrotsleið 2-7% Eignsala skv. núvirtu sjóðsstreymi 17-26% Fjárhagsleg endurskipulagning til ársins 2023 64-95% Áætlunin er sett fram í afkomuskýrslu Existu fyrir 2008 með fyrirvara um að breyttar forsendur geti haft nokkur áhrif á endurgreiðsluhlutfallið. FERÐALÖG Hundrað íbúum Kanarí- eyja á aldrinum 18 til 35 ára var í gær tilkynnt að þeir væru á leið í ferðalag Íslands. Boðið er liður í markaðsátaki ferðamálaráðs Kanaríeyja. Þús- undir sóttu um að fá að fara með í ferð til einhvers lands Norður- Evrópu, en fengu í gær að vita hvert. Tilgangurinn er að kynna eyj- arnar sem stað þar sem lyfta megi sér upp úr skammdegis- þunglyndi. Hópurinn, auk fylgi- liðs, fer dansandi og syngjandi um götur borgarinnar í dag og á morgun, en jafnframt stendur til að bjóða 100 manns héðan í viku- ferð til Kanaríeyja. - óká Hundrað manns frá Kanarí: Koma hingað og bjóða fólki heim FÖNGULEGUR HÓPUR Margur Íslend- ingurinn hefur sótt Kanaríeyjar heim. Nú kemur hingað 100 manna hópur. MYND/FERÐAMÁLARÁÐ KANARÍEYJA Á AFKOMUKYNNINGU Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Existu, sést hér á afkomukynningu í október í fyrra. Í gær var birt uppgjör félagsins vegna síðasta árs. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SAMGÖNGUR „Allur niðurskurður í viðhaldi og þjónustu á bágborn- asta samgöngukerfi landsins leið- ir til eyðingar byggðarinnar á suðurfjörðum Vestfjarða fyrr en seinna,“ segir í ályktun bæjar- ráðs Vesturbyggðar sem mótmæl- ir harðlega áformum um fækk- un ferða Breiðafjarðarferjunar Baldurs. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu var nær öllu starfs- fólki við Baldur sagt upp eftir að Vegagerðin tilkynnti að samning- ur um niðurgreiðslur á vetrar- ferðum yrði ekki endurnýjaður um áramót. Einnig verður dregið úr þjónustu við vegakerfið. „Sam- gönguvandinn er nú þegar yfir- drifinn og samfélaginu afar dýr- keyptur,“ segir bæjarráðið. - gar Fækkun Breiðafjarðarferða: Vestfirðingar óttast landauðn 100 fengu stöðusektir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af um 100 bifreiðum sem lagt hafði verið ólöglega um helgina í miðborginni og nágrenni hennar. Fjöldi fullfrískra ökumanna fékk sekt fyrir að leggja í stæði fatlaðra. Bílþjófar handteknir Tveir ökumenn voru handteknir á stolnum bílum í Reykjavík á laugar- dag. Rúmlega þrítug kona var tekin próflaus á stolnum bíl í Háaleitis- hverfi. Þá var kona um tvítugt tekin í miðbænum á stolnum bíl. Hún reyndist vera í annarlegu ástandi. LÖGREGLUFRÉTTIR SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.