Fréttablaðið - 20.10.2009, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 20.10.2009, Blaðsíða 30
26 20. október 2009 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. smátota, 6. hróp, 8. laus greinir, 9. áverki, 11. mun, 12. högg, 14. jarðsögutímabil, 16. spil, 17. kirna, 18. sjáðu, 20. dreifa, 21. glata. LÓÐRÉTT 1. eignir, 3. eftir hádegi, 4. vandræði, 5. svelg, 7. katólska, 10. fljótfærni, 13. ástæður, 15. mannvíg, 16. kærleikur, 19. hola. LAUSN LÁRÉTT: 2. sepi, 6. óp, 8. hið, 9. sár, 11. ku, 12. spark, 14. ísöld, 16. ás, 17. ker, 18. sko, 20. sá, 21. tapa. LÓÐRÉTT: 1. góss, 3. eh, 4. pikkles, 5. iðu, 7. pápíska, 10. ras, 13. rök, 15. dráp, 16. ást, 19. op. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 45,5 prósent. 2 Guðmundur frá Miðdal. 3 Baldur Guðlaugsson. „Ég myndi hvetja Friðrik til að fara inn í stúdíó og kippa þessu í liðinn, ég hef nú gert annað eins,“ segir Bubbi Morthens. Friðrik Ómar fer rangt með texta Bubba-slagarans Rómeó og Júlía í nýrri útgáfu lagsins sem hann syngur með Jógvani Han sen. Í útgáfunni, sem var ein- göngu gerð fyrir útvarpið, syngur Friðrik: „Draumana tilbáðu þau“ í staðinn fyrir „Draumarnir tilbáðu þau“, eins og rétt er. Bubbi segir að það taki í mesta lagi klukkutíma að lagfæra text- ann og hvetur Friðrik til að „negla“ þetta aftur, því merk- ing textans sé einfaldlega kol- röng í þessari útgáfu. Þessu eru dyggir aðdáendur kóngsins sam- mála og hafa miklar umræður um málið sprottið upp á heima- síðunni Bubbi.is. „Ég vil helst að menn fari rétt með textana mína, nema málvilla komi frá mér. Þá verða menn bara að éta það eftir mér,“ segir Bubbi. „Ég er mjög þakklátur og auðmjúkur að þeir skuli velja lag eftir mig að syngja en þetta er lítið mál að laga.“ Friðrik Ómar segist ekki hafa áttað sig á mistökum sínum fyrr en blaðamaður ræddi við hann. „Við hljótum að græja þetta. Þetta eru einhver leiðinda mistök,“ segir hann, spurður hvort hann ætli aftur í hljóðverið. „Þetta er ekki á neinni plötu enn þá, þannig að það er lítið mál að redda þessu.“ Friðrik er mikill aðdáandi Bubba og lagið Rómeó og Júlía er þar í mestu uppáhaldi. „Þetta er bara geðveikt lag og þegar maður breytir útsetningunni er það enn þá gott. Það er hægt að gera margar útgáfur af því og það virkar alltaf.“ Þrátt fyrir mistökin í nýju útgáfunni segist Friðrik alltaf syngja lagið rétt á tónleikum. „Ég tók þetta upp einn heima hjá mér, einn með sjálfum mér. Ég hef bara ekki heyrt þetta sjálfur.“ Lagið er eingöngu í flutningi Jógvans á nýrri plötu þeirra félaga, Vinalög, og þar fer Færey- ingurinn rétt með textann. Bubbi segir það heiður að Færeyingur skuli syngja lag eftir sig, enda hafa þessir frændur okkar stutt vel við bakið á okkur Íslendingum í kreppunni. „Það þarf ekkert að ræða það. Ég held ég hafi þakkað fyrir hönd íslensku þjóðarinnar í sjónvarpsþættinum í vetur sem ég tók upp í Færeyjum og söng fyrir þá. Þar þakkaði ég mikið fyrir.“ freyr@frettabladid.is BUBBI MORTHENS: VILL AÐ MENN FARI RÉTT MEÐ TEXTANA SÍNA Hvetur Friðrik Ómar til að lagfæra Rómeó og Júlíu BUBBI MORTHENS HIRTIR FRIÐRIK Bubbi hvetur Friðrik Ómar til að fara í hljóðver og breyta útgáfu sinni af Rómeó og Júlíu. Rangt er farið með texta lagsins. Bubbi vill að menn fari rétt með lögin sín. Friðrik Ómar tók vel í þá bón Bubba að laga þessi leiðu mistök. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Leikhópurinn Vesturport verð- ur með opnunarsýningu einnar stærstu leiklistahátíðar heims, Festival Iberoamericano, sem hefst í Kólumbíu í mars á næsta ári. Hamskiptin eftir Franz Kafka urðu fyrir valinu en tuttugu manna hópur frá Íslandi mun fara til Bóg- óta og taka þátt í uppfærslunni. Aðstandendur hátíðarinnar höfðu einnig falast eftir því að hópurinn myndi setja upp og sýna Rómeó og Júlíu en það var ekki hægt vegna anna leikara í þeirri sýningu. Bæði Björn Hlynur Har- aldsson og Ingvar E. Sigurðsson voru til að mynda bókaðir í frum- sýningu Þjóðleikhússins á sama tíma. „Skipuleggjendurnir komu til Suður-Karólínu þegar við Nína Dögg vorum að sýna Don John. Þar komu þeir auga á nafn Vest- urports í sýningarskránni, könn- uðustu vel við nafnið og vildu fá okkur á þessa hátíð,“ segir Gísli Örn þegar Fréttablaðið truflaði hann í tökum á kvikmyndinni Órói sem nú fara fram. Gísla þykir þetta ákaflega spenn- andi verkefni, að fara til Kólumbíu og setja þar upp leiksýningu þótt orðspor landsins hafi verið plagað af mannránum, eiturlyfjasölu og hálfgerðu stríðsástandi í fjölmiðl- um. Vesturport getur þó huggað sig við þá staðreynd að borgaryf- irvöld í Bógóta hafa tekið til hend- inni og borgin er nú talin vera öruggari en bæði Caracas og Ríó de Janeiró. „Mér skilst að Bógóta sé undirlögð af hátíðinni á þessum tíma, allt verði stopp og íbúarnir taki þátt í þessu af fullum krafti, þetta ætti því að vera mikið stuð.“ - fgg Vesturport á leið til Kólumbíu HAMSKIPTIN TIL KÓLUMBÍU Hamskipti Vesturports verður opnunarsýning einn- ar stærstu leikhúshátíðar heims sem fram fer í Bógóta í Kólumbíu. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Við opnum nýja Ísbúð og veitum 30% kynningarafslátt af öllum ísréttum, samlokum, salötum og gosi 17-26 okt. Nýbýlavegi 32 Nýbýlavegi 32 Opið til 22:00 alla daga „Ég hlusta bara á Bylgjuna, alla þættina. Til dæmis hlusta ég á Bítið þegar ég er að keyra í vinnuna.“ Ester Stefánsdóttir hannyrðakona. Auglýsingasími – Mest lesið Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum mun kvikmynd Óskars Jónassonar, Reykjavík-Rotterdam, verða framlag Íslands til Óskarsverðlauna í ár. Einhverjir hafa hnotið um þetta og bent á að engin eiginleg kosning hafi farið fram. Á þessu er þó eðlileg skýring, því hinar tvær myndirnar sem komu til greina, Reykjavik Whale Watching Massacre og The Good Heart, voru báðar með of mikið af ensku tali. Enda gerðar upp á ensku. Aðdáendur íslenskra spennuþátta geta nú slakað á því í gær náðust samningar milli Saga Film og Stöðvar 2 um að gera framhald af lögfræðiþættinum Réttur. Áætlað er að tökur hefjist þann 7. nóvem- ber en ekki er vitað á þessu stigi málsins hvaða persónur snúa aftur og hvort einhverjar verði látnar hverfa. Magnús Jónsson ætti þó að vera á sínum stað en Sigurjón Kjartansson mun sem fyrr hafa yfirumsjón með handritsgerðinni. Norrænt kóngafólk virðist hafa tekið ástfóstri við íslenska útivistarfatn- aðinn frá Cintamani. Fréttablaðið greindi frá því fyrr á þessu ári þegar Mary Donaldson, krónprinsessa Danmerkur, klæddist Cintamani- fötum í skíðaferð fjölskyldunnar. Nú má lesa á vefnum Dagbladet. no frétt um útivistardag hjá norsku konungsfjölskyldunni. Þar klæðist hin glæsilega krónprinsessa Mette- Marit úlpu frá Cint am- ani og tekur sig vel út. Ekki amaleg auglýsing sem þessi íslenski fatnaður fær um þessar mundir. - fgg, hdm FRÉTTIR AF FÓLKI „Hann er örugglega með númerið mitt,“ segir Árni Plúseinn úr hljómsveitinni FM Belfast. David Levy, útsendari frá hinu virta umboðs- og afþreyingarfyrirtæki William Morris Endeavor, var staddur á Nasa á laugardagskvöldið þar sem hann njósnaði um FM Belfast á Ice- land Airwaves-hátíðinni. Árni kannast við áhuga fyrirtækisins, sem hefur haft stórlaxa á borð við The Rolling Stones, Eminem og Britney Spears á sínum snærum. Einnig eru þar á mála leikstjórarnir Quentin Tarantino og Baltasar Kor mákur, sem nýverið gerði við það umboðssamn- ing. „Ég heyrði þetta en hann hefur ekk- ert spjallað við mig beint, ekki enn þá,“ segir Árni, sem hefur heyrt góða hluti um fyrirtækið: „Þetta var útskýrt þannig fyrir mér að Elvis Presley hafi verið hjá þeim.“ Hann segir að tónleikarnir á Nasa hafi verið mjög vel heppnaðir. „Það voru mikil læti. Ég hef sjaldan séð svona mikið af fólki á svona litlum stað.“ David Levy nýtti einnig tækifæri og skoðaði bandaríska tríóið Jessica 6, sem spilaði á Nasa sama kvöld og FM Belfast, og dönsku söngkonuna Oh Land í Listasafni Reykjavíkur. Fór hann síðan af landi brott skömmu síðar. Róbert Aron Magnússon hjá Iceland Airwaves segir að hátíð- in hafi heppnast einstaklega vel. Samningur Hr. Örlygs við Ice- landair er að renna út og staðfestir Róbert að nýr samningur verði und- irritaður á næstu vikum. Hátíðin verður því haldin að ári liðnu. „Að sjálfsögðu komum við sterkir inn á næsta ári. Við viljum reyna að til- kynna fyrstu hljómsveitirnar fljótlega eftir áramót og erum strax farnir að skoða,“ segir hann. - fb Njósnað um FM Belfast á Nasa RÓBERT ARON MAGNÚS- SON Iceland Airwaves-hátíð- in verður haldin að ári liðnu. ÁRNI PLÚSEINN Hljóm- sveitin FM Belfast er undir smásjá erlends stórfyrirtækis. ELVIS PRESLEY Konungur rokksins var á mála hjá William Morris Endea- vor.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.