Fréttablaðið - 20.10.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 20.10.2009, Blaðsíða 12
12 20. október 2009 ÞRIÐJUDAGUR STYRKJA BÆNDUR Gerda Verburg, landbúnaðarráðherra Belga, og Bruno Le Maire, ráðherra Frakka, á fundi Landbúnaðarráðs ESB í gær. Lofað hefur verið 280 milljón evrum (51,6 milljörðum króna) til stuðnings mjólkur- bændum sem orðið hafa fyrir barðinu á alþjóðlegu fjármálakrísunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIÐSKIPTI Hugsanlegt er að heimt- ur úr búi gamla Landsbankans verði meiri en fram kom í sam- komulagi á milli gamla og nýja bankans um síðustu helgi. Ekki er útilokað að endurheimtur kunni að vera á milli 93 til 97 prósent sem að mestu fara upp í Icesave- skuldbindinguna. Að hluta skýrist það af hugsan- legri hækkun á virði eigna bank- ans en mestu munar þó um nið- urstöðu samninga við evrópska seðlabankann um uppgjör vegna veðlána sem Landsbankinn í Lúx- emborg fékk hjá evrópska seðla- bankanum skömmu áður en hann fór í þrot í fyrra. Í nýjasta eignamati skilanefnd- ar Landsbankans kemur fram að ætlað verðmæti eigna nemi 1.190 milljörðum króna á móti skuld- um upp á 1.319 milljarða króna. Miðað við þetta endurheimt- ast um níutíu prósent forgangs- krafna, sem eru að mestu kröfur tengdar Icesave-innlánsreikning- unum. Lánin sem Landsbankinn í Lúx- emborg fékk hjá evrópska seðla- bankanum hljóða upp á rúma 2,2 milljarða evra, jafnvirði rúmra fjögur hundruð milljarða króna á núvirði. Þau voru að mestu notuð til að fjármagna rekstur Lands- bankans hér. „Þetta er viðkvæmt mál,“ segir Páll Benediktsson, upplýsinga- fulltrúi skilanefndar Landsbank- ans. Hann bendir á að skilanefnd- in geri ekki ráð fyrir verulegum heimtum á eignum dótturfélags Landsbankans í Lúxemborg í eignamati gamla bankans. „Skila- nefndin hefur haft vaðið fyrir neðan sig og metur endurheimt- ur hóflega. Því geti endurheimtu- hlutfall hækkað miðað við það sem gert er ráð fyrir náist eðli- leg niðurstaða um uppgjör búsins í Lúxemborg,“ segir Páll en bætir við að útilokað sé að segja til um hversu mikið heimtur kunni að hækka. „Menn vita það ekki,“ segir hann. jonab@frettabladid.is Lausn Landsbankans ligg- ur hjá seðlabanka Evrópu Ekki er útilokað að gamli Landsbankinn endurheimti allt að 97 prósent af eignum sínum. Málið strandar á veðlánaviðskiptum bankans við seðlabanka Evrópu. Það breytir litlu um skuldbindingar vegna Icesave. LANDSBANKINN Í LÚXEMBORG Veðlán Landsbankans kunna að hamla styrkingu krónunnar. Seðlabanki Íslands og skilanefnd Landsbankans hafa árangurslaust reynt að semja um lánin sem samanstanda af íslenskum ríkisskuldabréfum. ■ Landsbankinn í Lúxemborg bjó til tvo álíka stóra lánapakka í tengslum við endurhverf viðskipti bankans við evrópska seðlabank- ann. Annar þeirra hefur í gegnum tíðina gengið undir heitinu Betula og samanstendur af veðum í evr- ópskum skuldabréfum, flest þeirra eru bresk. Hinn nefnist Avens og saman- stendur af íslenskum ríkisskulda- bréfum. Íslensk stjórnvöld hafa frá áramótum átt í viðræðum við evrópska seðlabankann vegna málsins en talið er að lánapakk- inn kunni að hamla styrkingu krónunnar. ■ Icesave-innlánskröfurnar hljóða upp á 750 milljarða króna. Náist níutíu prósent upp í kröfur jafn- gildir það því að 75 milljarðar falli á ríkið. Náist mest 97 prósent upp í kröfur falla rúmir 22 milljarðar hið minnsta á ríkið. ■ Líkt og fram hefur komið þarf ekki að borga inn á Icesave-kröf- una fyrr en eftir sjö ár. Á meðan safnar höfuðstóllinn vöxtum. Miðað við 700 milljarða króna höfuðstól, sem safnar 5,5 prósenta ársvöxtum, má gróflega áætla að íslenskir skattgreiðendur þurfi samt sem áður að reiða af hendi hátt í þrjú hundruð milljarða króna þegar upp er staðið. ENDURHEIMTUR OG ICESAVE SVEITARSTJÓRNIR „Ólíðandi er að niðurskurður á fjárveitingum til Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi sé mun meiri en til sambærilegra stofnana,“ segir bæjarstjórn Blönduóss í ályktun. Bæjarstjórn kveðst óttast mjög um opinber störf ef skerðingar og sameiningar ríkisstofnana á landsbyggðinni nái fram að ganga. Fækka eigi stjórnsýslu- einingum og auka þar með mið- stýringu í stjórnsýslu ríkisins. „Þar með er stefnt í hættu því uppbyggingarstarfi og hagræð- ingu sem þegar hefur náðst á síðustu árum með sérhæfingu verkefna innan stofnana svo sem með uppbyggingu innheimtumið- stöðvar sekta á Blönduósi.“ - gar Mótmæli frá Blönduósi: Segja mest skorið hjá sér HEILBRIGÐISSTOFNUNIN Á BLÖNDUÓSI Bæjarstjórn Blönduóss segir mest skorið niður þar. HÍ braut ekki jafnréttislög Háskóli Íslands braut ekki jafnréttislög þegar karlmaður var ráðinn í stöðu lektors eða dósents við tölvunarfræði- deild í stað konu sem einnig sótti um. Hæstiréttur hefur kveðið upp þennan dóm. Ekki hefðu verið leiddar líkur að því að mismunun vegna kynferðis hefði verið beitt við ráðninguna í jan- úar 2006. Málskostnaður féll á ríkið. DÓMSTÓLAR ÍRLAND, AP John O´Donoghue sagði af sér sem forseti írska þingsins í síðustu viku, eftir að upp komst að hann hafði eytt almannafé ótæpilega í eigin lúxuslifnað. Við afsögnina hélt hann þrumuræðu á þinginu þar sem hann sakaði aðra þingmenn um hræsni. Hann segist aldrei hafa brotið neinar reglur né dregið sér fé, heldur hafi allt féð farið í að greiða fyrir þjónustu gegn reikn- ingum. Fyrir þremur mánuðum birtu írsk dagblöð upplýsingar um ferðakostnað hans síðan 2002, sem samtals nam meira en 100 milljónum króna. - gb Þingforseti Írlands segir af sér: Segir aðra þing- menn hræsnara WWW.N1.IS Frábært úrval af dekkjum, dekkjahótel og betri þjónusta Þú færð skjóta og góða hjólbarðaþjónustu hjá N1. Við bjóðum upp á eitt mesta úrval landsins af hjólbörðum og geymum sumardekkin á dekkjahóteli fyrir þá sem vilja. Renndu við hjá okkur þegar þér hentar, við tökum vel á móti þér! Láttu ekki veturinn koma þér á óvart! -15% Hjólbarða- þjónusta Þeir sem skrá sig í Sparitilboð N1 á n1.is fá veglegan afslátt Hjólbarðaþjónusta N1 er að finna víða á höfuðborgarsvæðinu og á völdum stöðum á landsbyggðinni. ALÞINGI Menntamálaráðherra vinn- ur nú að nýju frumvarpi um fjöl- miðla sem á að vera fyrsta heild- arlöggjöfin um starfsemi þeirra. Tilefni lagsetningarinnar er Evrópu tilskipun um samræmingu laga og stjórnsýslufyrirmæla um sjónvarpsrekstur. Reiknað er með að tilskipunin verði innleidd fyrir 19. desember. Með tilskipuninni er verið að samræma núgildandi útvarpslög og prentlög, því reiknað er með samræmdum reglum fyrir hljóð-, mynd- og ritmiðla. Þá er gert ráð fyrir því að samræmdar ábyrgðar- reglur verði settar. Sérstaklega verður kveðið á um eignarhald fjölmiðla, það verði gagnsætt og ritstjórnarlegt frelsi verði tryggt. Ekki verður tekið á samþjöppun eignarhalds í frum- varpinu en skipuð nefnd sem kanni hana og komi eftir atvikum með til- lögur að takmörkunum á því. Þá verða settar lágmarksreglur um auglýsingar í öllum fjölmiðl- um og markaðssetning gegn börn- um í hljóð- og myndmiðlum verð- ur takmörkuð. Þá verður tekið á nafnlausum athugasemdum á vef- miðlum. Frumvarpið hefur verið kynnt þingflokkum og verður gert aðgengilegt á vef menntamálaráðu- neytisins og leitað eftir samráði við almenning og hagsmunaaðila. Það verður afgreitt úr ríkisstjórninni í byrjun nóvember. - kóp Unnið að samræmingu laga um fjölmiðla: Gagnsæi eignar- halds verði tryggt LÖG UM FJÖLMIÐLA Í menntamála- ráðuneytinu er nú unnið að samræmdri löggjöf fyrir fjölmiðla. Ekki verður tekið á samþjöppun eignarhalds í þessari lotu en málið sett í nefnd. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR AFGANISTAN Nefnd á vegum Sam- einuðu þjóðanna hefur úrskurðað að fjöldi atkvæða í forsetakosning- um í Afganistan í ágúst sé ógildur vegna kosningasvindls. Stjórnvöld í Kabúl hafa ekki stað- fest þetta en þó virðist sem kjósa þurfi að nýju milli þeirra tveggja frambjóðenda sem flest atkvæði fengu í forsetakosningunum. Áður hafa stjórnvöld sagt að niðurstaða kosninganna hafi verið sú að Hamid Karzai, núverandi forseti, hafi feng- ið 55 prósent atkvæða og væri því réttkjörinn til áframhaldandi setu á forsetastóli með meira en helm- ings fylgi í fyrstu umferð. Ef marka má nýjustu fréttir fékk Karzai hins vegar aðeins 48 prósent atkvæða og þarf því að etja kappi við þann sem næstflest atkvæði fékk, Abdullah Abdullah utanríkisráðherra. Sam- kvæmt upphaflegu talningunni fékk Abdullah 28 prósent atkvæða. Karzai forseti hefur sjálfur sagt að hann hafi sigrað í kosningunum strax í fyrstu umferð en kosninga- eftirlitsmenn segja sönnunargögn fyrir svindli vera skýr. BBC segir Karzai vera bálreiðan vegna þess- arar nýju stöðu. Forsetinn telji að vestræn ríki séu að reyna að hafa af honum sigurinn. Hann muni gera allt sem hann geti til að koma í veg fyrir aðra umferð kosninganna. - gar Mikill fjölda atkvæða í forsetakosningunum í Afganistan ógildur vegna svindls: Forseti telur sigri stolið af sér KOSIÐ Í AFGANISTAN Eftirlitsnefnd telur að allt að fjórðungur atkvæða í forseta- kosningunum sé ógildur vegna svindls. MYND/AP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.