Fréttablaðið - 20.10.2009, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 20.10.2009, Blaðsíða 22
18 20. október 2009 ÞRIÐJUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Svona er þetta með fyrsta barn! Maður er alveg móður- sjúkur! Já en... hann gaf frá sér svona hljóð um nóttina! Hljóð! Oj! Þú verður að láta kanna þetta! Gerði það, allt í góðu! Góðan daginn, Palli! Svafstu vel? Já. Einmitt. Það er ein- mitt það. Ég er fimmtán ára. Fyrir utan að borða og kvarta undan ykkur er svefn það sem ég er bestur í. Jæja! Er veturinn að verða búinn Það er næstum því mánuður þar til það kemur vor Mjási. Það er til allt of mikið af reglum. Hvernig hafa börn- in það? Þau eru bara eins og þau eru alltaf … … öskrandi, hlaupandi og kúkandi. Fyrirgefðu frú mín góð. Geturðu nokkuð aðstoðað mig? … ég er villtur! GPS gervihnatta staðsetningarlausnir Ég C ÞIG Þegar komið er á þrítugsaldurinn fer fólk að huga að því að festa ráð sitt, kaupa fasteign og fjölga mannkyninu. Það er gangur lífsins. Sjálf er ég barnlaus, en margar vinkonur mínar hafa eignast börn undanfarin ár. Á þessum árum hef ég fylgst náið með nokkrum meðgöngum, hlustað á fæðingarsögur, verið þátttakandi í brjósta- gjafaumræðum, pælt í nöfnum og orðið vitni að mismunandi uppeldisaðferðum. Fyrir stuttu áttaði ég mig á því að eftir að hafa hlýtt á ótal sögur vinkvenna minna um meðgöngur, börn og uppeldi er ég nú orðin nokk- uð vel upplýst um allt sem við kemur smábörn- um. Ég veit til að mynda hvaða bleiur þykja bestar og ódýrastar, ég kann ráð við kláða í kringum geirvörtur, ég veit hvaða mat ber að forð- ast og ég kann nokkur ráð til að fá börn til að hætta að sofna á brjósti. Auk þess að hafa lært ýmislegt um barnauppeldi af vinkonun- um stendur mér einnig til boða að fá lánuð óléttuföt og barnaföt þegar ég loks ákveð að nú sé minn tími kominn. Ég áttaði mig einnig á því að ég er í raun mun betur upplýst um allt sem barni fylgir en sambýlingurinn sem virðist ekki ræða slík mál við sína vini og kann þar af leiðandi engin ráð við kláða í geirvörtum. Í Bretlandi kom út fyrir stuttu bók þar sem konum voru gefin ráð um hvernig megi halda vinskapnum gangandi þegar vinkona verður móðir. Samkvæmt bókinni verða barnlausu vinkonurnar að vera þolinmóð- ar og viljugar að hlusta á barnasögur og mæðurnar þurfa að hlusta á allt slúðrið úr lífi þeirra barnlausu. Þetta er alls ekki svo erfitt og líkt og ég hef sannreynt þá lærir maður ýmislegt í leiðinni. Gott ráð við kláða í geirvörtum NOKKUR ORÐ Sara McMahon Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.