Iðnneminn


Iðnneminn - 01.03.1998, Blaðsíða 14

Iðnneminn - 01.03.1998, Blaðsíða 14
Hótet- 09 wuitvíddíKÓIímh Nýr Hótel- og matvælaskóli Með byggingu sérhannaðs verknámshúss við Menntaskólann í Kópavogi hefúr hótel- og matvælagreinunt verið sköpuð glæsileg aðstaða sem er með því besta sem þekkist, jafnvel á heimsmælikvarða. Menntaskólinn í Kópavogi hefur tekið yfir það veigamikla hlutverk að ann- ast menntun i hótel- og matvælagreinum á landsvísu og þar með að halda urn fjöregg þjóðarinnar á þessu sviði. A næstu árurn er stefnt að því að innan hótel- og matvælaskólans verði námsmöguleikar niargir, á stuttum starfstengdum brautum auk samningsbundins iðnnáms til sveinsprófs og meistararéttinda. Framkoma hans og færni skiptir miklu máli þegar gestir meta gæði veitingastaðar. Að starfa sem framreiðslumaður er rnjög gefandi þar sem stór hluti starfsins felst í samskiptum við fólk. Kjötiðn Starf kjötiðnaðarmannsins er ákaflega fjölbreytt og skemmtilegt. Auk þess að þróa nýja rétti, sagar hann og úrbeinar skrokka, sker kjötið í steikur, hakkar saltar, sýður, súrsar, bakar og reykir kjöt og fisk. Þá býr hann til fars, pylsur, kæfúr, slátur, paté, kryddar og kryddleggur kjöt. Matreiðsla Matreiðslumaðurinn vinnur í hjarta veitinga- staðarins. Starfs hans er fólgið i að skapa~úr. mismunandi hráefni, eina heild sem bæði ilmar vel, er gómsæt og iítur girninlega út. Sannköll- uð listgrein. Meistaraskóli Kennsla í meistaraskóla matvælagreina hófst haustið 1997. Námið skiptist á 3 annir, bæði bóklega og verklega áfanga. Höfúðáhersla er lögð á stjórnunar- og rekstragreinar svo nem- endur öðlist þekkingu á öllu því er að dagleg- Löggiltar iðngreinar I Hótel- og matvælaskólanum fer frá og með haustinu 1998 fram nám fyrir fjórar iðnnáms- greinar bakariðn, framreiðslu, matreiðslu og kjötiðn. Aðgang í þetta nám hafa eingöngu þeir sem gert hafa námssamning við meistara í sinni grein. Framreiðslunám er þriggja ára nám, en í hinum greinunum tekur námið fjögur ár. Af þessurn tima er nám í skólanum einungis þrjár annir, 65 einingar. Eftir próf úr skóla gangast nemar undir sveinspróf. Bakaraiðn Starfssvið bakara er bæði í bakaríum og veit- ingahúsum. Þeir baka vort daglega brauð og kökur. Búa einnig til konfekt, gómsæta eftir- rétti og skreytingar. Bakari þarf því að vera skapandi og hugmyndaríkur. Framreiðsla Framreiðslumaðurinn er andlit fýrirtækisins. 14 Iðnneminn

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.