Ljósberinn - 20.12.1924, Síða 20
422
LJOSBERINN
ekki komið til okkar fjóra vetur í röð, eða ekki síð-
an þau pabbi og mamma dóu; en vel getur þó svo
farið, að hann komi núna þrátt fyrir þaðu.
Ellu varð þessi jólasveinn tvent í senn, bæði hið
óskiljanlegasta og inndælasta í heimi þessum. Gat
það átt^sér stað, að hann kæmi inn í þetta kofahró
allur stjörnum settur og með snjóhvítt skegg! Og þá
stóri pokinn, fullur af leikföngum, sem hann bar á
bakinu. Þegar hún hugsaði um þetta, þá barðist litla
og þreytta hjartað í brjósti hennar, eins og hamár
væri.
Svona hafði Hans séð jólasveininn, meðan foreldr-
ar hans voru á lífi. Hann var búinn að segja systur
sinni það víst hundrað sinnum. Hann kom líka með
dálítið jólatré með kertum og eplum og gyltum hnet-
um, stjörnukökum og öðru góðgæti. Undir tréið hafði
hann lagt tiglótta treyju, og vagn með tveimur tré-
hestum fyrir og spriklikai’l, sem var liálfur rauður
og hálfur gulur. Þetta hafði Hans alt saman séð með
sínum eigin augum. En hvað hann var sæll þá, þeg-
ar hann fékk að sjá alla þessa dýrð.
0, að hún fengi að sjá jólasveininn rétt einu sinni.
En hvað glampaði í hitaveiku augnn hennar Ellu,
þegar hún hugsaði til þess.
„Hans, elsku Hans“, bað hún með sínum bliðasta
rómi, „geturðu ekki sagt honum að koma, rétt einu
sinni. Eg skal vera svo þekk, svo þekk!“
Hans fór að reyna að gera henni skiljanlegt, að
það væri ómögulegt fyrir sig. En það kom fyrir
ekki. Ella átti ómögulegt með að trúa því. Hans
sagði henni, að það vissi ekki nokkur maður í heim-