Ljósberinn


Ljósberinn - 20.12.1924, Side 35

Ljósberinn - 20.12.1924, Side 35
LJÓSBERINN 437 hann sagði henni það, þá sagði hún honum hreint og beint, að hann færi með ósannindi, hún tryði ekki slíkum og þvilíkum þvættingi. En hvernig sem liún skammaði hann og lamdi, þá misti hann ekki kjark- inn. Jólin voru bráðum komin og þá kæmi annað- hvort jólasveinninn sjálfur eða þá einkavinurinn hans, og þá félli alt í ljúfa löð. Og vonin gerði kraftaverk á Ellu. Hitinn hvarf frá henni, og þó að hún væri föl og veikluleg, þá var henni eiginlega batnað; hún gat farið að vera nokkra tíma á fótum; og þegar jölakvöldið kom, þá fanst henni að hún vera orðin alhress. En hvað aðfangadagurinn var lengi að iíða; en loksins tók liann þó enda, eins og annað á jörðu hér. Og þegar fyrsta stjarnan tihdraði, þá sögðu þau hvort við annað full tilhlökkunar: „Nú kemur hann bráðum, bráðum, góði, kæri jóla- sveinninnu. Og ungu hjörtun þeirra börðust þeim í brjósti. Og þau fórnuðu höndum til bænar. En svo leið hver timinn af öðrum og ekki kom jólasveinninn. Þá hljómaði silfurskær bjölluhringing úti fyrir. „Það er hann, það er jólasveinninn!“ sögðu þau fagnandi. Hurðinni var hrundið upp og skínandi ljósi brá inn i stofuna. Prænka gamla varð alveg orðlaus af undrun. Það var hann, það var enginn annar en hann. það var ekki gamli maðurinn úr liamrinum, því að liann heflr víst verið svo önnum kaflnn, heldur allra bezti

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.