Ljósberinn - 20.12.1924, Blaðsíða 45
447
LJÓSBERINN
Yngri förudrengurinn sá nú, að farið var að skifta
smápokum milli barnanna. Hvert barn fékk sinn
poka. Ó, að pokar væri nú líka til handa honum og
þeim bræðrum báðnm! En það getur nú ekki komið
til mála. Þeir, sem höfðu ekki einu sinni heimild til
að taka nokkurn þátt í þessum fagnaði. Ó, hann gat
ekki annað en andvarpað! En hver veit, nema ein-
hver „mamma“ hafi' heyrt hjartans andvarpið hans.
Víst er það, að litla stúlkan kemur til þeirra bræðra
með sinn pokann í hvorri hendi og segir: „Þú átt
að fá þennan og þú þennan!u og svo hverfur hún
óðara burtu.
Eftir hátíðina töluðu þeir bræður lengi, lengi um
þessi jól kristinna manna. Og kínverskir menn full-
orðnir, sem kristni hafa tekið, eru oft vanir að
segja:
„A jólunum höfum við ráð á að veita gestum
beina. Hver veit, nema einn eða annar minnist fagn-
aðarins svo, að strengir hjarta hans titri þangað til
að hann vill verða barn hins algóða Guðs og föður
allra manna“. Og þeim liefir líka oft orðið að þeirri
trú sinni. Jólafögnuðurinn hefir laðað margan heið-
ingjann til Gruðs.
Guð gefi ykkur gleðileg jól, kæru börn. Börnin í
Kína biðja að heilsa ykkur!
Kristine Moesbœk.