Ljósberinn


Ljósberinn - 20.12.1924, Page 18

Ljósberinn - 20.12.1924, Page 18
420 LJÓSBERINN furða, að hann skyldi vita það, því að aldrei höfðu þau systkinin verið með öðum börnum, og höfðu því aldrei getað séð, hvað þau áttu við góð kjör að búa. En Hans var orðinn sjö ára og stór eftir aldri og mundi meira en systir hans og þessvegna vissi hann meira. Hann mundi eftir þokkalega sólbjarta her- berginu, sem hann var í fyrstu árin, sem hann lifði. Hann mundi líka eftir skóbúðinni hans föður síns og eftir henni móður sinni, bjarthærðri og fríðri. Hún var vön að kinka kolli til hans, þegar hún var að sauma og hæðst lét i saumavélinni hennar. Hún var svo undur brosmild og hendurnar á henni sem klöppuðu honum svo ástúðlega, voru svo mjúkar og fallegar. En hvað það var inndælt, þegar hún klapp- aði á hlýja vangann hans og kallaði hann elsku drenginn sinn. Elín litla gat auðvitað ekki munað neitt af þessu, því að liún var nýfædd, þegar ást- kæra mamma hennar dó. Hun hafði því auðvitað ekkert af móður sinni að segja né skemtilegu sög- unum, sem hún sagði þeim, né kvæðunum fögru, sem hún kunni að syngja. Um sömu mundir sýktist faðir hennar og dó og var jarðaður hjá konu sinni í kirkjugarðinum. Það var fagurt þar úti; þar uxu fögur blóm; þar var svo hljótt og kyrt. Og þar sem þau voru foreldrar hennar, höfðu engir vondir að- setur, þar var alls enginn að nöldra og skammast. Nú varð Hans að segja systur sinni alt þetta mörgum, mörgum sinnum; henni leiddist aldrei að heyra þá sögu. Þegar þau systkinin fóru út í skóg á sumrin til að tína ber handa frænku sinni að selja,

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.