Ljósberinn - 20.12.1924, Page 29
LJÓSBERINN
431
tré. Fyrir innan göngin tók við stór og bjartur salur,
og þar var fyrir fagurbúin sveit hátíðagesta. Þar
voru spriklikarlar í öllum myndum, liermenn með
allskonar skjaldarmerkjum, brúður í öllum stærðum,
alt frá hinum fátæklegustu til hinna allra finustu.
Það var blátt áfram ómögulegt að lýsa slíki'i dýrð
eða segja frá, hvað þær voru margar. Þar voru brúð-
ur i hvítu, þykku silki með slæðu og sveig um höf-
uð, dansmeyjar silkibúnar, bændadætur í gullsaum-
uðum sunnudagsbúningi, og smáar, indælar og hrokk-
inhærðar barnabrúður. Þar voru barnfóstrur með
smábörn á örmum sér, svo að sá, sem fékk þær,
fékk tvær brúður í einu.
Og allur var þessi skari glaðlifandi og bar ótal-
margt á góma — ótal sögur.
„Það er skilnaðarhátíð, þær vinna sigur í kvöldu,
sagði dvergurinn, höfðinginn fyrir varðsveit sprikli-
karlanna. A morgun eiga þær allar að fara út í ver-
öldina, en þá missa þær málið og líta þá út eins og
þær séu dauðar. Þess vegna verða þær að tala út
í kvöld — skilur þú það?u
En fleira undursamlegt bar fjnár augu. Ur brúðu-
salnum fóru þeir inn í myndabókasalinn og þaðan
inn í dýrasalinn. Síðan komu þeir inn í salinn, þar
sem tindátarnir voru í lieræfingum. Hinir hermenn-
irnir voru bara brúðuliermenn, sagði dvergurinn, en
hermennirnir þarna, voru þeir hermenn, sem stóru
drengirnir höfðu að leikfangi, þegar þeir létust vera
að herja. Þá kom salurinn, þar sem voru brúðustof-
urnar og brúðueldhúsín. Þá kom hljóðfærasalurinn,
þar sem öll hljóðfæri voru sarnan komin. En í síð-