Ljósberinn


Ljósberinn - 20.12.1924, Blaðsíða 36

Ljósberinn - 20.12.1924, Blaðsíða 36
438 L.JOSBERINN vinurinn hans. Hann kom inn í loðkápunni sinni stóru og á eftir hönum fór gamall og gráskeggjaður þjónn, með jólatré tendrað og heilmikið af bögglum. „Komið nú hérna nær“, sagði maðurinn við þau börnin, því að þau stóðu fast út við vegginn, „kom- ið þið og sjáið hvað eg hefi hérna handa ykkur11. En þau þorðu ekki að færa sig nær, frænka þeirra varð að taka til höndum sínum, hrjóstrug að vanda og draga þau að jólatrénu. Það hafði henni víst aldrei til hugar komið, að svo mundi fara. Alveg var það undravert, hvað rúmast gat af gleði í fáeinum bögglum! Þegar þessi dýrð opnaðist fyrir þeim systkinum, þá fór feimnin alveg af þeim. Þar var brúða í bláum kjól og þar kom upp kassi fullur af kubbum, miklu stærri en Hans hafði nokkurntíma hugsað sér, og þar voru myndabækur og hermenn og skotskur tíglakjóll og margt, margt fleira. Það var alveg óskiljanlegt, að þetta ætti alt að fara handa þeim. Þar var meðal annars böggull handa gömlu frænku, svartur dúkur í kjól og löng pilsa og te og sykur. Það var ekki annað að sjá, en að gesturinn vildi að hún væri í góðu skapi, því hann hafði áríð- andi málefni að ræða við hana, áríðandi og næsta gleðilegt fyrir börnin. Hann langaði til að hafa börnin með sér og þau áttu að eiga heima hjá honnm og konunni hans á stórum og fögrum búgarði. Þau hjónin höfðu búið þar ein árum saman. Þau hafði svo innilega langað til að eignast börn, en aldrei gengið að ósk sinni. En nú fanst herramanninum þetta vera bending frá Drotni, og nú vildi hann taka börnin sér í sonar og

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.