Ljósberinn - 20.12.1924, Blaðsíða 16
418
LJ ÓSBERINN
i<3>>
fsr
*«&«
Y:\
HflNS LITLI OG JOLflSVEINNINN ...
V."'. •/*w
ÓLASVEINAR hafa nú aldrei verið í háveg-
um hafðir hér á landi. Þeir voru synir Grýlu
og Leppalúða og lifandi eftirmynd þeirra hjóna,
ógeðslegir mjög og sí sníkjandi og stelandi og mein-
hrekkjóttir. •
En hjá frændum vorum á Norðurlöndum, t. d. í
Danmörku/ eru þeir nú á dögum yndi og eftirlæti
barnanna, því að þeir eru þar ógn ljúfmannlegir í
framgöngu, með snjóhvitt skegg á bringu niður og
rauða topphúfu á höfði. Þeir koma ekki til að hræða
börn og sníkja, heldur til að gefa. Þeir eru hlaðnir
af allskonar jólagjöfum handa börnum. En hvað þau
hlakka til að þeir liti inn til þeirra. En þeir heim-
sækja ekki öll börn, þessir gjafmildu jólasveinar.
Þeir ganga fram hjá. Ekki kemur það þó af því, að
þeir vilji ekki beimsækja öll börn, heldur af því að
þeir rata ekki til þeirra allra. Því að eins og þið
vitið, kæru börn, þá búa mörg börn á svo afskekt-
um stöðum, í ömurlegustu skúmaskotum veraldar-
innar.
Hvar átti Hans litli heima? Iiann átti heima í
afarhrörlegu húsi fyrir utan borgarhliðið. Það var
sannnefndur grindahjallur. Þangað vöndu menn ekki
að jafnaði komur sínar. I húsgarmi þessum bjó göm-
ul kona, ósköp geðstirð; hún gat ómögulega gert að
gamni sínu og aldrei talað hlýlegt orð.