Ljósberinn - 01.02.1944, Síða 5

Ljósberinn - 01.02.1944, Síða 5
LJÓSBERINN 5 Það eru ekki öll heiðin börn, sem kynn- ast kristniboðunum fyrst á þennan bátt. Mörg þeirra kynnast bonum fyrst af því að hann lijálpar þeim. Hann er ef til vill eini læknirinn á svæði sem tugir þúsunda manna búa á, og kristniboðið befur eina spítalann, sem menn í stórum bæjum eða béruðum geta fengið lijálp bjá. Sum lieið- ingjabörn kynnast kristniboðinu fyrst af því að hungursneyð kemur og þá hjálpar enginn eins vel og kristniboðinn og þá er flúð til lxans. En nú ætla ég að segja ykkur hvernig Timmaya litli Reddi kynntist fyrst kristniboðanum og sögunni um Jesúm. Tinnnaya litli fór einu sinni með frænda sínum til þess að hjálpa til út á sykurreyrsakri. Akrarnir eru allir sund- urskornir af litlum skurðum, sem vatni er veitt um á akrana, og ef eitthvað dett- ur í skurðinn og hindrar vatnsrennslið visnar sykurreyrinn. Þegar Timmaya litli gekk á bakka eins skurðarins sá hann, að vatnið liafði stíflazt af einhverju, sem leit út eins og stórt prik. Hann barði í það með lurknum sínum, en um leið og liann lamdi þaut þetta brúnleita prik upp, því það var eiturslanga. Timmaya stökk aft- ur á bak, en var of seinn. Slangan beit hann 1 öklann og skreið síðan inn á milli sykurreyrsleggjanna. Eitrið verkaði fljótt. Drenginn svimaði og liann mundi svo ekk- ert fyrr en liann lauk upp augunum og lá þá undir tré við tjald hvíta læknisins, sem var kristniboði. Timmaya vissi ekk- ert hvað fram liafði farið. Hann fann ekki þegar frændi bans tók liann upp og bljóp lieim með liann og lagði hann eins og dáinn fyrir fætur móður hans. Hann heyrði ekki grátinn og andláts- söng heiðingjanna, sem sunginn var. Þá liafði allt í.einu kristinn maður kallað: „Læknatrúboðinn! Berið drenginn þang að! Hann kom í gærkveldi og er nú í tjaldinu sínu skainmt béðan“. Timmaya lieyrði ekki öll ópin og köll- in, sem nú kváðu við. Sterkir karlmenn lyftu lionum, og skiptust á um að bera bann niður brattann gangstíg, yfir dal- inn, gegnum frumskógarkjarr í hlíðinni hinum megin, unz komið var að tjaldí kristniboðans. Þegar þeir lögðu liann á jörðina fannsl þeim öllum, að þeir liefðu verið of seinir og þeir sögðu, að liann væri dáinn- Kristniboðinn var sá eini, sem sá, að enn- þá var von. Hann bað Jesúm að hjálpa sér nú að lækna drenginn, því þá mundu menn frekar hlusta á boðskapinn. Og bann sigraði. Skömmu seinna lauk Tim- maya upp augunum og spurði: Hvar er ég? Hann gekk sjálfur, tveimur dögum seinna, til þorpsins, þar sem andlátssöng- urinn hafði verið sunginn yfir honum. Þannig atvikaðist það, að Timmaya fékk fyrsta skipti að heyra um Jesúm- Og hann lærði að biðja hann og trúa á bann og elska liann. Hann lærði það, sem liann ekki hafði áður vitað, að við eigum að elska Guð og aðra menn, af því Jesús elskar okkur og dó fyrir okkur. Nú er Timmaya aldrei glaðari, en þeg- ar hann getur sungið mn Jesúm og beðið liann. Bjarni.

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.