Ljósberinn - 01.02.1944, Síða 6

Ljósberinn - 01.02.1944, Síða 6
6 LJÓSBERINN Johs. Hansen-Kongslöv: Kónguriim með tannpínuna NU sinni var kóngur. Hann réð fyrir stóru ríki og fjölda þegna. Hann var því svo auðugur, að honum var hægðarleik- ur að láta liggja vel á sér. En það lá nú samt ekki vel á honum. þeim góða kóngi, því að svo var mál með vexti, að liann hafði tannpínu, og tann- pína er eitt af því, sem kóngur getur fengið rétt eins og hver annar maður. En það var nú reyndar ekki regluleg tannpína, heldur voðastórt tannkýli, svo að annar vanginn á kóngi var helmingi „feitari“ en hinn. Það var alveg voða- legt að sjá það. Kóngur hafði marga, marga lækna, og hefði nú svo sem getað látið einhvern þeirra stinga á þessu voða-kýli. En það var nú, einmitt það, sem liann var svo óttalega hræddur við. Forsætisráðherr- ann hans hafði sem sé einu sinni látið gera það á 6ér, og það hafði hann svarið við sjálfan 8Íg, að þann skramba skyldi hann aldrei framar gera, því að aldrei hafði hann lifað verri dag á æfi sinni. Svo þorði vesalings kóngurinn þá heldur ekki að láta stinga á kýlinu sínu. Hvað átti þá að gera, ja, hvað átti þá til bragðs að taka? Gamli, góði kóngurinn var mesti geð- spektarmaður að náttúrufari; en nú vai hann alveg utan við sig. Drottningin hans grét og grét, prinsinn var lúbarinn og allir hirðmennirnir voru húðskammaðir. Já, það var nú ljóta standið í gömlu höllinni. Læknar konungs höfðu með sér fjöl- menna fundi; þeir ráðlögðu kóngi að nota jurtir og ýmsa kynjadrykki, sem þá rámaði í að þeir hefðu einhverntíma les- ið um, en aldrei notað sjálfir, og gátu því ómögulega munað, við hverju þeir drykk- ir áttu. Og auðvitað hjálpaði þetta ekki lifandi vitund. Kóngur hrækti því sulli öllu út úr sér óðara en það kom honum inn fynr varir. „Foj -- tvoj! Það er andstyggilegt bragð að þessu — si sona“. Já, það var allt að ganga af göflunum í gömlu höllinni! „Yðar konunglega hátign verður allra undirgefnast að hafa þolinmæði“, sagði gamall læknir grátandi. „Það líður víst frá! Það springur bráðum“. „Líður víst frá — ha! Bullari gamli, það er víst hann sjálfur, sem springur bráðum. Þið eruð fábjánar allir saman! Fábjánar, hálfvitar! Ég, sem held hundr- að lækna, en hvað getið þið! — si sona! Hvað getið þið? Foj! Fábjánar, tvoj!“ Og vesalings kóngurinn hrækti út úr sér langt fram á gólfið fína og grenjaði: „Æ, æ, æ, fábjánar!“ „Yðar konunglega hátign! Þér ættuð að reyna að stinga baðmull í eyrun“,

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.