Ljósberinn - 01.02.1944, Page 16
16
LJÓSBERINN
Þegar við komum til herbergis okkar,
tóku hundarnir á móti okkur með reiði-
legu urri. Þeir þekktu mig ekki aftur,
en undir eins og þeir heyrðu rödd mína,
flyðruðu þeir upp um mig af ánægju.
„Nú verðum við að taka til með æf-
ingar“, sagði Vitalis. „Ég hef næstum eytt
öllum okkar peningum. En það var nauð-
synlegt, að þú fengir góð föt. í fyrramál-
ið höldum við fyrstu sýninguna okkar og
þú átt að leika með í leiknum“.
„Já, en ég get ekki leikið í sjónleik-
um“, sagði ég.
„Þú lærir það“, svaraði Vitalis. „Held-
ur þú, að hundunum séu þessar listir
meðfæddar. Leikurinn, sem við eigum að
leika, heitir: „Þjónn Jankos“, og aðalat-
riði leiksins eru þessi: Hr. Janko liefur
þjón, sem hann er mjög ánægður með —
það er Bríó, en nú Iiefur hann ráðið til
sín nýjan þjón — það ert þú“.
„En apar liafa ekki þjóna“, skaut ég
inn í.
„Jú, í sjónleikum hafa þeir þá. Þú
kemur ofan úr sveit og skilur ekki neitt
af því, sem þú átt að gera, og gerir eina
heimskuna af annarri. Hr. Janko verður
að lokum reiður og skipar Bríó að sýna
þér hvernig þetta á að gerast. Bríó og
Janko gera síðan allt á réttan hátt. Áður
var Zerbínó heimski þjónninn, en þú
munt gera meiri lukku. Reynum nú!“
„Þjónn Jankos“ var ekki veigamikilJ
leikur, en æfingarnar stóðu yfir þrjá tíma.
Hundarnir höfðu ýmsu gleymt og mig
furðaði á þolinmæði Vitalis. Tuttugu,
þrjátíu sinnum í röð endurtók hann list-
irnar með þeim, og hann barði þá aldrei.
„Hundarnir eru eins og börnin“, sagði
hann. „Maður getur fengið þá til að gera
allt, ef vel er að þeim farið, en slái mað- /
ur þá, verða þeir þrjóskir. Þeir eru sjald-
an barðir, en þegar það kemur fyrir, hef-
ur það því meiri áhrif“.
Hann var ánægður með mig. „Þú ert
námfús“, sagði hann. „Og það, sem er
ennþá betra, þú liefur áhuga. Það er
mest um vert“.
Fyrsta sýningin okkar gekk ágætlega.
Við gengum fylktu liði frá gistihúsinu tii
torgsins. Vitalis gekk fremstur og blés í
flautu, þar næst hundarnir, Bríó með
Janko á bakinu, og síðast ég. Á torginu
hafði hópur manna safnazt saman, sem
fagnaði Janko með hlátrum og húrra-
lirópum, þegar liann, klæddur rauðum
kjólfötum og með þríhyrndan hatt gekk
inn á leikvöllinn. Ég gekk inn næstur
Eins og Vitalis hafði kennt mér, stóð ég
með opinn munn og leit mjög heimsku-
lega út, meðan Janko fórnaði liöndum í
örvæntingu. Var þetta þjónninn, sem átti
að ganga honum um beina. Hann hristi
höfuðið fyrirlitlega.
Bríó dró borð til mín og gerði mér
skiljanlegt, að ég ætti að sitjast niður og
borða. Ég tók pentudúkinn. En livernig
átti ég að nota hann? Ég vafði honum
saman og batt honum tun hálsinn á mér.
Þannig hélt ég áfram og áhorfendurnir
höfðu mikla ánægju af lieimskupörum
inínum. Leikurinn endaði á þá leið, að
Janko settist í minn stað og borðaði, en
Bríó bar fram fyrir hann.
Janko vissi hvernig hann átti að hegða
sér.
Áhorfendurnir voru hrifnir og lirifn-
ingin náði hámarki þegar Bríó færði
Janko tannbursta og hann gekk fram og
aftur um gólfið og burstaði tennurnar.