Ljósberinn - 01.02.1944, Side 21
LJÓSBERINN
21
Týndi sauðurinn.
Eftirfarandi saga gerist á dögum
þeirra ensku trúboðanna, Moody’s og
Sankey’s. —
Hjón nokkur ensk brugðu sér til Par-
ísarborgar til þess að dvelja þar nokkra
daga sér til skemmtunar. Þau tóku sér
gistingu á einhverju stærsta gistihúsi
borgarinnar. Konan liafði verið mjög inn-
lífuð starfi hinna nafnfrægu heimatrú-
boða og bafði því stungið nokkrum ein-
tökum af Sankey’s-söngvum í tösku sína
í þeirri von, að benni gæfist tækifæri
til að nota þá, er til Parísar kæmi. En
svo liðu dagar, að henni gafst ekkert slíkt
tækifæri. Þá hugkvæmdist lienni eitt
kvöldið, er gestirnir sátu sem flestir að
sameiginlegu veitingaborði, að hún lagði
nokkra söngva í kyrrþey á borðið í lestr-
arsalnum; en þar var allt fullt fyrir af
margs konar blöðum til lestrar.
Að lokinni máltíð komu margir af gest
unum aftur inn í lestrarsalinn. Einn í
þeirra tölu var ungur Englendingur aí
góðu bergi brotinn; var liann nýkominn
til borgarinnar til að skemmta sér þar
hálfsmánaðartíma, eða réttara sagt: fara
þar með sig á sál og líkama. Hann renndi
nú augum yfir blöðin, en meira ekki; en
þá varð honum litið á smábækling, er dró
að sér athygli lians.
Hvað er nú þetta? hugsaði hann með
sér, eru þeir Moody og Sankey þá líka
komnir hingað? Hann kannaðist óðara
við nöfn þeirra félaga, því að María syst-
ir lians, sem hann unni hugástum, hafði
aðstoðað þá með ráðum og dáð. Oft hafði
hún beðið bróður sinn að koma með sér
á samkomur trúboðanna, en árangurs-
laust. En — nú tók hann bæklinginn í
hönd sér eins og í leiðslu og lauk hon-
um upp og datt þá niður á þessa hend-
ingu í alkunnum og dýrlegum söng, sem
Sankey liafði tekið upp í söngva sína og
mikið verið sunginn:
„En einn hafði vilst á eyðistig".
Þá sagði hann við sjálfan sig: „Ég hygg,
að María systir mundi segja, að þessi eini
(sauður) væri ég — einmitt ég“.
Hann lagði þá söngvana í snatri frá
sér aftur á borðið; en hendingin sat föst
í huga lians; hann gat ekki lirundið henni
úr liuga sér, livernig sem hann fór að og
þótti lionum það lieldur spilla allri
skemmtun fyrir sér. Á endanum tók liann
kverið og fór með það upp á lierbergið
sitt og fletti því blað fyrir blað, unz hann
fann sönginn dýrlega, sem þetta var upp-
baf að:
„í byrginu sauðirnir bældu sig
og biðu þar dags svo rótt;
en einn haföi vilst á eyðistig,
og átti þar kalda nótt,
því liirðirinn fjarri honum var —
og bætturnar vísar allstaðar".
„Ó!“ hrópaði liann upp, „þarna kem-
ur það. Ég veit, að María systir er ein í
byrginu; henni er óliætt; en þessi eini,
það er ég“, hugsaði liann angurvær. „En
það verður nú ekki öllu lengur“, mundi
María sagt hafa, því að andi Guðs var
farinn að vinna góða verkið í hjarta hins
unga manns. „Það er ég“, sagði hann;
nú skildi hann það, að hann var syndari
— skildi það til fulls. Að því búnu las
hann sönginn allan, las það, að hirðir-
inn liefði lagt líf og blóð í sölurnar til
að leita sauðinn uppi og bera hann síð-