Ljósberinn - 01.02.1944, Blaðsíða 24

Ljósberinn - 01.02.1944, Blaðsíða 24
24 LJÓSBERINN KISA VIÐ HLJÓÐFÆRIÐ Ekki kann hún kisa nótur, kann þó marga fagra list. Hennar söngur harla Ijótur hefur álit flestra misst. Þessi hljómlist þóknast engum, þaö er alveg gefiö mál, nóg af henni fyrri fengum, flýr af hólmi skelkuö sál. Samt vill kisa syngja og raula, sezt hún hér viö nótnaboró, fer að spila, fer að gaula, fœstir skilja hennar orð. Bráðum kemur einhver œfur inn og rekur kisu brott. „Þú ert ekki í húsum hœfur, héðan með þig, kattarskott“. Kisu bregður, kann því illa, kryppu skýtur, hvœsir reið. Svona hennar söng að spilla sýnist henni truflun leið. mr.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.