Ljósberinn - 01.02.1944, Page 28

Ljósberinn - 01.02.1944, Page 28
Sydimerkurförin «) J SA6AÍ MYNDUM eftir HENRYKSIENWEWiCZ Kali var fjarska óánægSur yfir því, að fíllinn skyldi kasta slöngunni í vatnið og lýsti yfir, að hann ætl- aði að sækja hana. „Nioka (slanga) góð á bragðið“, sagði hann. Hann náði í flatan stein niður á fljóts- bakkann, lagði hann inn í holuna á risatrénu, þar of- an á lagði hann kolaglæður. Það kom fljótt í ljós, að þetta var gott ráð, því að strax og tréð fylltist af reykj- arsvælu að innan, skriðu út úr því alls kyns kvikindi. Það voru svartar og rauðar bjöllur, loðnar, stórar kóngulær, viðbjóðslegar lirfur, álíka sverar og fingur og eitraðar margfætlur, og var bit þeirra banvænt. Kali kramdi skordýrin miskunnarlaust í hel ineð sleinum um leið og hann hafði augun á munnanum i trénu. „Eftir liverju ertu oð liorfa?“ spurði Stasjo. „Heldur þú að það séu fleiri slöngur þarna inni?“ — „Nei, Kali hræddur við Mzimu -— hinn illa anda“. „Þú heldur þá, að hinn illi andi, Mzimu, sé í trénu?“ spurði Stasjo unga negrann. „Hefur þú nokk- urn tíma séð Mzimu?“ — „Nei, en Kali hafa heyrt voðalegan skarkala, sem Mzimu gera í kofum galdra- mannanna. Galdramennirnir einir geta sært Mzimu. Galdramennirnir ganga frá einum kofa til annars og segja, að Mzimu sé reiður. Þá Negrarnir gefa lionum banana, hunang, egg og kjöt“. Stasjo yppti öxlum. „Var þá slangan kannske Mzimu?“ spurði hann. Kali liristi höfuðið. „Þá fíllinn ekki drepa Mzimu, heldur Mzimu fílinn. Mzimu er dauðinn“. Undarlegt brak og brestir inni í trénu trufluðu sar.ital þeirra allt í einu. Út um neðra gatið þrengdi sér undarleg- ur rauður rykmökkur, síðan heyrðist ennþá meira brak en áður. Kali kastaði sér flötunt til jarðar og byrjaði að' hrópa: „Aka, Mziiiiu — Aka! Aka!“

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.