Ljósberinn - 01.02.1946, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 01.02.1946, Blaðsíða 5
LJÓSBERINN 25 varðarins, setið úti í vitanum ein síns hðs* — heila þrjá sólarhringa. Og allan þennan tíma hafði hún gætt að vitalömp- unum, svo að ljósið frá þeim gat skinið glatt út yfir hið ólgandi haf og vísað sjó- hröktum skipum til hafnar og bjargað farmönnunum. Sama laugardagskvöldið, sem fárviðri þetta skall á, hafði vitavörðurinn farið ttieð konu sinni í kaupstaðarferð. En á ttieðan skall ofviðrið á, og úr því var engin leið að komast fram í vitann fyrir orimgangi. Það var nú nógu slæmt að unga stúlk- a*i var þarna alein; en svo bættist það °fan á, að hún hafði ekki haft með sér ftema eitt brauð og eina smáköku til matar. Vitaverðinum var það huggunin mesta, að vitalamparnir voru í góðu lagi og t^mpaglösunum var haldið tárhreinum, Því að vitinn sendi sína glampa frá sér eins og venjulega og lamparnir voru tendraðir á réttum tíma. En til þess að María gæti þetta, varð hun að klifra upp snarbrattan járnstiga utan á vitamúrnum og opna þar stóra jarnhurð, og ekki nóg með það, heldur varð hún að líta eftir vitalömpunum fjórða hverja klukkustund. Þarna varð hún að hjálpa sér sjálf í Þrjá sólarhringa. Enga mannlega hjálp var hægt að fá, og enginn var til að leysa bana af verði. En allan tímann lét vitinn S1öa björgunarglampa berast frá sér. A þriðja degi var loks send björg- unarskúta út að vitanum með vitavörð- inn. Þegar hann kom til dóttur sinnar lá hún í fasta svefni, og hafði þá etið sinn síðasta brauðbita. Hún hafði barist góðri baráttu, unga stúlkan. Hún hafði haldið vitanum í gangi og glatt með því foreldra sína, svo að þau gátu aldrei fullþakkað henni það. Hún hafði bjargað stórum og dýrmætum skipum frá því að farast við hina hættu- sömu, klettóttu strönd — hún, unga stúlkan, sem sat þarna einmana, hafði orðið til að bjarga þeim. Hér var ekki undir af li komið eða þekk- ingu á eðli Ijóssins, eða bylgjunum, sem Ijósið vekur í lofthafinu, heldur var allt komið undir trúmennsku og þrautgæði. Eins er því varið með okkur, kristna menn, sem hefur verið falið að bera Ijós Guðs til heiðingjanna. Við eigum að lýsa þeim með orði Guðs, svo að þeir geti fundið Guð í Jesú Kristi. Það er ekki auður, frægð né hyggindi, sem þá er undir komið, heldur trú- mennsku okkar og þrautgæði. Það verður að halda lampa Guðs log- andi. Börnin geta jafnvel tekið sinn þátt í því að halda kveiknum og lampaglös- unum hreinum, svo að vitaljósið daprist ekki. Bjössi: „Þarna fara þau Jón og konan hans. Það er nú meiri aldursmunurinn á þeim hjónum. Hann er orðinn fertugur, en hún er ekki nema tvítug". Siggi: „Nú, þao' er hvorki meira né minna en helm- ingsmunur. Og það er sama sem, að þegar hann verð- ur 100 ára, þá verður hún fimmtug". Bóndi nokkur reið í kaupstað og varð þar drukk- inn. Þegar hann ætlaði heim um kvöldið, lagði hann hnakkinn öfugan á hestinn. Menn, sem fram hjá gengu, bentu honum á þetta, en hann brást reiður við og sagði: „Hvað varðar ykkur um þetta? Vitið þið, hverja leiðina ég ætla að ríða?"

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.