Ljósberinn - 01.02.1946, Blaðsíða 12

Ljósberinn - 01.02.1946, Blaðsíða 12
32 LJÓSBERINN í mél undir eins og bakað brauð úr hon- um og etið strax". Svo sögðu þau ekki meira, því nú féll risinn dauður á gólfið. Enda var nú sá þríhöfðaði orðinn höfuðlaus. En af því sem höfuðin sögðu um leið og þau féllu af risanum, dró Ali það, að bróðir hans og prinsessan mundu vera í höllinni. Hann lét þv^ gömlu konuna vísa sér leið. Hún fylgdi honum inn í langan gang og voru á honum margar dyr, til beggja hliða, og þegar hann opn- aði hurðirnar, streymdi út úr herbergj- unum hópur af fallegum, ungum stúlk- um. Ein þeirra var þó lang fallegust, og það var prinsessan. Og með tár í aug- unum þakkaði hún honum fyrir það, að frelsa sig og allar sínar kæru vinstúlkur. Svo fylgdi gamla konan honum í neð- anjarðarhvelfingu. Þar sá hann stein- súlu, og þegar hann sló seiðstafnum sín- um í hana, þá hvarf hún, en bróðir hans stóð þar, sem súlan hafði áður verið. Svo lögðu þeir bræður á stað með prinsessuna og allar þernur hennar til kóngsins, föður prinsessunnar. Og kóng- ur varð svo glaður, þegar Ali færði hon- um hana, sem hann áleit dauða, að hann gaf honum hana f yrir konu. Þannig varð Ali tengdasonur konUngs og ríkiserfingi. Haraldur giftist falleg- ustu þernu prinsessunnar. Eftir að brúðkaupsveizlurnar vorú afstaðnar, ók'u bæði þessi gæfusömu hjón upp á heiði, í gullvagni, til að sækja móður sína. Hún átti nú að búa hjá þeim í konunglegri höll, og lifa eins og ekkju- drottning. Og hún hafði auðvitað ekk- ert á móti því. En þó vildi hún hafa með sér ögn af vatni úr brunninum í Sitt af hverju Núna í stríðsbyrjun fannst á norðvestur-annesjum Alaska eskimóaþorp, grafið í sand, og er það talið vera að minnsta kosti 2000 ára gamalt. í eyðimörkum Ástralíu lifir frosktegund ein, sem á vísindamáli heitir Chiroleples. Hafi maður með' höndum mjóan og vesælan frosk af þessari tegund' er gaman að sjá, hvernig honum verður við, ef hann er settur í vatn. Eftir svo sem tvær mínútur er frosk- urinn orðinn einna líkastur kúlu. Dýrið sýgur nefni- lega í sig vatn gegnum húðina, hvar sem er á skrokkn- um. En vatnði safnast ekki nema í blöðrur, vissa húðvefi og holið. — Þessi frosktegund lifir allra kvikinda lengst í þurrki. Þaðkemur fyrir, að Ástralíu- négrar grípa til þessara froska, þegar hart er í búi með drykkjarföng. I New York er búið að búa til fáua, sem sennilega er stærsti þjóðfáni í víðri veröld. Þessi „Star and Stripes" er um það bil 9300 fermetrar að stærð og kostaði 900 krónur! Fyrir skömmu sýndi lífeðlisfræðingurinn Dietdch Bodenstein í Stamfordháskólanum í Californiu lif- andi fiðrildi, sem var að hálfu leyti fullvaxið og að hálfu leyti púpa. A vissu þroskastigi púpunnar hafði hann, með uppskurði, lokað i'yrir „þroskavökva" þann, sem breytir púpunni í fiörildi og kemur frá hcilanum. Afleiðingin varð sú, að' höfuð, augu og frampartur, þar seni vængirnir vaxa út úr, náðu full- um þroska, en bakhlutinn varð óbreyttur á púpu- stiginu. Stofnandi borgarinnar Montreal í Kanada hét Maisonneuve og stofnaði hann borgina fyrir rúmum 300 árum. Hann reisti trékross á fjallinu Mont Royal (Montreal cr afbökun af þeim orðum). Nú hefur verið' reistur þar 100 feta hár kross, sem er uppljóm- aður með' rafmagni, þegar fer að skyggja. skóginum, vegna þess að því vatni fylgdi gæfa. Og hún fékk að flytja með sér heila tunnu af vatni, og því fylgdi áreið- anlega mikil gæfa. Enda varð hún, syn- ir hennar og tengdadætur svo miklar gæfumanneskjur, að það má lengi leita, til að finna slíks dæmi hér á jörðu.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.