Ljósberinn - 01.02.1946, Blaðsíða 15

Ljósberinn - 01.02.1946, Blaðsíða 15
LJÓSBERINN 35 konar félagsskap hann lenti í. Auk þess voru þessi leigurúm jafnan full af lúsum og flóm. Þetta var sannarlega neyðar- úrræði. En nú datt Anthony gott ráð í hug., „Niður í garðinum er skúr, sem um- boðsmaður Atkinssons hafði kanínurnar í. Gætum við ekki fengið hann lánað- ann? Umboðsmaðurinn er bezti náungi, ef rétt er farið að honum. Ég skal hjálpa Jim til þess að gera hann hreinan og út- vega honum rúm". Jim var hrifinn af hugmyndinni. Jane var hrædd um að skúrinn væri gisinn og honum yrði kalt. En Jim og Anthony vís- uðu á bug öllum hennar athugasemdum. „Jim er enginn aumingi", sagði Ant- hony. „Ef við náum tangarhaldi á kan- ínuskúrnum, þá fær hann stað út af fyr- ir sig og þú getur miklu fremur litið eftir honum, Jane. Ég ætla strax að hafa upp á umboðsmanninum og biðja hann að spjalla við okkur hérna uppi". IV. Jim eignast hús. James Mactavish, umboðsmaður hús- eigandans, var Skoti, og hann þráði stöð- ugt fæðingarbæ sinn, Edinborg. „Gamla skúrinn hans Atkinsons", sagði hann. „Nei, — það er ekki hægt. Þið verð- ið að koma augastað á einhvern annan stað fyrir piltinn. Hvað haldið þið að hús- eigandinn segði?" „Viljið þér ekki gera svo vel og setjast niður, herra umboðsmaður? — Mig lang- ar svo mikið til þess að hafa drenginn í grennd við mig. Eins og þér sjáið, þarfn- ast hann umönnunar. Hvernig líður konu yðar? Ég hef ekki séð frú Mactavish í marga daga". „Þakka yður fyrir, frú Hollister. Hún fær afleit gigtarköst, annars líður henni vel". „Eruð þér ekki frá Edinborg, hr. Mac- tavish?" spurði Anthony lymskulega. — Hann vissi, að öruggasta leiðin við að koma sér vel hjá umboðsmanninum, var sú, að tala vel um Edinborg. „Jú, það er ég. I Edinborg sleit ég barnsskónum. En það eru nú mörg ár síðan. Já, það er nú það". „Það er fallegur bær, herra Mactavish. Ég hef nú siglt um mörg ár víða um heim og séð marga fagra bæi, en jafn falleg- an bæ og Edinborg hef ég hvergi séð". „Segið þér satt, Anthony? Það gleður mig. Það gleður mig vissulega. Nei, — það er rétt, sem þér segið. Edinborg er einstakur bær. Þar sér maður hinár gömlu, æruverðugu hallir, sem gnæfa hátt yfir bænum eins og arnahreiður. Þar eru breiðar, fagrar götur, sem liggja upp að Carlton Hill. Getið þér sagt mér, Ant- hony, hvar maður sér aðra eins götu og Princess Street? Hvergi, áreiðanlega hvergi nokkurs staðar. London er stór, það skal ég játa, en það er ekki hægt að bera hana saman við Edinborg". Anthony og Jane létu umboðsmann- inn mása- í fullan stundarfjórðung. Þau hlustuðu með stakri þolinmæði á lofgerð- arrollu hans um bernskubæinn. Að lokum sagði Anthony varfærnis- lega: „Hvernig var það svo með kanínu- skúrinn hans Atkinssons? Haldið þér, herra Mactavish, að það sé í lagi?" „Kanínuskúrinn! 0, já, ætli ekki það. Húseigandinn hefur víst ekkert á móti

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.