Ljósberinn - 01.03.1946, Side 13

Ljósberinn - 01.03.1946, Side 13
LJÓSBERINN 53 komu í heimsókn til Jims skoðuðu hann mjög. Rob hafði komið oft til hans og undr- ast mjög heppni hans og dásamað þetta fína herbergi. Annars var Rob líka hepp- inn. Hann fékk. atvinnu lijá kaupmanni einum, að vísu erfiða vinnu, því að hann átti að sendast með vörur á tvíhjóluðum handvagni til skipanna við höfnina. Kaupið var ekki hátt, en bezt af öllu var það, að hann fékk að sofa í lítilli kompu undir tröppum. „Það er ágætt“, sagði hann. „Nú þarf ég ekki að kaupa niér náttstað eða liggja á götunni“. Jim fannst litla herbergið sitt í garð- inum og dvöl sín hjá Jane og Anthony vera regluleg paradís. En auðvitað var höggormur í þessari paradís og sá högg- ormur liét Steve og var hann yngsti son- ur hafnarverkamanns, er bjó í nágrenni við Jane. Steve var liár og renglulegur slöttólfur. Hann var einn af þeim drengj- um, sem eru allstaðar sjálfkjörnir foringj- ar yfir öðrum. Steve átti mörg systkini. Hann var vanur að segja, ef einhver sýndi honum ekki undirgefni og hlýðni: „Bíddu bara, ég skal láta liann stóra bróður minn sýna þér í tvo heimana“. Steve gat engan veginn liðið Jim. Hann öfundaðist yfir skúrnum í garðinum, sem Jim svaf í. Það var af hræðslu við Ant- hony, að Steve liafði ekki fyrir löngu lumbrað á Jim eða látið einhvern af bræðrum sínum gera það. Hann hrædd- ist Anthony og örundaði eiginlega Jim af vináttu þessa unga, knélega sjó- manns. En þó hann legði ekki út í handalög- mál við Jim, þá reyndi hann þó að særa hann með bituryrðum. Það var hann, sem gaf Jim nafnið „Kanínan“. Öðrum virtist það ágætt nafn á Jim, og það var ef til vill eðlilegt. Bjó Jim kannske ekki í kan- ínuskúr? Jim sárnaði þetta, en reyndi að láta ekki á neinu bera. Einhverju sinni, þegar hann kom hehn að skúrnum, hafði verið dembt úr tveim sorpílátum fast upp við • dyrnar. Oðru sinni stóð skrifað með rauðri krít á hurð- inni: „Hér býr Kanínan“. Jim þurfti ekki að grennslast eftir því, hver gerði þetta. En það, sem Jim gramdist mest af öllu, var það, að Steve komst á ein- livern dularfullan hátt að veru Jims á munaðarleysingjahælinu. Sá thni, er Jim var á munaðarleysingjahælinu, vildi hann lielzt af öllu að sykki í djúp gleymsk- unnar. Það var nokkuð broslegt af sár- fátækum börnum að hópast í kringum jafningja sinn og stríða honum með veru sinni á munaðarleysingjaliæli. Jim ræddi málið við Rob. Rob áleit, að það eina, sem liægt væri að gera, væri að gera Steve væna ráðningu. „Eg gæti vel gert það og auðvitað Anthony, en það yrði þér að engu liði. Þú hlytir bara verra af því. Þú verður að liirta liann sjálf- ur“. „Já, en liann er stærri en ég“, sagði Jim, sem var að rétta nokkra ryðgaða nagla með hamri. „Heyrðu“, sagði Rob. „Þú heldur á hamrinum í vinstri hendi. Veit Steve, að þú ert örvhendur?“ „Nei, það held ég ekki“, sagði Jim. „Ágætt. Þá hefur þú mjög miklar lík- ur til þess að verða sigurvegarinn“, sagði Rob með ákafa. „Næst, þegar hann stríð- ir þér skaltu fara í handalögmál við Jiann. I fyrstu skaltu slá hann með hægri hend-

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.