Ljósberinn - 01.03.1946, Blaðsíða 18

Ljósberinn - 01.03.1946, Blaðsíða 18
58 LJÓSBERINN Kristín Ásgeirsdóttir frá Melshúsum lliiui 3. febr. þ. á. andaðist á Landaspílalanum In'i Kristín Ásbjörnsdóttir, ættuð frá Melshúsum á Akra- nt'si, komin af góðu bændafólki í báðar ættir. Ilún bjó allan sinn búskap á Akranesi; var maður hennar Jón Ölafsson, skipstjóri, frá Litlateig, var hann bróð- ir Bjarna sál. Ólafssonar skipstjóra og þeirra bræðra. Jón drukknaði 14. des. 1935 af mb. Kjartani Ólafs- syni, ásamt eink'asyni þeirra hjóna, Alexander. Munu allir fara nær um það, hvílíkt áfall þetta hcfur verið fyrir eftirlifandi ástvini. Tvær dætur átti hún eftir og eru þær báðar giftar konur á Akranesi. Margir fleiri höfðu um sárt að binda, þegar mb. Kjartan Ulafsson fórst. En Kristín sál., sem þyngsta sorg hafði að bera, gat miðlað huggunarorðum til sinna samsyrgjenda. Nú er hvíldin fengin, og hún hefur nú fengið að sameinast áslvinahópnmn, sem á undan var farinn heim til Drottins. En þeir hinir mörgu, samferða- menn hennar, sem hér bíða ennþá sinnar burtferðar- stundar, munu geyma og blessa minningu hennar. Og þar sem hún ætíð var trúfastur vinur bæði Heim- ilisblaðsins og Ljósberans og vildi hvorugt þeirra missa af heimili sínu, þá skal henni hér þakkað fyr- ir þann styrk, sem hún veitti þeim blöð'um með því að skipa sér í þeirra vinahóp. ^itl ctf k Blessuð veri minning hennar. /. H. veriu Það voru Indíánar, sem gáfu Niagara-fossunum nafn. Niagara þýð'ir „þruma vatsnins". Fönikumenn, hinir fornu, fundu upp glerið. í sumum héruðum í Síam láta menn „tattóvera" tennurnar í sér. I tannglerjumjinn eru rispaðar alls konar myndir, t. d. hakakross, logandi hjörtu. Chap- lin, Mikki Mús o. s. frv. eða þá fangamark kærust- unnar, og síðan er lit núið í rispurnar. Margir af farfuglum þeim, sem ferðast árlega þús- undir mílna á milli landa, eru minna en 10 grömni á þyngd. Borgin Sherman í Conneticut-fylki í Bandaríkjun- um er stærsta borgin í fylkinu að flatarmáli, miðað við fólksfjölda. Ibúarnir eru að' vísu aðeins 470, en síðastliðin 16 ár hefur enginn maður beðið bana í bílslysi þar í borg. Bankastjóri einn í New York, sem elskaði Guð', hefur fundið upp nýstárlega aðferð til þess að flytja boðskapinn um Jesú til hermannanna. Hann keypti mörg þúsund vasaspegla, 3 þumlunga í þvermál, og lét prenta aftan á þá: Jóh. 3, 16: „Því að svo elsk- aði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn til þess, að' hver sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf". Neð'an undir þessi orð lét hann svo prenta: „Ef þú vilt vita hvern Guð hefur elskaS svona, þá skaltu horfa á myndina hinum megin". Speglin- um var útbýtt meðal hennannanna með leyfi for- ingjanna. Þótt undarlegt kunni að virðast, þá er það samt 'staðreynd, að' linir sveppir geta brotið sér braut í gcgnuin malbikað stræti! Stærstu lífverur jarðarinnar eru í jurtaríkniu, hin risastóru tré í Californíu sem eru allt að 1000 smái. á þyngd. Hvalirnir, sem eru stundum yfir 100 smál. eru stærstu dýr, sem nokkurntíma hafa lifað á jörð'- unni, því að risaskriðdýr miðaldanna, sem talin eru hafa verið þyngst, geta alls ekki hafa verið meira en 50 smál. á þyngd. — Sumar marglittur geta orð- ið gífurlega stórar. Til er ein tegund, sem hefur skel yfir sér. Skelin er 7 fet í þvermál og 18 þuml- ungar á þykkt. Þessi marglittutegund hefir þreifi- anga, sem eru 5 feta langir og gríðarlega" gildir. Einn slíkur angi er eins og meðal-hestur á þyngd! — Sumir risa-smokkfiskar vega allt að 3 smál.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.