Ljósberinn - 01.06.1947, Blaðsíða 6
78
LJÓSBERINN
Iionum þá á afmælinu hans og hafði hann
lielzt hugsað sér að kaupa sér sælgæti
fyrir þá, enda hafði frænka hans leyft
lioninn það.
Rétt á eftir var Hinrik kominn út á
götuna og hvarf þar inn í litla bóka-
verzlun.
Þegar hann kom þaðan út aftur var
hann með einhvern hlut vafinn inn í
pappír og því næst hljóp liann þangað,
sem Lúðvík átti heima.
Þegar hann kom að húsdyrunum, kall-
aði hann á skólabróður sinn hárri röddu.
Lúðvík kom samstundis hlaupandi niður
þrepin og áður en hann gat komið með
nokkra spurningu fékk Hinrik honum
þetta, sem hann var með og hvarf jafn-
skjótt á brott.
Lúðvík leysti umbúðirnar utan af þess-
um dularfulla böggli, undrandi, og sjá
'— spánnýtt reikningsspjald með skýr-
um, rauðum strikum blasti þá við augmn
hans.
Hann hljóp út úr húsinu til að þakka
hinum góðviljaða félaga sínum fyrir gjöf-
ina, en hann var þá allur á bak og burt.
En þegar Lúðvík var kominn upp í
litla herbergið spennti liann greipar í
þakklátum liuga og bað:
„Góði Guð, blessaðu hann Hinrik vin
minn!“
Hinrik og Lúðvík hafa verið vinir alla
æfina og aldrei liafa þeir gleymt reikn-
ingsspjaldinu sem brotnaði.
(Sj. J.).
VOR (í Danmörku)
Nú vakna skógar, skrýðast björk og eik
og skœran fuglar hefja róm,
og þýSir vindar strjúka Ijúft í leik
um lauf og blóm.
Eg vildí eg fengi flutt þig, skógur, heim
í fjallahlíS og dalarann,
svo klœfia mœttir m,old á stöSvum þeim,
sem mest eg ann.
Og gœti eg mér í heitan
hringstraum breytt,
eins heitan eins og blóS mitt er,
þú œttarland, og straummagn
streymdi og heitt
við strendur þér.
Og gœti eg andaS, eins og heitur blœr
um alla sveit meS vorsins róm,
þá skyldi þíSast allur ís og snœr,
en aukast blóm. (