Ljósberinn - 01.06.1947, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 01.06.1947, Blaðsíða 7
LJÓSBERINN 79 HVAÐ MUN ÞÁ BARN ÞETTA VERÐA? Barnaræða eftir séra Gunnar Arnason frá Skútustöðum Hvað mun þá barn þetta verða? Svona spurði fólkið, þegar Jóhannes skírari var umskorinn, — það svarar til þess, þegar börn eru skírð nú á dögum. — Þú veizt, að merkileg vitrun liafði átt sér stað í sam- bandi við fæðingu Jóliannesar, og þarna, þegar Jóhannes var skírður, fékk faðir lians aftur málið á undursamlegan hátt. Það var því engin furða þó að fólk horfði forvitið og undrandi á þennan litla dreng og spyrði: Hvað mun þá barn þetta verða? Það bjóst vafalaust við því, að Jóhann- es yrði eitthvert mikilmenni með tírnan- um og sérstakur ástmögur Guðs. Það varð hann líka eins og þið víst öll vitið. Einu sinni sagði Jesús það um Jóhannes — að enginn af konu fæddur — þ. e. eng- inn maður, væri honum meiri. Það var ekkert lítilsvert að fá þann vitnisburð af munni Jesú. En ef þú liugsar um sögu Jóhannesar, þá sérðu, að það sem gerði liann svo mik- inn var ekkert af því, sem að flestir sækj- ast mest eftir, og jafnvei þú kannt að hugsa að sé sælast og mest í lífinu. Jóhannes var ekki ríkur maður. Þeg- ar hann var að prédika, þá var hann klæddur kápu úr úlfaldahári — og það var ákaflega fátæklegt. Og hann lifði á villihunangi. Minna gat það ekki verið. Ekki var Jóhannes heldur voldugur, þann veg að liann réði miklu í landinu. Það var alveg síður en svo. Þegar kon- ungurinn reiddist við hann lét hann varpa Lúk. 1, 66. honurn í fangelsi og síðan taka hann af lífi, án þess að nokkur hreyfði hönd eða fót honum til bjargar, því að Jóliannes átti ekki neina vini, sem að máttu sín neins á hærri stöðum. Hvað var þá það sem gerði Jóhannes mikinn ? Það, hve hann var sannur og góður maður. Sannur var liann, af því að hann var trúr því sem hann taldi satt og rétt og gott — hvað sem hver sagði, og liver sem í hlut átti. Og lilýðnaðist þannig rödd Guðs í brjósti sínu — samvizkunni — alveg fram í dauðann. Góður var liann vegna þess, að hann hugsaði ekki fyrst og fremst lun sjálf- an sig, heldur bar hann heill annara manna, og jafnvel þjóðar sinnar fyrir brjósti. Og þá lét hann sér að sjálfsögðu annast um þá, sem áttu sérstaklega bágt. Nú áttu að skilja, hvað það er í raun réttri að vera mikilmenni. Vondur maður er aldrei mikilmenni — hvað voldugur eða ríkur, sem hann er — þó hann sé konungur eða einræðis- herra, milljónamæringur eða heimsfræg- ur listamaður. Verulega góður maður er liins vegar æfinlega mikilmenni, þó liann sé fátæk- ur og vesæll — og þó að lionum sé jafn- vel útskúfað af heiminum, og hann meira að segja tekinn af lífi eins og þeir báðir Jóhannes og Jesú Kristur.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.