Ljósberinn - 01.06.1947, Blaðsíða 22

Ljósberinn - 01.06.1947, Blaðsíða 22
94 LJ Ó SBERINN /v\ Ur óöcýiA Lriótmlohóins x. Upphaf kristniboðs Dana. Nú eru liðnar rúmar tvær aldir síðan Danir sendu kristniboða til heiðingja í fyrsta skipti í lútherskum sið. Danmörk var þá miklu voldugra og víð- lendara ríki en nú. Þá áttu Danir skipa- stól mikinn, bæði herskip og kaupskip; voru þau á sveimi í öJIum höfum, því að þá áttu þeir nýlendur á Gullströnd- inni í Afríku, í Vesturheimseyjum og á Indlandsströndmn. Á þeim ferðum kom- ust Danir í kynni við heiðna menn á öllum þessUm slóðum. Það er því skiljan- legt, að sú hugsun gæti vaknað hjá þeim, hvort danska kirkjan ætti ekki kristni- boðsstarf fyrir höndum í þeim löndum. Friðrik liinn fjórði var þá konungur Dana. Það var einu sinni í marzmánuði 1705, að konungur var venju fremur sokk- inn niður í djúpar hugsanir. Hann var nýbúinn að halda fund með ráðgjöfum sínum uin ríkismálefni. Danir áttu þá í höggi við Karl XII. Svíakonung og úr erfiðum vandamálum að ráða. Á ráðstefn- unni las konungur upp ýmsar bænarskrár, sem honum höfðu sendar verið. Nú lét Drottinn eina af þessum bænarskrám verða bænarskrá af hendi heiðingjanna. Ilún var frá danskri ekkju austur í Ind- Iandi, sem beiddist styrks sér til handa og fimm börnum sínum. Maður hennar hafði tekið sér bólfestu í Trankebar, land- námi Dana á Indlandi. En heiðnir ná- grannar hans höfðu gert aðsúg að hon- um og drepið hann og elzta son þeirra hjóna. Þetta raunamál bar nú konan og móðirin upp fyrir konungi sínum, og bað hann ásjár, og konungur veitti henni þann styrk, er hún beiddi. En bænarskrá þessi vakti eftir á aðr- ar hugsanir hjá konungi; lionum þótti eigi nóg að veita ekkjunni það, er hún beiddi, lieldur fór.hann að velta fyrir sér villu þeirri og volæði, sem hinir heiðnu þegnar hans þar eystra yrðu við að liúa. Hann lagði nú fyrir framan sig lands- uppdrátt af Kórómandelströndinni, þar sem Trankebar liggur. Á yngri árum sín- um hafði konungur kennt í brjósti um heiðingjana þar, því að þeir voru eins og lijörð án liirðis, andlega og líkamlega volaðir. „Þarna búa heiðnir menn“, sagði kon-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.