Ljósberinn - 01.06.1947, Blaðsíða 28
100
LJÓ SBERINN
regluþjónninn tautaði eitthvað í skeggið
uin snáða, sem þyrfti að fá duglega ráðn-
ingu. Svo stakk hann bókinni í vasann
og þranunáði yfir á götuhornið. Okumað-
urinn náði í hattinn, strauk yfir óhrein-
indi á honum með hendinni og setti hann
síðan upp. Síðan klifraði hann upp í
vagninn og sló í liestana.
Meðan þetta gerðist komst Jim í nokkr-
um stökkum yfir'á gangstéttina hinum
megin götunnar. Hann liljóp spölkorn eft-
ir gangstéttinni og stökk allt í einu gegn-
um opið garðshlið, án þess að aðgæta
hvort hann væri eltur. í skoti undir dyra-
tröppum kastaði Iiann mæðinni og hugs-
aði ráð sitt. Honum var ljóst, að hann yrði
að komast heim. En umfram allt varð
hann að gæta þess, að „King“ kæmist ekki
á slóð lians. Þegar hann hafði hvílt sig
um stund og gengið úr skugga um, að
hann væri ekki eltur, gekk hann út að
garðveggnum.
Hann var að þreifa fyrir sér eftir út-
gönguhliði, þegar hurð var skyndilega
opnuð í húsinu og hár og sver maður
spurði hranalega, Iivað hann væri eigin-
lega að gera.
Jim sá strax að erfitt myndi að út-
skýra nærveru sína. Hann þaut því á stað
eins og elding. Maðurinn kallaði eitthvað
inn í liúsið og innan stundar voru tveir
menn á hælum Jims. En hann virtist
vera genginn í gildru, því að á allar hlið-
ar voru háir mxirveggir. Hann kom hvergi
auga á hlið. Aðeins einn möguleiki virt-
ist hugsanlegur. Kassarusli hafði verið
hlaðið upp við múrinn. Efsti kassinn náði
upp fyrir veggbrúnina. Léttur, eins og
íkorni, þaut Jim upp kassahrúguna í
þeim tilgangi að komast út á götuna. Allt
gekk vel til að byrja með, en þegar liann
var kominn nokkuð hátt upp fór staflinn
að braka og riða. Mennirnir voru nú
komnir rétt að kassahrúgunni. Jim tókst
með herkjubrögðum að stökkva svo langt,
að liann náði með fingurgómunum í múr-
brúnina, en kassaruslið valt með braki og
brestum í fang ofsóknarmannanna.
Hinuin megin við vegginn var skúrþak.
Jim renndi sér ofan á það og kom nú
ofan í húsagarð. Var liann sloppinn? Tæp-
lega. Óvinir lians lirópuðu og skömmuð-
ust liandan við vegginn. Hann vissi, að
eftir augnablik yrðu þeir komnir yfir
um. Hann yrði að leita fyrir sér og reyna
að komast út á götuna. Nokkur augnablik
stóð hann kyrr og liugsaði ráð sitt. Allt
í einu heyrði hann lágt blístur við kjall-
aradyr skammt frá. Þar stóð ungur mað-
ur eða réttara sagt stór drengur.
„Flýttu þér hingað, ég skal hjálpa þér“,
sagði hann. Jim hikaði, en það var eitt-
hvað það í fari drengsins, sem vakti traust
á honum, svo að hann ákvað að hlýða
lionum.
„Komdu, hér förum við inn. Þetta var
annars meira brakið. Var lögreglan á eft-
ir þér?“
Röddin var vinaleg og Jim byrjaði að
stama út úr sér skýringu á öllum mála-
vöxtum. Drengirnir þreifuðu sig áfram
gegnum dimman kjallara, og að lokum
komu þeir á rúmgóðan stað, þar sem
gaf að líta rykugan kjallaraglugga. Nokkr-
um kössum var raðað þarna í hring og
niður jnr loftinu hékk gamall olíulampi.
Þetta var sýnilega „herbergi“ unga
mannsins. Þeir settust á sinn kassann
hvor.
„Ég heiti Timothy Regan“, sagði
(