Ljósberinn - 01.06.1947, Side 21

Ljósberinn - 01.06.1947, Side 21
LJÓSBERINN 93 lionum var nú ennþá þyngri, og varð liann að taka á öllum þeim kröftum sem hann átti, til þess að verjast því að hljóða. Þegar svo slöngurnar fóru klukkan tólf, brakaði í allri höllinni eins og hún væri að hrynja. Og svo varð dauðaþögn. Næsta morgun fór hann snemma á fæt- ur til að heimsækja vini sína, álftirnar. En þegar hann opnaði dyrnar, mætti hon- imi hópur af þjónum, bæði konur og menn. Og á eftir þeim komu þrjár skraut- klæddar jómfrúr. „Við erum slöngurnar og álftirnar“, sögðu þau. „Þú hefur leyst okkur úr álögum, sem bundu okkur við þessa höll. Nú getum við farið aftur lieim til föður okkar, sem elskar og þráir okkur. Fyrir alla þína miklu hjálp, sem þú liefur veitt okkur, gefum við þér þessa höll með öllu, sem í henni er“. Svo' kvöddu þær hann og settust svo inn í fallegan vagn og óku burt. En fiðlarinn settist ekki að í höllinni. Hann lét þjóna sína spenna tvo fallega liesta fyrir fallegan vagn og aka sér til konungshallarinnar, ánægður yfir sigrin- um og vongóður um, að prinsessan tæki sér nú vel. Kóngurinn fagnaði lionum vel, kallaði á dóttur sína og sagði: „Sjáðu, dóttir mín! Hér kemur brúð- gumi þinn. Nú á liann höll og nóg ríki- dæmi til þess að sjá vel fyrir þér. Nú verður þú að taka honum vel, og fara með honum“. En prinsessunni fannst fátt um, því hún var ákaflega heimtufrek og hún sagði: „Nei! Mér nægja ekki þau auðæfi sem hann hefur eignast nú. Hann verður að sækja peningana, sem keisarinn í Mar- okko hefur skuldað okkur svo lengi. Það eru mikil auðæfi“. Kóngurinn reyndi að tala um fyrir henni, en liún lét ekki undan og svo fór, eins og svo oft áður, að hún varð að fá vilja sinn. Og fiðlarinn varð enn að hefja nýjan leiðangur, og var nú mjög áhyggju- fullur. Utan við höllina mætti hann gamla manninum. „Hvað er það nú, sem angrar þig?“ sagði hann. Fiðlarinn sagði honum, livað nú væri heimtað af sér. En til þess að sækja alla þá fjársjóði yrði maður að hafa heilan herflota til að sigla þangað og lieyja stríð. Og til þess mundu ekki öll auðæfi undra- hallarinnar lirökkva. „Þú skalt ekki missa kjarkinn, lags- maður“, sagði gamli maðurinn. „Farðu nú heim í liöll þína og sæktu þér nóga ferðapeninga. Legðu svo á stað, hug- hraustur, til strandarinnar. Á leiðinni muntu mæta nokkrum hraustum félög- um. Taktu þá með þér, og þú munt liafa mikið gagn af þeim“. Þá fékk fiðlarinn kjarkinn aftur. Hann fór svo heim í liöll sína, fyllti alla vasa með peningum, og lagði svo á stað til strandar. Leið lians lá í gegnum skóg, sem var langur og dimmur. Þegar hann var kom- inn nokkuð á Ieið, lieyrði hann brak og bresti, eins og stór tré væru að brotna. Og þegar Iiann kom nær, sá hann mann, sem sleit upp livert tréð af öðru með rótum, eins og liann væri að reita arfa. Hann hlóð þeim í köst, og seinast tók hann vænt eikártré og vafði því utan um köstinn, eins og það væri reipi. Framh.

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.