Ljósberinn - 01.06.1947, Blaðsíða 12

Ljósberinn - 01.06.1947, Blaðsíða 12
84 LJÓSBERINN Við Heklu kannist þið öll, það er áreið- anlega ekki til það mannsbarn hér á landi sem ekki hefur heyrt hana nefnda, enda er hún eitt frægasta eldfjall heims- ins. Og fagur var sá skrúði, er hún var íklædd, áður en gosið hófst hinn 29. marz. En nú hefur Hekla lilotið drottn- ingarnafnbót og hyggst að gæta hennar vel. „Kórónan hún var kaldur snjár“. Og þessarar kórónu liugðist Hekla gæta vel, hún tók hana ofan og lét hana á af- vikinn stað, þar sem enginn mun finna hana. Síðan tilkynnti hún landsmönn- um hátíðlega með snöggum landskjálfta- kipp, að nú ætlaði lxún að sýna þeim vald sitt og mátt. HiS 23. Heklugos, órxð 1947, var hafift. Náttúruöflin í hinum mikla mætti sínum sýndu okkur, sem nú lifum, hversu lítil við í raun og veru er- um. Við stóðum agndofa og nær skelf- ingu lostin yfir hamförum náttúrunnar. Því á „friðartímum“ er Hekla ákaflega vinaleg, en nú var öðru máli að gegna. Hamfarir náttúrunnar voru svo miklar, að nábúarnir fylltust óbeit á þessari drottningu eldfjallanna, sem svo lengi hafði hlíft þeim við valdi sínu. Henni hafði þótt mennirnir nokkuð nærgöngulir við sig hin síðari ár. Þeir voru alltaf að klifra og gera einlivers konar jarðfræðilegar rannsóknir. En hún kærði sig ekkert um að vera rannsökuð, hún vildi vera hin gamla dularfulla Hekla, sem þjóðin liafði skolfið fyrir í þúsund ár. Og nú datt lienni í liug að hrista af sér þessar mannskepnur fyrir fullt og allt, og fór að gjósa. En þá fyrst ofbauð hinni öldnu drottningu. Hún nötr- aði af reiði. En alltaf fór versnandi. Nú voru mennirnir farnir að sveima í kring- um liana eins og flugur og í stríðum straumum stefndu þeir upp að henni. Hún tók snöggt viðbragð, en síðan kom þögn. Hún kom livorki upp stunu né hósta fyrir reiði. Svona djarfir höfðu mennirnir aldrei gei’zt fyrr. Umhverfi Heklu er greinilega mei'kt henni. Alls staðar skiptast á hraun, svo langt sem augað eygir. En þið megið ekki halda, að það séu gróðurlaus hraun með nökturn klettum. Nei, fjölbreytni og feg- urð gróðursins er óvíða meiri en í hraun- unum. En nú er þetta breytt, allt, er hulið grábláu öskulagi og gróðurinn nær ekki að xyðja því frá. Það mun verða auðnar- legt í kringum Heklu í sumar.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.