Ljósberinn - 01.06.1947, Blaðsíða 26

Ljósberinn - 01.06.1947, Blaðsíða 26
98 LJÓSBERINN dauðaþögn á alla og menn hlustuðu meS athygli. Barnardo Iiélt áfram máli sínu: „Kona þessi lieitir móSir Brown. Hiin leitar uppi börn, hvar hún fær þau veit enginn. Hún geymir þau í argvítugri kjallaraholu. SpyrjiS nábúa hennar, hvernig hún fer meS börnin. Hún fer liræSilega meS þau, sveltir þau og lemur. Svo þegar tækifæriS býSst, leigir hún þau eSa selur hæstbjóSanda. ViIjiS þiS taka hennar málstaS? Ég fann þrjú börn hjá henni. Eitt þeirra lá fyrir dauSanum, vafiS innan í tuskur, og ekkert var gert til aS lina þjáningar þess. Ég tók börnin meS mér til Stephney. Og þaS er þess vegna, sem hún ræSst á mig. GerSi ég ekki þaS, sem mér bar aS gera?“ „Jú, jú! Vissulega!“ Barnardo leit í kringum sig eftir móS- ur Brown, en hún var liorfin. Nú fyrst varS honum þaS ljóst, aS hann liafSi sagt henni, livaS hann héti og hvar börnin voru. Hann varS á einn eSa annan hátt aS koma í veg fyrir, aS hún næSi stúlk- unum aftur á sitt vald. Smátt og smátt dreifSist mannfjöld- inn. Nokkrum dögum síSar komu bænda- hjón í heimsókn til Barnardos. Þau höfSu átt dóttur, en misst hana, og nú voru þau komin til aS biSja Barnardo um litla stúlku til fósturs. Konan var meS föt látnu stúlkunnar sinnar meS sér. Barn- ardo athugaSi skrána yfir börn hælisins. Allt í einu datt honum í hug litlu stúlk- urnar frá móSur Brown. Hann lét senda eftir þeim. Konan varð strax hrifin af þeirri yngri. En hvernig var nú meS föt- in, voru þau mátuleg? Hún hafSi ákveðið að láta fötin vera nokkurs konar tákn frá æðri máttarvöldum. Hún fór með barnið inn í annað herbergi til að máta hana í fötin. Skömmu síðar kom hún aftur ljóm- andi af gleði. „Sjáðu, Charles“, sagði hún við mann sinn. „Fötin af Maríu eru alveg mátu- leg á hana. Er hún ekki indæl? Nú höf- um við fengið Maríu okkar aftur“. „Já, en líttu á hina. Hún er líka indæl!“ Endirinn varð sá, að hjónin tóku báð- ar stúlkurnar. Nú eignuðust litlu stúlk- urnar friðsælt og gott heimili, og það voru mikil viðbrigði frá því, sem áður hafði verið. Barnardo gat veriö hreykinn af „barnaráni“ sínu frá móður Brown. XXVII. „Blótsami-Jens“ kemur aftur til sögunnar. Nú fóru góðir tímar í liönd fyrir Jim. Hann dvaldi lijá Jones-hjónunum, sem létu allt eftir honum og tilbáðu hann. Hann þurfti ekki lengur að örvænta um næsta næturstað og nú hafði hann fasta atvinnu. Á hverjum morgni líeimsótti hann barnaheimilið í Stephney Causeway, þar sem hann átti marga góða vini og allt- af var eitthvað nýtt að heyra. Daglega bættust nýir lieimilisleysingjar í hópinn. Jim hafði mikla ánægju af að lijálpa hinum nýkomnu til að átta sig á hlut- unum. Þegar morgunbænum var lokið, en þær flutti Barnardo ætíð sjálfur, lagÖi Jim af stað til vinnu sinnar. Hjá skóburst- unarskrifstofunni var alltaf á hverjum morgni hópur af drengjum, sem biðu eft- ir umsjónarmanninum, er afhenti kass- ana þeirra. Jim undi vel við að bursta skó manna.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.