Ljósberinn - 01.06.1947, Blaðsíða 10
82
L J Ó SBERINN
aSeins með því, að skemmta þér, lieldur
engu síður með því að muna eftir honum,
sem gaf okkur jólin. Reyndu að vera
öðrum góður og gera öðrum gott í nafni
hans — fyrir hann.
Þá ertu og verður þú góður maður.
Þú hefur lieyrt nefnda dýrlinga — það
eru þeir menn og konur, sem hafa verið
sérstaklega góðir að dæmi Jesú Krists. í
mörgum kaþólskum kirkjum eru myndir
af slíkum dýrlingum í gluggunum — og
þegar ljósið skín í gegnum myndirnar er
það dýrðleg sjón, og unaðsleg birta í kirkj-
unni.
Einu sinni var lítil stúlka inni í svona
kaþólskri kirkju og horfði hrifin á þess-
ar myndir í kirkjunni. Svo spurði hún
livaða myndir þetta væru. „Það eru dýrl-
ingarnir“, var henni svarað. — „Svo, þá
veit ég það. Dýrlingar eru þá fólk, sem
lætur Ijósið skína í gegnum sig“.
Þetta var sannarlega fallegt og gott
svar. Sannur dýrlingur er sá einn, sem
á svo mikið af heilögum anda Drottins,
að hann endurspeglar hugarfar hans með
orðum sínum og gerðum.
Allir dýrlingar voru einu sinni lítil
börn eins og þið — og menn spnrðu:
Hvað mun barn þetta verða? Sennilega
datt engum þá í hug, að þau yrðu svo mik-
il að þau yrðu dýrlingar. En síðar urðu
þeir svo hrifnir af Jesú, og leituðust svo
við að vera lionum geðþekkir, að þeir
urðu hlátt áfram dýrlingar.
Ilvort sem þið verðið nú dýrlingar eða
ekki, þá vona ég, að ljós Guðs anda lýsi
ætíð inn í sálir ykkar og endurspeglist
meira eða minna í orðum ykkar og at-
höfnum.
Eg óska að úr ykkur verði góðir menn
og konur, sem alltaf langa til að gera
eitthvað fallegt, að dæmi Jesú Krists —
sem gerði alla hluti vel — og var öllum
eins og góður bróðir.
Já — þetta átt þú að reyna að muna
úr þessari ræðu. —
Þegar þú eða aðrir eru að liugsa um,
livað þú munir verða — þá á þig framar
öllu að langa til að gera allt vel — hvað
sem þú kannt að gera — og vera ástúð-
legur og umhyggjusamur í garð annarra
-— eins og sannur bróðir þeirra eða systir.
Þá elskar Drottinn þig og Guð liefur
alltaf velþóknun á þér. Og það er hin
sanna gæfa.
Guð gefi þér slíka þrá alla æfina. —
Amen.
Fyrir hvern tló Jesús?
Kennslukona við sunnudagaskóla hafði
verið að útskýra fyrir börnunum píslar-
sögu Jesú Krists og þýðingu liennar, vildi
fá að vita, livort þau hefðu skilið sig rétt.
Spurði hún því börnin:
„Hvers vegna varð blessaður frelsar-
inn að líða þetta allt og deyja á krossin-
um?“
„Hann leið þetta fyrir okkur mennina“,
svöruðu mörg börnin, „liann bar syndir
okkar npp á krossinn“.
„Mig langar til að þið segið þetta með
dálítið öðrum orðum“, svaraði kennslu-
konan.
011 börnin þögðu, þangað til lítill
drengur stóð upp og sagði með mikilli
alvöru: „Hann dó fyrir mig; hann bar
mínar syndir upp á krossinn“.