Ljósberinn - 01.12.1960, Page 3

Ljósberinn - 01.12.1960, Page 3
^ÁO. árg., 10.—12. tbl. Jsjcslíerinn J ólin 1960 FJÁRHIRDIRINN ra BETLEHEM Jom letgióaffa Eftir veginum frá Jerúsalem til Gasa hljóp unguf maður sem fætur toguðu. Það var engu líkara en að hann væri að hlaupa undan óð- um óvini eða óargadýrum, — Svitinn stóð eins og perlur á enni hans. Hann var spreng- móður og blóðþrunginn í andliti, og hárið mikið og dökkt flaksaði um háls hans og herð- ar. Nafn hins unga manns var Ben-Huri og hann var fjárhirðir frá Betlehem. Það var auðsætt, að eitthvað hræðilegt þrengdi að honum. Varir hans skulfu og társtokkin aug- un störðu hvasst eftir veginum. Stundum var sem eldur brynni úr þeim og yfir svipfrítt andlitið brá þó einbeitni og kjarki. Ung,i maðurinn hljóp áfram hvíldarlaust. Aldrei gaf hann sér tima til að fá sér eipa fíkju af trjánum við veginn eða til að svala þorsta sínum eða kæla hitabrunann á enni sínu í lækjum, sem urðu á vegi hans. Hann nam heldur aldrei staðar til að kasta kveðju á þá, er hann mætti á leið sinni. Allir þeir, sem mættu honum, og aðrir sem sáu til ferða hans, horfðu með undrun á þenn- an unga mann, sem hljóp svo mjög. Þessum manni hlýtur að liggja mikið á, ekki er vert, að við tefjum hann með kveðju okkar, sögðu þeir. Seint um kvöldið kom hann til Gasa og dróst þá með naumindum heim að húsi Sidi- Hamans, kaupmanns, Kápa hans hélzt varla utan á honum og blóðið lagaði úr nöktum fót- um hans eftir steinnibbur á veginum. í blómgarði við húsið var mær ein ung og vökvaði blómin. Naómi litla, systir mín, kallaði Ben-Húri um leið og hann opnaði hliðið og gekk dnn í garð- inn. — Friður sé með þér. Mærin unga hrökk við, rak upp gleðióp og hljóp upp um hálsinn á honum. — Þú kominn hingað, elsku bróðir, sagði hún himinglöð, Friður sé með þér. En hún hrökk samstundis óttaslegin aftur á bak, er hún sá angistarsvipinn á honum. — Ég er aðframkominn af hungri og þorsta. Hefur þú nokkuð til matar? Mærin leiddi hann að grasbekk þar í garð- inum og sótti í skyndi brauð, hunang og vín- berjasafa, er hún færði honum. Þau sátu bæði þögul meðan ungi maðurinn nærði sig, að því loknu mælti hann: — Ég er kominn hingað til að kveðja þig fyrir fullt og allt, systir mín. Á morgun verð ég líflátinn á Golgatahæðinni í Jerúsalem. Unga stúlkan varð yfirkomin af skelfingu við þessi orð og lá við sjálft, að hún félli í ómegin. En Ben-Húri tók mjúklega utan um hana. — Ég ætla að segja þér allt af létta, mælti hann. í Betlehem er grátur og kvein, því böðl- ar Heródesar konungs ganga hús úr húsi og LJDBBERINN 135

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.