Nýtt kirkjublað - 01.01.1910, Page 11
NÝTT KIRKJUBLaÐ
7
9 vetri fór ég að fá eins og sturlunarköst og angursemi, svo
töluverð brögð urðu að. Imyndaði ég mér að ég væri kom-
inn í ónáð við guð, og tók því helzt til ráðs, að lesa oft og
rækilega bænir mínar og vers, og forðast rímur og sögur.
Einu sinni inti móðir mín mig eftir, hversvegna ég væri svo
leiðindagjarn og angurvær, en ég þorði ekki að segja henni
alt eins og var og eyddi því málinu. Því eitt sinn áður hafði
ég árætt að spyrja hana, hversvegna mér og öðrum leiddist
þegar maður væri einn. Hún svaraði skjótt og heldur þur-
lega: „Unglingum leiðist aldrei ef þeir hafa guð fyrir aug-
um og lesa bænir sínar; þá þarf ekkert að óttast“. Þá bættist
og það við, að ég sá (eða þóttist sjá) álfa og ófreskjur einkum
á nóttum i baðstofunni, við rúm mitt, eða úti fyrir glugga, sem
var beint á móti mér. „Lítt’ upp, lítt’ upp!“ varégþá van-
ur að kalla til þess bróður nn'ns, sem svaf hjá mér. Þeir
sáu ekkert, heldur striddu mér og lásu mér til stríðs sögur,
sem ég var smeikur við, svo sem sögur af Þorsteini skelk,
Þorsteini bæjarmagn, Ármanni og fl. Smásaman rénaði þessi
ótti, en þó fylgdu mér lengi dutlungaköst og kynlegar mynd-
anir.
Kerling var á bænum furðu fróð í allri forneskju, sagði
hún okkur óspart frá vitrunum sínum og annara, og slædd-
ust ósviknar afturgöngusögur með, þótt móðir okkar marg-
bannaði henni að hræða okkur með drauga- og draumarugli.
Reyndar lá þá enn í lofti þar um sveitir ekki svo lítið af
hinni mögnuðu álfa- drauga- og undratrú fyrri tíma, og alls
ekki var laust við að foreldrar okkar sjálfir ætti töluvert í
fórum sínum af sömu trú, enda hafði móðir okkar í æsku
verið upj)alin hjá Eggert í Hergilsey langafa sinum, einum
merkasta bændaskörung, sem þá var á Vestfjörðum, en alþýða
kallaði að tnjög væri lagið að koma fyrir afturgöngúm —
eins og sagt var um Gretti.
En nú leið að tímaskiftum fyrir mér. Mislingasumarið
lágum við börn öll í kös, ég dróst lengst og skyldi smala.
Kaupakona fróð og hugulsðm réð þá mestu innanstokks og
hældi mér á hvert reipi; herti ]>að mig ekki litið til verklegr-
ar framgöngu, að hún spáði mér því, að ég mundi verða
stúdent, þá prestur og loks prófastur! Síðasta sumarið sem
ég var í foreldra húsum var ég léður að bæ þar í firðinum,