Nýtt kirkjublað - 01.01.1910, Síða 17
NYTT KIRKJUBLAÐ
13
lesadinn sé honum stundum ósamþykkur og leyfi sér að setja
spurnarmerki við sumt af því sem hann segir. Þeir sem
lesið hafa „Þýðing trúarinnar" vita hvernig kennimaður Skov-
gaard Petersen er, hversu alt beinist þar að hinu raungæfi-
lega (praktíska), hversu hann er frásneyddur öllu skýjaflugi,
en heldur sér við jörðina, stendur báðum fótum í mannlífinu
miðju og tekur dæmi sin þaðan. Þetta síðasttalda er styrk-
leiki hann, og það er öllu öðru fremur það, sem gjörir bæk-
ur hans svo aðlaðandi og skemtilegar aflestrar.
Svo er og farið hinni síðast útkomnu bók Skovgaards
Petersens „Bók æskunnar“ („Ungdommens Bog“ eins og
titill hennar er á dönsku). Eg get naumast (að undantekinni
bók Ricards ,,Æskulíf“) hugsað mér betri betri bók að fá æsku-
lýðnum i hendur — þeim er geta lesið dönsku — en einmitt
hana, og væri mikið gefandi fyrir að eiga hana í góðri ís-
lenzkri þýðingu. Bókin er í þremur höfuðköflum (er aftur
skiftast í minni kafla). Fyrsti kaflinn er um „æskulýðinn og
guðsríki“. Annar kaflinn um „uppvaxtarárin“ og þriðji kafl-
inn um „byltinga-árin“, (1) þegar hinir andlegu hæfileikar vakna,
2) þegar samvizkulífið vaknar og 3) þegar ástalifið vaknar). Rúm-
ið leyfir ekki að rekja innihaldið neitt frekar eða tilfæra neitt af
hinum mörgu dæmum úr lífinu, sem bókin er svo auðug að,
svo freistandi sem það þó hefði verið, enda var tilgangurinn
með línum þessum einvörðungu sá, að vekja athygli manna
á bókinni og hvetja menn til að eignast hana og lesa.
J. H.
Séra Jón Bjarnason.
„Lögberg“ segir frá heiðurssamsæti sem þeim hjónum
séra Jóni og frú Láru befir verið haldið 15. nóvember, i
kirkju hins fyrsta lúterska safnaðar i Winnipég-
Séra Jón kemur alfarinn frá íslandi á áliðnu sumri 1884,
og sezt hann þá að í Winnipeg og söfnuðurinn stofnast og
upp úr því Kirkjufélagið. Þessari aldarfjórðungs-minning
safnaðarins var þó frestað til 15. nóvember, en þann dag
varð séra Jón 64 ára og rélt 39 ár liðin frá því þau hjón-
in giftust i Reykjavik.
Söfnuðurinn þakkaði séra Jóni i ávarpinu bæði prests-