Tímarit iðnaðarmanna - 01.04.1947, Blaðsíða 3

Tímarit iðnaðarmanna - 01.04.1947, Blaðsíða 3
Iðnaðarritið LANDSSAMBAND IÐNAÐARMANNA OQ FÉLAG ÍSLENZKRA IÐNREKENDA Fyrir 15 árum Árið 1932 var viðburðaríkt fyrir íslenzkan iðnað. Þjóðhátíðardaginn, 17. júní, var opnuð 4. iðnsýningin, sem Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík hefur gengizt fyrir. Fvrsta iðnþing ís- lendinga var sett daginn eftir og háð þrjá daga i Baðstofunni. Síðasta daginn, 21. júní, var Landssamband iðnaðarmanna stofnað og bráðabirgðarstjórn þess kosin. Var þá tekin myndin, sem prentuð er á bls. 43. Iðnsýningin var fjölbreytt og vel sótl. Hún gaf til kynna, að auk myndarlegs handiðnað- ar var að rísa upp i landinu álillegur verk- smiðjuiðnaður, sem margur hafði ijúizt við að hér gæti ekki þrifist. Vafalaust á þessi mynd- arlega sýning, fyrir 15 árum, sinn þátt í því sem áunnist hefur síðan. En öllu stærri og þýðingarmeiri spor lil efl- ingar samvinnu meðal iðnaðarmanna og fram- gangs málefna þeirra, hefði stofnun Landssam- bandsins og Iðnþingin átt að marka. Næsta iðnþing var haldið árið eftir í Reykjavík og síðan hat'a þau verið háð reglúlega annaðhvort ár. Áliugamálin hafa verið rædd þar og ýmsar ályktanir og tillögur samþykktar. Fyrstu þing- in fóru myndarlega af stað, og nú eftir 15 ár, er ekki nema lítill liluti af ályktunum þeirra •og tillögum komnar til framkvæmda. Landssambandið opnaði skristofu Iiauslið 1936 í Suðurgötu 3. Tveim árum siðar flutti það bana í Kirkjuhvol og jók þá starfskraft- ana nokkuð, en síðan liafa þeir staðið i stað. Með ársbyrjun 1936 tólc Landssambandið við útgáfu Timaritsins af Iðnaðarmannafélaginu í Reýkjavík og hefur gefið það út síðan, þar til i ársbyrjun 1946, að Félag ísl. iðnrekenda gerðist meðútgefandi og var þá nafni þess breytt. Störf Landssambandsins verða ekki rakin hér. Þau hafa mótast af samþykktum iðn- þinganna og kjöri þeirra á stjórnarmönnum. I öllum félagsskap veltur nnest á forystunni og hefur Helgi H. Eiríksson, skólastjóri, verið forseti Landssambandsins frá stofnun þess. Revnt hefur verið að halda i horfinu þó minna hafi áunnizt en æskilegl iiefði verið. Mikið starf hefur farið í iðnréttindapex. Mörg góð og merkileg mál Jnða úrlausnar og má vænta þess að Landssambandinu auðnist að lirinda þeim i framkvæmd er það kemst af gelgjuskeiðinu. Það var vorhlær í lofti iðnaðarins fyrir 15 árum. Menn fundu þörfina fvrir samstarf og sáu möguleika fyrir því, að þjóðin gæti hjálp- að sér sjálf á sviði tækni og iðju, ef góðir kraftar væru samstilltir og jarðvegurinn und- irbúinn. S. J. 25

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.