Tímarit iðnaðarmanna - 01.04.1947, Blaðsíða 5

Tímarit iðnaðarmanna - 01.04.1947, Blaðsíða 5
IðnaSarritið 3.-4. XX. 1947 Breytingar á félagslögum. Mikil breyting var gerð á lögum félagsins á árinu og mun sú breyting koma til fram- kvæmda á yfirstandandi ári. Er það nýmæli í lögum þessum að félagið skuli liafa sérstaka starfandi skrifstofu og framkvæmdastjóra. Einnig var samþykkt allmikil lækkun á fé- lagsgjöldum og verða þau nú allt að finnnt- ungi lægri en áður liefur verið. Skrifstofa félagsins. Hún hefur verið rekin með svipuðum liætti og áður. Hefur hún haft á liendi innheimtli ársgjalda félagsmanna til F.Í.I. og Y.Í., annast öll bréfaskifti félagsins, sent mánaðarlega úl skýrslur lil félagsmanna um þær breytingar sem urðu á kaupgreiðslum skv. vísitölu kaup- lagsnefndar og gefið einstökum fyrirtækjmn, sem þess hafa öskað, upplýsingar um túlkun á ýmsum ákvæðum kaup og kjarasamninga. Skrifslofan Iiefur einnig veitt aðstoð um úl- vegun á verkafólki þegar þess hefur verið ósk- að. Þá hefur skrifstofan safnað allskonar upp- Iýsingum er iðnað varða, bæði hérlendis og erlendis. Ályktanir fundarins. A fundinum voru samþykktar svohljóðandi tillögur: „Þar sem liráefnaskortur iðnaðarins er orð- inn svo tilfinnanlegur, að nokkrar verksmiðj- ur liafa þegar liaétt störfum og stöðvun er fyrirsjáanleg hjá öllum þorra verksmiðjanna, skorar fundurinn á rikisstjórnina að Idutast til um að nú þegar verði bætt úr bráefnaskorl- inum, nieð þvi að veita iðnaðinum nauðsynleg innflutnings- og gjaldeyrisleyfi." „Aðalfundur Félags ísl. iðnrekenda binn lö. maí 1947 væntir þess að háttvirt Alþingi af- greiði frumvarp til laga um fjárhagsráð, inn- flutningsverzlun og vcrðlagseftirlil á þann Iiátt, að tryggt sé að fullt tillit verði lekið til iðnaðarins við úthlutun gjaldeyris- og innflutn- ingslevfa, og lætur í ljósi ánægju yfir breyt- ingartillögum meiri hluta fjárhagsnefndar neðri deildar í þessa átt.“ „Aðalfundur F.Í.I. haldinn i Reykjavík 13. maí 1947 gerir eftirfarandi samþykkt: Fundur- inn lýsir ánægju sinni yfir þeim breytingum, sem gerðar voru á lögum Vinnuveitendafélags íslands á siðastliðnu starfsári. Væntir fund- urinn þess fastlega að framkvæmdanefnd Vinnuveitendasambands íslands sjái til þess, að lagabreytingar þessar komi til framkvæmda bið allra bráðasla. Sérstaklega leggur fundur- inn áherzlu á, að unnið verði að því að öll, eða sem flest félög vinnuveitenda, gerist nú þegar aðilar að Vinnuveiténdasámbandi ís- lands.“ Kosning trúnaðarmanna: Stjórn félagsins skipa nú: Formaður: Kristján Jóli. Kristjánsson. Meðstjórnendur: Sig. Waage, Bjarni Pétursson, H. J. Hólmjárn og Halldóra Björnsdóttir. Til vara: Sveinbjörn Jónsson og Sigurjón Pétursson. Fulltrúar í Vinnuveitendasambandi íslands: Kristján Jóh. Kristjánsson, Kristján G. Gíslason, Kristján Friðriksson. Til vara: Einar Ásgeirsson og Þórarinn Andrésson. Fulltrúar í Verzlunarráði íslands: Frimann Ólafsson, Sigfús Bjarnason. Til vara: Jón Guðmundsson, Guðm. Jóhannesson. Endui’skoðendur: Einar Pétursson og Stefán Ólafsson. Til vara: Sigurjón Guðmundsson. 27

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.