Tímarit iðnaðarmanna - 01.04.1947, Blaðsíða 17

Tímarit iðnaðarmanna - 01.04.1947, Blaðsíða 17
Iðnaðarritið 3.-4. XX. 1947 mannafélag Kristjaníu". Fleira cr og tii vitn- is um vöxt og viðgang stéttarinnar um þess- ar mundir, og má þá nefna „Tæknifélagið“, er stofnað var i Kristjaníu árið 1847 í þeim tilgangi „að styðja að aukinni þekkingu og velmegun framleiðenda höfuðstaðarins". En atvinnurekendur voru þá einkum liverskonar iðnaðarmenn. Helmingur iðnaðarmanna höf- uðborgai’innar var í félaginu. En ekki leið á löngu, unz þessi tvö félög voru sameiuuð í eilt undir stefnu „Deu norslce Haandverks og Ind:ustriforening“. Á þessu má sjá að hand- iðnaðarmenn höfðu lvomið vel fvrir sig fót- um i Noregi og báru gæfu til þess að taka höndum saman við þá, er stunduðu verk- smiðjuiðnað. En svo að við snúum okkur að verkfræð- ingunum og starfsviði þeirra í þjóðfélaginu, er sýnt, að ólíku er saman að jafna, að þvi er varðar viðgang séttar þeirra annars vegar og iðnaðarmannastéttarinnar liins vegar. Yeik- fræðingastéttin er, til ])ess að gera, á bernsku- skeiði samanborið við aðrar stéttir, svo sem kaupmannastéttina, lælcnastéttina og iðnað- armannastéttina. Tæknilegar uppfinningar og iðnbyltingar lögðu grundvöllinn að verkfræð- ingastéttinni, og hennar vej'ður fyrst vart í Noregi um miðbilc síðustu aldar. Vegagerð var meira að segja mjög frumstæð i Noregi allt fam undir 1850. Samkvæmt löggjöf um vcgamál frá 1824 áttu amtmennirnir að fara með stjórn þeirra, og það voru einkum liðs- foringjar, sem liöfðu veg og vanda af tækni- blið starfsins. Það er naumast Iiægt að tala um verkfræðinga i Noregi fyrr cn eftir 1850, er tæknin með bættum samgöngum fór að ryðja sér til rúms, að fráskildum þeim verkfræð- ingum, er lokið böfðu prófi i námufræði við háskólann. En nú hefur verkfræðingastéttin eflzt í rétlu hlutfalli við iðnaðinn. Það cr ekki um lieina jafna þróun að ræða frá liandiðnaði lil tæknilegs iðnaðar. Það kom til samkeppni milli þessara tveggja greina, og margar iðngreinar handiðnaðarmanna máttu sín ekki gegn vaxandi tækni og liðu undir lok. Af ])ví fengu lil dæmis lása-, lmífa- og nála- gerðarmenn að súpa seyðið, svo að fátt eitt sé til týnt. En þess eru líka dæmi, að liand- iðnaðarmenn hal'i fengið atvinnu innan vé- banda liins nýja verksmiðjuiðnaðar, og má þar til nefna gler- og leirvarningsiðnaðinn. En ])egar öll kurl koma til grafar, er sýnt, að handiðnaðurinn stóð aldrei höllum fæli, og má sín mikils á mörgum sviðum enn þann dag í dag. I Noregi var enginn fullkominn tæknisskóli, og framan af stóð það menntun verkfræðinga- stéttarinnar mjög fyrir þrifum. Að námafræð- inni undanskilinni, var hvorlci tæknilegum námsgreinum né skógræktar- og landbúnað- arvísindum sá sómi sýndur við háskólann, er vera bar og ákveðið hafði verið við stofn- un Iians. Auðsætt er, að norsk menning hefur beðið mikinn hnekki við þetta, þar eð fræði- mennskan var svo einhliða, lögfræðileg, guð- fræðileg eða málfræðileg, eins og bún hafði verið um hundrað ára skeið og betur þó, og' enn eimir eftir af þessu, og ber það órækt vitni um skilning þjóðfélagsins á verkfræð- ingunum sem stétt í Noregi. Iðnaðarmenn höfðu stofnað Handíða- og Iðnskóla árið 1811, en þegar stungið var upp á því árið 1833 að koma á fót tækniskólá, var daufheyrzt við. Og því var það, að Noregur fór lengi á mis við þá fræðslu í náttúruvís- indum, sem tengd eru ýmsum greinum tækn- innar. Það er ekki fyrr en árið 1855, að fyrsti vísir að tækniskóla komst á stofn, og var hann starfræktur ásamt vélasmiðju í Ilorten. En nú urðu kröfur um tækniháskóla stöðugt liáværari og loks var stofnaður tækniskóli í Þrándheimi árið 1870, og nokkrum árum síðar voru stofnaðir tækniskólar hæði i Osló og Bergen. En skólinn í Bergen var i rauninni stofnaður að frumkvæði Iðnaðármannasam- bandsins þar í borg. Þessir skólar komu þegar i góðar þarfir, ])ví að tækniþróuninni fleygði fram í Noregi 1870. íbúatala höfuðborgarinnar tvöfaldaðist á árunum frá 1875—1890, en af þvi leiddi aft- ur stórauknar byggingaframkvæmdir. Fram- lög til járnbrautalagninga hækkuðu mjög i 35

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.