Tímarit iðnaðarmanna - 01.04.1947, Blaðsíða 19

Tímarit iðnaðarmanna - 01.04.1947, Blaðsíða 19
Iðnaðarritið 3.-4. XX. 1947 ur finnur, að hann á imgsjón að verja og lifs- liáttu, sem eiga sér ævafornar rætur. Iðnaðar- mennirnir herjasl fyrir frjálsu framtaki, og þar sem athafnafrelsið er, eygja iðnaðarmenn möguleika lil frekari framfara. Auk þess herjast þeir fyrir gæðakröfunum, ef til viil flestum öðrum fremur. Hin langa og erfiða reynsla þeirra lil að skapa virðingu fyrir viss- um „lögbundnum hæfileikakröfum“ hefur í rauninni ált rót sína að rekja til vöruvönd- unar. Og á því sést, að iðnaðarmennirnir starfa á hugsjóna- og hagkvæmnigrundvelli. Um iðnaðarmennina iiefur þetta verið sagt: „Sannur iðnaðarmaður er göfug manngerð. Hann er menntur vel, hugkvæmur og lii's- reyndur, hreinskilinn, hressilegur og glaður í anda.“ Þessi lifsgleði á fyrst og fremst rót sína að rekja lil vinnugleðinnar, sem er dyggur föru- nautur iðnaðarmannsins. Verkskiptingakerf- ið, sem svo mjög er beitt um þessar mundir og miðar að þvi, að einstaklingurinn helgi sig einvörðungu einhverju sérstarfi eða verði sem smáhlekkur á umfangsmeiru starfssviði, hefur ekki enn náð til iðnaðarmannsins nema að litlu leyti. Iðaðarmaðurinn fær enn að mestu að fylgjast með framleiðslu vöru sinn- ar úr hráefnisforminu og allt til ])ess, að hún fer á markaðinn. Hann er gagnkunnugur framleiðsluháttunum og finnur, að hann er gildur þáttur athafnalífsins. Hann veit, livers virði vinnugleðin og einheiting í starfi er. Honum er alltaf ljóst, að hann fær einhverju áorkað og fær tjáð lúð bezta sem í honum býr. Hann finnur, að hann getur beitt aliri kunnáttu sinni og hæfni, og að þekking sú, sem hann hefur aflað sér sem lærlingur og sveinn, verður honum uppspretla, er hann á- vallt getur ausið úr. Því hefur oft verið haldið fram, að starf iðnaðarmannsins veitti fullnægju öllum störf- um fremur. Flest fólk starfar sem hjól i geysi- mikilli vél og lítur sjaldan árangur verka sinna, en iðnaðarmaðurinn fylgist með allri sköpun framleiðsluvöru sinnar og nýlur ánægjuunar Smiffurinn ot/ húsgagnacirkitektinn ræðast viff í verksm i ff junni. af því að liafa búið lil gagnlegan hlut, sem her svipmót persónuleika hans og dugnaðar. En þar eð iðnaðarmaðurinn lítur á starfa sinn í ljósi hugsjónar og hagkvæmdar, eins og áður er að vikið, hætlir honum stundum lil að mikla fyrir sér þá hlið málsins, er lýt- ur að hugsjónum og arfleifð, er bundið er i viðjar vanans. Einkum bryddir á því meðal eldri iðnaðarmanna, að þeim hættir til að lifa í minningunum um forna frægð og veldi iðn- aðarmanna, þá er allt stóð með mestum hlóma. Þeim er ekki óljúft að lifa í fortíð- inni, en það gelur verið hætlulegt þróun at- vinnugreinar, ef arfgengir hættir eru látnir sitja í fyrirrúmi fyrir öðru. Þá vill það oft gleymast, að allt verður að sníðast eftir tízku hvers tíma. Tímarnir breytast, lifsvenjur með, 37

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.