Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1967, Page 20
Ajgreiðslusalur Grensásútibús Iðnaðarbankans.
arútibú og Grensásútibú eru rekin í, og nú er
bankinn að byggja yfir útibúið í Hafnarfirði á
horni Reykjavíkurvegar og Strandgötu.
Á aðalfundinum voru eftirtaldir menn endur-
kosnir í bankaráð: Sveinn Guðmundsson, Sveinn
B. Valfells og Vigfús Sigurðsson. Iðnaðarmála-
ráðherra skipaði í bankaráðið Einar Gíslaspn og
Guðmund R. Oddsson. Endurskoðendur voru
endurkosnir þeir Ottó Schopka og Þorvarður
Alfonsson.
ISnlánasjóður
Úr Iðnlánasjóði voru veitt 219 lán samtals að
fjárhæð 76,5 millj. kr., árið 1966, þar af voru véla-
lán 124 að ljárhæð samtals 29,3 millj. kr. og
byggingalán 78 að fjárhæð 36 millj. kr. Hagræð-
ingarlán og lán til breytinga á lausaskuldum í föst
lán námu samtals 10,7 millj. kr. Heildarútlán
Iðnlánasjóðs nema 194,3 millj. kr.
Tekjur Iðnlánasjóðs á árinu voru 21 rnillj. kr.
í iðnlánasjóðsgjaldi, 2 millj. kr. ríkisframlag og
13,3 millj. kr. í vöxtum og þóknun. Tekjuaf-
gangur sjóðsins nam 30,8 millj. kr., og er þá eigið
fé sjóðsins orðið 102,6 millj. kr. Á árinu voru tek-
in lán að fjárhæð 27,7 millj. kr. til endurlána.
Á s.l. ári voru samþykkt lög um breytingu á
Iðnlánasjóðslögunum, sem efla munu sjóðinn og
gera hann betur hæfan til þess að sinna hlutverki
sínu. Er þar fyrst til að taka, að framlag ríkissjóðs
er hækkað úr 2 millj. kr. í 10 millj. króna. Heim-
ild sú, sem Iðnlánasjóður hefur haft til þess að
taka lán til starfsemi sinnar, ef árlegt ráðstöfunar-
fé sjóðsins nægir ekki, hækkar úr 100 millj. kr. í
150 millj. kr. Þá er gert ráð fyrir myndun nýs
lánaflokks í því skyni að veita sérstök hagræðing-
arlán til viðbótar almennum lánum, er að mati
sjóðsstjórnarinnar teljist stuðla verulega að því að
Nýbygging Iðnaðarbankans i Hafnarfirði.
auka framleiðni og bæta aðstöðu iðnfyrirtækja til
þess að aðlaga sig nýjum viðhorfum vegna
breyttra viðskiptahátta, svo sem tollabreytinga og
fríverzlunar. Iðnlánasjóði er heimilað að taka allt
að 100 millj. kr. lán til að verja til þessa nýja
flokks hagræðingarlána.
Á yfirstandandi ári mun Iðnlánasjóður væntan-
lega veita nokkur hagræðingarlán, jafnframt því
sem lausaskuldum iðnfyrirtækja verður áfram
hreytt í föst lán hjá þeim, sem hafa hlotið til
þess samþykki sinna viðskiptabanka.
Sendum
öllum
iðnaðarmönnum
okkar beztu
ctrnaðaróskir
í tilefni
aldarafmælis
Iðnaðarmannafélagsins
í Reykjavík
BYGGINGAÞJÓNUSTA A.í.
ARKITEKTAFÉLAG ÍSLANDS
Laugavegi 26. .Sími 24344
20
TÍMARIT lONABARMANNA