Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1967, Blaðsíða 43

Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1967, Blaðsíða 43
aöarmannafélagið í Reykjavík, en aðalstarf félags- ins er nú að byggja íbúðir, sem Jrað leigir öldruð- um iðnaðarmönnum. Þessa byggingarstarfsemi hefur félagið rekið í meira en 100 ár og rekur liana af fullum krafti enn í dag. Á félagið mörg hundruð íbúðir um alla borgina. Aðsetur hefur félagið í gamalli höll, sem nú stendur í miðri borginni, umlukin húsum á alla vegu, Jrar sem áður voru grænar grundir og beykiskógar, þegar höllin var byggð fyrir meira en 300 árum. Höll- inni fylgja ýmis listaverk og fornmunir, sem eru í eigu félagsins. Ennfremur heimsótti ég Hoved- organisationen af Mesterforeninger i byggefag- ene i Danmark, en aðilar að Jrví sambandi eru félög húsasmiða- og múrarameistara utan Kaup- mannahafnar og kaupstaðanna. Sambandið starf- ar einkum sem vinnuveitendasamband bygginga- meistara, hefur með höndum gerð kjarasamninga og útgáfu ákvæðisvinnutaxta o. |). h. Ennfremur rekur það rnikla þjónustu við félagsmenn sína og hefur m. a. á að skipa 5 fagiegum ráðunautum * byggingariðnaði. Þá heimsótti ég að sjálfsögðu aðalstöðvar Danska iðnsambandsins, Hándværksrádet, og kynnti mér störf einstakra starfsmanna svo og skipulag þess. Ferðalaginu lauk svo með Jrví, að ég varði heil- um degi í heimsókn til Teknologisk Institut og var Jrar margt fróðlegt að sjá. Síðan flaug ég til Reykjavíkur sunnudaginn 13. nóvember. Skýrsla mín til stjórnar Landssambands iðnað- armanna um starfsemi og skipulag iðnsamband- anna mun birtast í heild í næsta hefti Tímarits iðnaðarmanna. Samband hárgreiðslu- og hárskera- meistara stofnaS íslenzkir hárgreiðslu- og hárskerameistarar hafa að undanförnu unnið að stofnun sambands félaganna. Dagana 23. og 24. maí s.l. voru haldnir fundir í félögunum og samþykkt stofnun Hár- greiðslu- og hárskerameistarasambands íslands, og er það aðili að Det Nordiske Dame og Herre- frisör Mesterforbund. Tilgangur sambandsins er m. a. að gæta sam- eiginlegra hagsmuna félagsmanna, að stuðla að aukinni samvinnu félaganna og kynna allar fram- farir í iðngreinunum meðal félaganna. Miðvikudaginn 24. maí var haldinn Æyrsti fundur hinna nýkjörnu sambandsstjórnar. Hana skipa: Ardís Pálsdóttir formaður, Sigurður Sig- urðsson varaformaður, Vilhelm Ingólfsson ritari, Hörður Þórarinsson gjaldkeri, Sigríður Bjarna- dóttir og Ingveldur Guðmundsdóttir meðstjórn- endur. I tilefni af stofnun Jiessa sambands kom hingað til lands varaformaður Det Nordiske Dame- oe Herrefrisör Mesterforbund, tr. Ryno Höglund frá Svíþjóð, en hann er jafnframt framkvæmda- stjóri Svenska Frisörforeningen. Sat hann fundi félaganna og færði þeim að gjöf félagsfána Sænska sambandsins. Hann sat jafnframt fyrsta stjórnar- fund hins nýstofnaða sambands. Meðfylgjandi mynd var tekin á fyrsta stjórnar- fundi sambandsins. F. v.: Sigriður Bjarnadóttir, Hörður Þórarinsson, Sigurð- ur Sigurðsson, Ryno Hög- lund, Árdis Pálsdóttir, for- maður sainbandsins, Vil- helm Ingólfsson og Ingveld- ur Guðmundsdóttir. TÍMARIT IBNAÐARMANNA 43

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.