Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Qupperneq 17

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Qupperneq 17
Gissur Sigurðsson, Reykjavík, Guðni Magnússon, Keflavík, Garðar Björnsson, Hellu, forseti Iðnþingsins. fyrsti varaforseti. annar varaforseti. og skýrði einstaka liði. Reikningunum hafði einnig verið dreift fjölrituðum til þingfulltrúa. Engar fyrir- spurnir komu fram um reikningana og var þeim vísað til fjármálanefndar. Þá var tekið fyrir 3. mál á málaskránni, fjárhagsáætl- un Landssambandsins fyrir árið 1968, og las Otto Schopka upp áætlunina og skýrði einstaka liði. Fjár- hagsáætlunin gerði ráð fyrir 255 þús. kr. greiðsluhalla á árinu. Engar fyrirspurnir voru gerðar og áætluninni vísað til fjármálanefndar. Vigfús Sigurðsson, forseti Landssambandsins, hafði framsögu fyrir 4. málinu á málaskránni, inntöku nýrra félaga. Aðeins eitt félag hafði sótt um inngöngu í Landssambandið á síðastliðnu starfsári, Meistarafélag útvarpsvirkja ,og mælti stjórn Landssambandsins með því, að það yrði tekið í Landssambandið, enda væri ekkert því til fyrirstöðu skv. lögum félagsins eða Landssambandsins. Málinu var vísað til skipulags- nefndar. Siguroddur Magnússon, rafv.m., bar fram fyrirspurn um aðild útvarpsvirkja að Landssamband- inu og Otto Schopka svaraði. Ingólfur Finnbogason hafði framsögu um innflutn- ing og tollamál iðnaðarins, 9. mál á málaskrá iðn- þingsins. Hann ræddi um þá erfiðleika, sem margar iðngreinar ættu við að etja vegna mikils innflutnings erlends iðnvarnings og misræmis í tollum á hráefnum og fullunninni vöru. Hann benti á, að taka yrði tillit til hagkvæmni þess frá þjóðhagslegu sjónarmiði, að framleiða vörurnar hér innanlands og því yrði að gera innlendum iðnaði kleyft að keppa við innflutninginn. Þá skýrði hann frá ýmsum kröfum, sem fulltrúar Landssambandsins hefðu lagt fyrir iðnaðarmálaráð- herra til eflingar íslenzkum iðnaði og yrði að vinna að lausn þeirra mála. Að lokinni ræðu Ingólfs, laust eftir kl. 17.00, sleit forseti fundi. Borgarstjórinn í Reykjavík, Geir Hallgrímsson, hafði móttöku fyrir iðnþingsfulltrúa í fundar- og mót- tökusal borgarráðs í Pósthússtræti 7 milli 17.30 og 19.30. Borgarstjórinn flutti við það tækifæri ávarp og Gissur Sigurðsson, forseti iðnþingsins, þakkaði fyrir móttökurnar af hálfu iðnþingsfulltrúa. Fimmtudaginn 28. sept. kl. 10 f. h. var annar fundur iðnþingsins settur og tekið fyrir fyrsta málið á mála- skrá þingsins, skýrsla stjórnar Landssambands iðnað- armanna til iðnþingsins. Framkvæmdastjóri Lands- sambandsins, Otto Schopka, flutti skýrsluna, en sú nýbreytni hafði verið tekin upp, að skýrslan var sér- prentuð og hafði áður verið dreift til iðnþingsfulltrúa. Fyrst í skýrslunni er gerð grein fyrir ástandi og horfum í iðnaðinum almennt og síðan skýrt frá aðstöðu stærstu iðngreinanna. Síðan var gerð grein fyrir einstökum málaflokkum, sem að hefur verið unnið á síðasta starfs- tímabili. Skýrsla stjórnarinnar er birt hér á öðrum stað í tímaritinu og vísast til hennar. Bjarni Einarsson kvað það ánægjulega nýbreytni, að gerð væri grein fyrir stöðu iðnaðarins í skýrslunni og þannig fengizt góð heildaryfirsýn yfir málin. Hann sagðist álíta, að í framtíðinni þyrfti hver starfsgrein að kanna stöðu sína og vinna síðan að því að fá við- unandi starfsgrundvöll. Ekki tóku fleiri til máls um skýrslu stjórnarinnar. Þá var tekið fyrir 5. málið á málaskrá þingsins, breytingar á lögum Landssambands iðnaðarmanna. TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 121
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.