Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Blaðsíða 28
veita innlendum kaupendum véla og tækja sömu lána-
fyrirgreiðslu, þegar þeir kaupa vélar og tæki innanlands
og erlendis.
Þá verði iðnaðarsamtökunum tryggð aðild að lána-
nefnd þeirri sem heimilar erlendar lántökur.
GæSamatsnefndir
29. Iðnþing Islendinga fagnar þeim tilraunum sem
gerðar hafa verið hjá einstökum iðnfélögum til að
koma á gæðamati á iðnaðarvinnu.
Þingið felur Landssambandsstjórn að láta kanna
hvaða aðgerðir iðnfélög hafa gert í þessu efni og und-
irbúa síðan tillögu um framtíðarfyrirkomulag gæða-
mats og leggja hana fyrir næsta Iðnþing.
Skipulagsmál Landssambands iðnaðarmanna
29. Iðnþing Islendinga samþykkir, að tillögur milli-
þinganefndar um skipulags- og lagabreytingar Lands-
sambands iðnaðarmanna verði ekki endanlega af-
greiddar á þinginu, en verði sendar sambandsfélögun-
um til umsagnar og skulu þau skila rökstuddri álits-
gerð til Landssambandsstjórnar fyrir 1. marz 1968.
Landssambandsstjórn skal undirbúa endanlegar tillög-
ur og leggja fyrir næsta iðnþing.
Utgáíu- og kynningarstarfsemi Landssambands
iðnaðarmanna
29. Iðnþing íslendinga lýsir ánægju sinni yfir Tíma-
riti iðnaðarmanna í því formi sem það nú er. Jafnframt
hvetur þingið ritstjóra Tímaritsins til að halda áfram
á þeirri braut að bæta og auka ritið til hagsbóta fyrir
iðnaðarsamtökin, og er einnig heimiluð útgáfa smærra
rits, er komi út þegar þurfa þykir.
Tryggingamál iðnaðarins
29. Iðnþing Islendinga samþykkir, að milliþinga-
nefnd í tryggingamálum haldi áfram störfum og kanni
til hlítar þá möguleika, sem eru á starfrækslu trygg-
ingafélags.
Fjármál Landssambands iðnaðarmanna
I
29. Iðnþing íslendinga samþykkir að fela stjórn
Landssambands iðnaðarmanna að vinna að því við
iðnaðarmálaráðherra, að ákveðinn hluti af iðnlána-
sjóðsgjaldinu, sem innheimt er af iðnaðinum í landinu,
gangi til starfsemi Landssambands iðnaðarmanna og
Félags íslenzkra iðnrekenda.
II
29. Iðnþing fslendinga heimilar stjórn Landssam-
bands iðnaðarmanna að hækka skatt á meðlimum sam-
bandsfélaganna til þess að afla nægilegra tekna fyrir
starfsemi Landssambandsins á næsta ári, ef ekki tekst
að afla Landssambandinu tekna eftir öðrum leiðum.
Þingsetningarræða Vigfúsar Sigurðs-
sonar
Framhald af bls. 116.
íslenzkur skipasmíðaiðnaður svo og annar iðnaður
veröur því aðeins samkeppnisfær, að hann fái tækifæri
til að verða stöðug atvinnugrein með sömu aðstöðu
beint og óbeint og erlendir samkeppnisaðilar hafa.
Á málaskrá þessa Iðnþings eru 10 málaflokkar, að
mestu eru það sömu málin og áður hafa verið rædd á
Iðnþingum - mál, sem aldrei verða útrædd eða end-
anlega frá gengið, en verða ávallt í stöðugri framþró-
un, sem þó mörgum finnst að gangi hægt.
Lög um iðnfræðslu eru að vísu nýlega samþykkt en
eftir er að koma flestum þáttum þeirra í framkvæmd.
Er það verkefni komandi ára, en æskilegt væri, að
dráttur yrði sem minnstur á að koma upp því kennslu-
formi, sem iðnskólarnir eiga að fara í.
Þá er nauðsynlegt að koma sem fyrst föstu formi á
meistarakennslu, þannig að stefnt yrði að meistara-
prófi sem undanfara meistarabréfs.
Fjármál Landssambandsins eru ávallt erfitt vanda-
mál.
Rúmur fjárhagur slíkra samtaka verður ávallt
undirstaða þeirra og ræður mestu um árangur af starf-
inu. Því er óumflýjanlegt að finna nú þegar varanlegan
tekjustofn, sem vex með vaxandi þörfum.
Væri ekki óeðlilegt að hluti af iðnlánasjóðsgjaldi
rynni til samtakanna, enda er það eigið framlagsfé
iðnaðarins til sjóðsins.
Skipulagsmál Landssambandsins hafa um skeið ver-
ið til umræðu og í athugun í milliþinganefnd.
Fyrir þessu þingi liggja tillögur að nýjum lögum
fyrir sambandið og er það von höfunda þeirra, að þau
verði, ef samþykkt verða, sambandinu að nokkru
gagni. En lög eru ekki einhlít til árangurs, hversu góð
sem þau eru. Árangurinn fer eftir starfinu, sem í það
er lagt og þeirri aðstöðu, sem samtökin veita starfs-
fólki sínu.
Fjármál iðnaðarins, innflutningur og tollamál fara
nokkuð saman en skipta miklu máli um hvort hægt er
að reka iðnað í landinu eða ekki. Þau mál verða á-
vallt á málaskrá og aldrei útrædd.
En veigamesta mál iðnaðarins er og verður, að
hann fái þann sess í þjóðfélaginu, sem honum ber, að
hann verði viðurkenndur, sem atvinnugrein til jafns
við aðra atvinnuvegi þjóðarinnar, og fólkið, sem land-
ið byggir, læri að meta það sem íslenzkt er og verði
minnugt þess að „hollt er heima hvað“.
Að svo mæltu leyfi ég mér að segja 29. Iðnþing
íslendinga sett.
132
TlMARIT IÐNAÐARMANNA