Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Qupperneq 29

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Qupperneq 29
Skýrsla stjórnar Landsambands iðnaðarmanna 9 til 29. Iðnþings Islendinga fyrir starfstimabilið september 1966 til september 1967 Skýrsla sú, sem hér birtist, er með nokkuð öðru móti en áður hefur verið. Fyrst er gerð grein fyrir ástandi og horfum í iðnaðinum í stórum dráttum og rakin þróun síðasta árs í nokkrum stærstu og þýðingar- mestu iðngreinunum, en síðan er skýrt frá einstökum málaflokkum, sem stjórn Landssambandsins og skrif- stofa hafa unnið að á starfstímabilinu. Ástand og horfur í iðnaðinum Þróun síðustu 12 mánaða hefur einkennzt af mikilli samkeppni af hálfu innflutts iðnvarnings, minnkandi heildareftirspurn innanlands vegna óhagstæðrar tekju- þróunar, samdrætti í sparifjáraukningu og um leið svo til engri aukningu útlána hjá viðskiptabönkunum og um leið rekstursfjárörðugleikum hjá mörgum iðnfyrir- tækjum. Atvinna hefur nokkuð dregizt saman, og hef- ur það einkum komið fram í minnkandi yfirvinnu eða jafnvel, að hún hefur horfið alveg. Samdráttur eftir- spurnar eftir framleiðsluvörum og þjónustu ýmissa iðngreina hefur yfirleitt fremur komið fram í styttri afgreiðslutíma en áður en ekki beinum verkefnaskorti og atvinnuleysi, þótt þess séu einnig dæmi. Ástandið hefur því breytzt verulega frá því sem verið hafði undanfarin 4-5 ár, en það tímabil einkenndist einkum af sívaxandi þenslu og umframeftirspurn á mörgum sviðum. Ekki er vafi á því, að verðstöðvun sú, sem ríkis- stjórnin lét koma til framkvæmda frá 1. nóvember s.l. hefur komið í veg fyrir miklu stórfelldari erfiðleika fyrir iðnaðinn en raun er á. Samkeppnisaðstaða flestra iðngreina gagnvart útlöndum og gagnvart öðrum iðn- greinum í samkeppni um vinnuafl hefði ekki leyft frek- ari kaup- eða kostnaðarhækkanir. Iðnfyrirtæki hafa yfirleitt ekki haft aðstöðu til þess að byggja sig þannig upp fjárhagslega í undanförnu góðæri, að þau hafi haft bolmagn til þess að mæta meiri erlendri samkeppni eða komast yfir meiri háttar samdráttartímabil. Verðstöðvunartímabilinu lýkur hinn 31. október n.k. Hvað framundan er, er afarmikilli óvissu undirorpið. Komið hefur verið í veg fyrir verðhækkanir af völdum vísitöluhækkana á tímabilinu með auknum niður- greiðslum úr ríkissjóði. Ef þeim niðurgreiðslum verð- ur hætt má vænta verulegra verðhækkana á mörgum sviðum, sem munu óhjákvæmilega breiðast út um allt hagkerfið. Flestir kjarasamningar eru nú lausir og framvinda þeirra mála óvissu háð. Á undanförnum árum hefur verið farið í sívaxandi mæli út á þá braut að greiða útflutningsatvinnuvegunum uppbætur í ýmsum myndum. Þetta hefur gert þessum atvinnuvegum kleyft að mæta innlendum kostnaðar- hækkunum. Sams konar aðstöðu hefur iðnaðurinn ekki fengið. Hann hefur orðið að bera sjálfur allar inn- lendar kostnaðarhækkanir allt frá því að gengið var leiðrétt sumarið 1961. Á sama tíma hafa tollar af margvíslegum iðnaðarvarningi jafnvel verið lækkaðir og innlendur iðnaður þannig verið gerður enn ber- skjaldaðri en áður gagnvart erlendri samkeppni. Verði áframhaldandi verðbólguþróun innanlands mun óhjákvæmilega koma til enn meiri erfiðleika í mörgum iðngreinum og gæti jafnvel farið svo, að rekstur ýmissa þeirra stöðvaðist algerlega. Slík þróun væri afar varhugaverð, því að framhjá þeirri staðreynd verður ekki gengið, að iðnaðurinn er sá atvinnuvegur, sem mun framfæra sívaxandi hluta þjóðarinnar í fram- tíðinni. Ríkisvaldið verður því að stuðla að því, að íslenzkum iðnaði séu sköpuð skilyrði til heilbrigðrar afkomu, annað mun leiða til ófarnaðar. Byggingariðnaður. Stöðugur vöxtur hefur verið í byggingariðnaðinum allt frá árinu 1961. Miðað við verðlag ársins 1966 nam fjármunamyndun í íbúðarhús- næði um 1000 millj. kr. árið 1962 og hækkaði síðan jafnt og þétt á næstu árum, var komin upp í 1500 millj. kr. árið 1965 og um 1700 millj. kr. árið 1966. Á þessu ári hefur hins vegar komið nokkur stöðnun og má ætla, að fjármunamyndunin verði litlu meiri á þessu ári en í fyrra. Búast má við nokkrum samdrætti í íbúðabyggingaf ramkvæmdum einka- aðila á þessu ári en á móti vegur, að framkvæmdir hafa nú hafizt á vegum Framkvæmdanefndar byggingaráætl- unar ríkisins en þar er gert ráð fyrir að reisa 1250 íbúðir á næstu 4 árum. Óhagstæð þróun þjóðartekna á síðari hluta síðasta árs og á þessu ári mun óhjákvæmilega leiða til minni fjárfestingar einkaaðila. Þeg- ar er farið að bera á samdrætti á innlánaaukningu banka og sparisjóða og um leið minnkaðri útlánagetu. TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 133
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.