Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Blaðsíða 30
Talsverður hlutl af ráðstöfunarfé
hins opinbera veðlánakerfis rennur
til byggingaráætlunar ríkisins og
minnka þá lánamöguleikar þeirra
einkaaðila, sem byggja á eigin spýt-
ur.
Allt þetta hlýtur að leiða til
nokkurs samdráttar í byggingariðn-
aði.
Efnahagsstofnunin hefur nýlega
gert áætlun um íbúðarþörfina á ár-
unum 1967-1971. Hefur stofnunin
gert ráð fyrir tveimur mismunandi
tilvikum í þessu sambandi. 1 báðum
tilvikunum er að sjálfsögðu gert ráð
fyrir, að íbúðarbyggingar samsvari
að fullu aukinni fíölskyldumyndun.
1 fyrra tilvikinu er síðan gert ráð fyr-
ir, að hlutfall þeirra einhleypinga,
sem geta ráðið yfir ibúð, en það er
hentugasti mælikvarðinn á batnandi
húsnæðisástand, geti aukizt jafnmik-
ið og á árunum 1960-1966, eða um
1,3% á ári. í síðari tilvikinu gerir
stofnunin ráð fyrir, að hækkun þes^a
hlutfalls verði heldur minni á næstu
fimm árum heldur en á árunum 1960
-1966, eða um 1,0%. Bendir stofnun-
in á, að eðlilegt sé, að reikna með
hægari vexti hlutfallsins, þegar það
sé orðið tiltölulega hátt, heldur en
meðan það sé lægra. Enn fremur
mun einhleypingum á aldrinum 30-
50 ára fækka á þessum árum, en gera
má ráð fyrir, að það séu fyrst og
fremst þeir, en ekki yngri og eldri
einhleypingar, sem vilji eignast eða
leigja íbúðir. Mismunur þessara til-
vika er um 100 íbúðir á ári.
Miðað við fyrra og hærra tilvik í
áætlun Efnahagsstofnunarinnar. er
þörf 1.600 íbúða árið 1967, 1700 í-
búða hvort áranna 1968 og 1969, og
1800 hvort áranna 1970 og 1971. I
reynd var fjármunamyndun í íbúðar-
byggingum á árinu 1966 talin jafn-
gilda 1750 íbúðum, en tala fullgerðra
íbúða á árinu var lítið eitt Iægri en
þetta, eða 1680. Gert er ráð fyrir. að
fjármunamyndun í íbúðum á árinu
1967 muni samsvara um 1750 íbúðum.
Tala þeirra íbúða, sem raunverulega
verða fullgerðar á árinu, er meiri
óvissu undirorpin, en búast má við,
að hún verði Iítið eitt Iægri en þetta.
B4
íbúðarbyggingar á árunum 1966 og
1967 hafa því verið talsvert umfram
þær þarfir, sem Efnahagsstofnunin
hefur reiknað með á þessum árum
og ætti því nokkur samdráttur í
framkvæmdum í stuttan tíma varla
að leiða til skorts á íbúðarhúsnæði.
Á vegum byggingaráætlunar ríkis-
ins hafa verið flutt inn nokkur til-
búin einbýlishús úr tré, sem verið er
að reisa í Breiðholtshverfi. Við þær
framkvæmdir hafa unnið erlendir
iðnaðarmenn og hefur það að vonum
Framkvcemdir við byggingar lðngarða hf.
beldu áfram á árinn og fyrsta áfanga var að
fullu lokið.
vakið nokkra óánægju meðal inn-
lendra iðnaðarmanna, þar sem verk-
efni hafa verið nokkuð af skornum
skammti. Einnig mun eitthvað vera
um erlenda iðnaðarmenn, sem viíina
við framkvæmdir við Búrfellsvirkj-
un og í Straumsvík. Fjöldi þeirra er
þó varla svo mikill, að það hafi nein
áhrif á ástandið á vinnumarkaðin-
um. Þess ber og að gæta, að á þeim
tíma, þegar allar þessar vinnuafls-
freku framkvæmdir voru á áætlunar-
stigi, var veruleg spenna á vinnu-
markaðinum og skortur á vinnuafli
í ýmsum greinum. Var það mönnum
þá áhyggjuefni hvar fá ætti vinnuafl
til þessarra framkvæmda og ráðgert
að leysa það að einhverju leyti með
innflutningi vinnuafls. Þróunin á
innlendum vinnumarkaði á undan-
förnu ári hefur þó leitt til þess, að
slíkur innflutningur hefur ekki reynzt
nauðsynlegur, nema að því er varðar
sérstaklega þjálfað vinnuafl á vissum
sviðum.
Á þessu ári hafa farið fram miklar
opinberar umræður um byggingar-
kostnað og söluverð íbúða. Hefur þar
borið töluvert á ásökunum í garð
iðnaðarmanna, um að vinna þeirra
væri of dýr og einnig að bygginga-
meistarar, sem byggðu íbúðir til þess
að selja, héldu þeim í óhæfilega háu
verði. Um þessi mál hafa orðið veru-
leg blaðaskrif og birtust í því tilefni
greinar frá Meistarafélagi húsasmiða
í Reykjavík og Meistarasambandi
byggingamanna í Reykjavík, þar sem
sjónarmið iðnaðarmanna og bygg-
ingameistara voru skýrð. Allar þess-
ar opinberu umræður vörpuðu skýru
ljósi á nauðsyn þess, að almenningur
sé betur upplýstur um eðli þessara
mála en raun er á og þarf að vinna
að aukinni upplýsingastarfsemi á op-
inberum vettvangi af hálfu samtaka
iðnaðarmanna.
Járniðnaður og skipaviðgerðir.
Um nokkur undanfarin ár hefur
Félag íslenzkra dráttarbrautareig-
enda unnið að öflun opinberrar fyr-
irgreiðslu til byggingar stórra drátt-
arbrauta hér á landi, sem gætu ann-
að viðhalds- og viðgerðaþörf hinna
nýju stóru fiskiskipa, sem kevpt
hafa verið til landsins og byggð inn-
anlands á undanförnum árum. Mál
þessi hafa notið góðs skilnings ríkis-
valdsins og hefur ríkisstjórnin beitt
sér fyrir sérstakri fjáröflun til þess-
arra framkvæmda í hinum sérstöku
árlegu fjáröflunar- og framkvæmda-
áætlunum. Fyrirgreiðsla þessi hefur
þó miðast við hámark 60% af virð-
ingarverði framkvæmda en reynslan
hefur leitt í ljós, að það hámark er
ekki nægilegt, þar sem fyrirtækin,
sem standa að þessum framkvæmd-
um eru yfirleitt svo fjárvana, að þeim
hefur reynzt ókleyft að útvega 40%
kostnaðar eftir öðrum leiðum.
í samræmi við heildaráætlun um
þessi mál, sem Efnahagsstofnunin og
TÍMARIT IÐNAÐARMANNA