Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Blaðsíða 33

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Blaðsíða 33
breyttra viðskiptahátta, svo sem tollabreytinga og frjálsari innflutn- ings. Um vaxtakjör slíkra lána segir, að þegar um ótollverndaðan iðnað er að ræða eða iðnað, sem hefur óveru- lega tollvernd, mega vextir vera 3%, p. a. lægri en almennir útlánsvextir sjóðsins. Lán til vélakaupa mega vera til allt að þremur árum lengri tíma og vegna fasteigna til allt að því fimm árum lengri tíma en hin almennu lán Iðnlánasjóðs. Lánin mega vera afborgunarlaus fyrstu 2 árin. Á s.l. vetri bauð Iðnlánasjóður út sölu skuldabréfa samtals að upphæð kr. 24,5 millj. Vextir af bréfunum eru 10% p. a. og greiðast upp á 7 árum. Sala bréfanna gekk þó alldræmt en Seðlabankinn hafði ábyrgzt sölu á 10 millj. kr. af skuldabréfaláninu. Sölu bréfanna er enn ekki lokið. Á yfirstandandi ári hefur verið haldið áfram að breyta lausaskuld- um iðnfyrirtækja í föst lán eftir því sem um hefur samizt milli iðnfyrir- tækja og viðskiptabanka þeirra og Iðnlánasjóðs. Alls hefur verið breytt lausaskuldum að upphæð kr. 44,4 millj. til þessa. Iðnaðarbanki Islands hi. Á síðasta aðalfundi Iðnaðarbank- ans var Vigfús Sigurðsson kosinn í bankaráð bankans, Ingólfur Finn- bogason til vara og Otto Schopka endurskoðandi, eftir tillögu frá stjórn Landssambandsins. Á aðalfundinum var samþykkt tillaga frá bankaráði bankans um að greiða ekki arð af hlutafé bankans en láta allan tekju- afgang á síðasta ári renna í varasjóð. Var þetta gert vegna þess tjóns sem bankinn hafði orðið fyrir við bruna húseignar sinnar við Lækjargötu tob. Innstæðuaukning í Iðnaðarbank- anum varð allveruleg á síðasta ári, kr. 124,4 millj. eða 30,2%. Nettó- aukning útlána varð talsvert minni, eða kr. 87,7 millj. Heildarútlán bank- ans í árslok námu um kr. 435 millj og heildarinnstæður alls kr. 536 millj. Iðnaðarbankinn rekur nú útibú í Hafnarfirði, á Akureyri og við Háa- TÍMARIT IÐNAÐARMANNA leitisbraut í Reykjavík. Síðasttalda útibúið var opnað í október 1966. Rekstur allra útibúanna hefur gengið mjög vel og átt mikinn þátt í aukn- um vexti bankans. Verðlagsmól. Á síðasta Iðnþingi var gerð álykt- un um verðlagsmál, þar sem skorað var á viðskiptamálaráðherra að hlutast til um, að verðlagsákvæði á útseldri vinnu og vörum þjónustu- og framleiðslufyrirtækja í iðnaði verði afnumin, þar sem fyrirsjáan- leg væri rekstursstöðvun hjá mörg- um fyrirtækjum vegna ranglátra verðlagsákvæða. Ályktun þessi var send bæði við- skiptamálaráðherra og iðnaðarmála- ráðherra en árangur enginn frekar en um mörg undanfarin ár. Hinn 15. nóvember 1966 lagði rík- isstjórnin fram á Alþingi frumvarp til laga um heimild til verðstöðvun- ar. Var frumvarp þetta afgreitt sem lög frá Alþingi og ríkisstjórninni þar með heimilað á tímabili til 31. októ- ber n.k., að ákveða að verðhækkun á öllum vörum og seldri þjónustu í hvaða formi sem hún er, megi ekki eiga sér stað nema með samþykki ríkisstjórnarinnar. Ennfremur fólst í lögunum heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að ákveða, að engin opinber gjöld mættu hækka frá því sem áður var, nema með sérstöku samþykki ríkisstjórnarinnar. Á meðan frumvarp þetta var í undirbúningi átti ríkisstjórnin við- ræður við fulltrúa verkalýðshreyfing- arinnar og helztu samtaka atvinnu- rekenda. Var þess farið á leit við báða aðila, að þeir lýstu yfir, í fyrsta lagi, að unnið skyldi eftir óbreyttum samningum í eitt ár, og í öðru lagi, að verðlag skyldi haldast óbreytt á sama tíma, nema að svo miklu leyti sem hækkanir reyndust óhjákvæmi- legar vegna verðhækkana erlendis. Slíkar yfirlýsingar fengust þó ekki af hendi fyrrnefndra aðila og lagði rík- istjórnin því fram verðstöðvunar- frumvarpið. Af hálfu samtaka atvinnurekenda var lögð rík áherzla á þann skiln- ing, að forsenda lagasetningarinnar væri að gildandi kjarasamningar héldust óbreyttir, og einnig að opin- ber gjöld hækkuðu ekki á tímabil- inu. Við þessum tilmælum var orðið og kom fram í athugasemdum við frumvarpið, að beiting heimildar- innar til verðstöðvunar byggðist á þeirri forsendu, að ekki yrðu kaup- hækkanir, sem gerðu verðstöðvun óframkvæmanlega. Strax og frum- varpið hafði verið samþykkt á Al- þingi beitti ríkisstjórnin heimild sinni skv. lögunum og gaf út fyrir- mæli um algera verðstöðvun. Á meðan verðstöðvunarlögin eru í gildi er að sjálfsögðu ekki um að ræða, að verðlagsákvæði verði af- numin, þar sem þau eru í gildi en brýna nauðsyn ber til að vinna á- fram að lausn vandamála þeirra iðngreina, sem enn eru undir verð- lagsákvæðum. Á aðalfundi Kaupmannasamtaka íslands í marz-mánuði s.I. skýrði viðskiptamálaráðherra frá því, að ríkisstjórnin hefði ákveðið að skipa nefnd til þess að semja drög að nýrri löggjöf um eftirlit með einok- un, hringmyndun og verðlagi, og gat hann þess jafnframt hvaða aðil- ar mundu hafa fulltrúa í nefndinni. Þar sem Landssamband iðnaðar- manna var ekki þar á meðal, var þegar farið á fund viðskiptamálaráð- herra og þess farið á leit við hann, að Landssambandinu yrði gefinn kostur á að hafa fulltrúa í nefndinni og honum gerð grein fyrir afskipt- um Landssambandsins af verðlags- málum iðnaðarins að undanförnu. Ráðherra tók málaleitun Lands- sambandsins mjög vel og skömmu síðar barst bréf frá viðskiptamála- ráðuneytinu, þar sem óskað var eftir tilnefningu á fulltrúa í nefnd- ina. Framkvæmdastjóri Landssam- bandsins var tilnefndur í nefndina. í nefndinni eiga sæti 21 fulltrúi frá samtökum launþega, neytenda, atvinnurekenda og þingflokkanna, svo og nokkrir embættismenn, þ. á. m. ráðuneytisstjórinn í viðskipta- málaráðuneytinu, sem er formaður nefndarinnar. Nefndin fékk sér til 137
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.