Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Qupperneq 34

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Qupperneq 34
ráðuneytis skrifstofustjóra Einokun- areftirlitsins (Monopoltilsynet) í Kaupmannahöfn, A. Sonne, hagfræð- ing, og starfaði hann hér í rúman mánuð. Samdi hann greinargerðir um, hvernig þessum málum er hátt- ■að hjá hinum Norðurlöndunum og samdi með undirnefnd, sem skipuð var, drög að íslenzkum lögum og ítarlegar athugasemdir við þau. 1 undirnefndinni áttu sæti þeir Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytis- stjóri, Valgeir Ársælsson, fulltrúi í viðskiptamálaráðuneytinu, Jón Sig- urðsson, skrifstofustjóri hjá Verð- lagsstjóra og Þorvarður J. Júlíusson, framkvæmdastjóri Verzlunarráðs ís- lands. Undirnefndin lauk við að semja frumdrög að lögum um verð- gæzlu og samkeppnishömlur, sem eru að verulegu leyti sniðin eftir danskri og norskri löggjöf. Megin- sjónarmið frumvarpsins er að skapa og greiða fyrir samkeppni á þeim sviðum, þar sem hún er ekki nógu virk. Frumdrögin voru rædd ítarlega á fundum aðalnefndarinnar áður en A. Sonne hélt heimleiðis, og gerði hann þar grein fyrir reynslu ná- grannalandanna og gaf margvíslegar skýringar o. s. frv. Nefndirnar eiga enn eftir að vinna verulegt starf að umræddri löggjöf, og enn sem komið er hafa nefndarmenn ekki tekið endanlega afstöðu til hennar. Fundir í nefnd- inni hafa legið niðri í sumar en munu væntanlega hefjast bráðlega aftur. Frumvarp um byggingarlög og byggingarsamþykkt fyrir skipulags- skylda staði. Á síðasta ári komst Landssam- band iðnaðarmanna á snoðir um, að verið var að vinna að samningu lagafrumvarps um byggingarmál- efni og var talið rétt að fylgjast gaumgæfilega með því verki, þar sem slík löggjöf hlyti að varða nokkru mikinn hluta iðnaðarmanna. Við nánari athugun kom fratn, að í drögum að frumvarpinu voru á- kvæði um svonefnda „byggingar- stjóra“, sem vera skyldi til samræm- ingar á framkvæmdum á hverjum byggingarstað og bera alla ábyrgð á framkvæmdum gagnvart bygginga- nefnd og eiganda húss. 1 þessum drögum var m. a. gert ráð fyrir að auk húsasmíða- og múrarameistara gætu byggingaverkfræðingar hlotið réttindi til þess að verða „bygginga- stjórar". Stjórn Landssambands iðn- aðarmanna taldi að með slíku á- kvæði væri verið að skerða rétt fag- lærðra iðnaðarmanna og var því rætt við höfund frumvarpsins, Pál Líndal, borgarlögmann í Reykjavík, en honum til aðstoðar við samningu frumvarpsins var nefnd fulltrúa frá Verkfræðingafélagi Islands, Arki- tektafélagi Islands og fleiri aðilum og auk þess hafði fulltrúi frá Meist- arasambandi byggingamanna i Reykjavík fengið að fylgjast með samningu þess. Þrátt fyrir mótmæli Landssambandsins vildi höfundurinn ekki fella niður umrætt ákvæði en kvaðst mundu láta það koma fram í athugasemdum með frumvarpinu, að iðnaðarsamtökin hefðu mótmælt þessu tiltekna ákvæði og talið það ganga í bága við viðurkenndan og hefðbundinn rétt iðnmeistara. f framhaldi af þessu var rætt við Eggert G. Þorsteinsson, félagsmála- ráðherra, en lagafrumvarpið var samið að tilhlutan félagsmálaráðu- neytsins, og sjónarmið Landssam- bandsins túlkuð fyrir honum. Tók félagsmálaráðherra málaleitun Landssambandsins af skilningi og velvild og hét því að fullt samráð yrði haft við samtök iðnaðarmanna áður en frumvarpið færi frá ráðu- neytinu til frekari afgreiðslu. Á síðasta ári barst Landssam- bandi iðnaðarmanna til umsagnar frumvarp að byggingarsamþykkt fyr- ir skipulagsskylda staði og að athug- uðu máli taldi stjórnin ekki ástæðu til þess að gera tillögur um breyt- ingar en mælti fyrir sitt leyti með því, að frumvarpið að byggingar- samþykktinni yrði samþykkt óbreytt. Meðal nýmæla í hinni nýju bygg- ingarsamþykkt eru ákvæði um að bygginganefnd geti veitt „bygginga- meistara (húsasmíða- eða múrara- meistara) réttindi til þess að standa einn fyrir byggingaframkvæmdum og er þá sá meistari ábyrgur fyrir öllu verkinu, enda hafi hann meistara- skólapróf eða aðra hliðstæða mennt- un.“ Þetta ákvæði hefur leitt til nokkurs ágreinings meðal iðnmeist- ara, þar sem sumir hafa viljað túlka það þannig, að byggingameistarar (húsasmíða- og múrarameistarar) geti ráðið í sína þjónustu sveina í öðrum iðngreinum, t. d. pípulögn- um, rafvirkjun og málun, án þess að meistari í iðninni hefði umsjón með verkum beirra og beri á því faglega ábyrgð. Vakti þetta að vonum nokk- urn ugg meðal meistara í þessum iðngreinum um að með þessu á- kvæði væri verið að brjóta rétt á þeim. Landssamband iðnaðarmanna lagði hins vegar þann skilning í á- kvæði þetta, að átt væri við, að byggingarnefnd gæti veitt einum meistara réttindi til þess að standa einn fyrir byggingaframkvæmdum og bera ábyrgð á verkinu gagnvart byggingarnefnd, en undirskilið væri, að hann réði meistara í öðrum iðn- greinum til þess að hafa umsjón með verkum, sem tilheyrðu þeim iðngreinum, enda beri þeir hver um sig faglega ábyrgð á sínum verk- um. Þessi skilningur Landssam- bandsins byggist á þeim ákvæðum laga um iðju og iðnað nr. 18/1927, að við iðnrekstur þarf meistari í iðn- inni að hafa alla verkstjórn á hendi (14. gr., 1. málsgr.). Við byggingar- framkvæmd'r koma nokkrar að- greindar iðngreinar við sögu og þarf því sérstakan meistara í hverri þeirra til þess að hafa á hendi verk- stjórn, en byggingameistari (þ. e. húsasmíða- eða múrarameistari) geti ekki tekið að sér verkstjórn í þeim öllum. Þegar þessi skoðanamismunur kom í ljós, ákvað Landssambandið að leita álits Félagsmálaráðuneytis- ins á því hvernig túlka bæri þetta ákvæði hinnar nýju byggingarsam- þykktar og var rætt við félagsmála- ráðherra, Eggert G. Þorsteinsson, og ráðuneytinu síðan skrifað og beðið 138 TfMARIT IÐNAÐARMANNA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.