Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Qupperneq 43
Iðnaðarmannafélag Suðurnesja
vígir félagsfána
Á árshátíð Iðnaðarmannafélags Suðurnesja, sem
haldinn var h. 3. nóvember s.l. var afhjúpaður og vígð-
ur fáni fyrir félagið, en á s.l. sumri ákvað stjórn félags-
ins að efna til hugmyndasamkeppni um félagsfána.
Formaður félagsins, Eyþór Þórðarson, flutti ræðu við
þetta tækifæri og sagði m. a.:
„Á dagskrá þessarar árshátíðar er afhjúpun félags-
fána og merkis fyrir félag okkar. Fánamál félagsins á
sér langan aðdraganda. Oft hefur verið haft að orði,
að leitt væri, að jafngamalt félag og Iðnaðarmannafé-
Iagið ætti ekki fána til að bera á gleði- og sorgarstund-
um. Á stjórnarfundi félagsins í ágúst 1966 var sam-
þykkt að efna til hugmyndasamkeppni um merki og
fána fyrir félagið meðal meðlima þess. Er samkeppn-
inni lauk í desember sama ár höfðu borist 15 tillögur.
Stjórn félagsins fór þá þess á leit við 3 fyrrverandi for-
menn þess, sem ekki voru meðlimir þess lengur vegna
breyttra aðstæðna hvað atvinnu snertir, að þeir skip-
uðu dómnefnd vegna samkeppninnar. Þeir urðu góð-
fúslega við beiðni okkar. Dómnefnd skipuðu þeir
Gunnar Þorsteinsson, Egill Þorfinnsson og Svavar Sig-
finnsson. Dómnefnd lauk störfum nú í byrjun október-
mánaðar. Ég vildi færa þeim, sem þátt tóku í þessari
hugmyndasamkeppni, beztu þakkir félagsins fyrir þátt-
töku sína. Einnig vildi ég þakka dómnefnd fyrir störf
hennar.
Dómnefnd var falið vandasamt verkefni þar sem
margar frambærilegar tillögur bárust. Orskurður dóm-
nefndar var, að verðlauna skyldi tillögu, er bar auð-
kennið 27. Er gögn voru opnuð um þátttakendur í
keppninni kom í ljós, að eigandi umræddrar tillögu
Höfundurinn við hinn nýja félagsfána.
var hinn kunni hagleiksmaður Áki Gránz. Áki var því
boðaður á stjórnarfund félagsins 12. október og til-
kynnt úrslit keppninnar.
Við það tækifæri voru honum afhent verðlaun þau,
ofbauð þetta gullæði; honum ofbauð allt það bruðl og
öll sú sóun á verðmætum, sem þá áttu sér stað, og sem
þjóðin hefur ekki getað losað sig við ennþá. Honum
fannst að hin félagslega uppbygging meðal iðnaðar-
manna, sem átt hafði sér stað næstu 10 árin á undan
ófriðnum, hafi raunverulega riðlast í öllu þessu um-
róti, og enda þótt glæsileg uppbygging hafi síðan orðið,
hið ytra, í félagsmálum iðnaðarmanna, þá hefðu hinar
fornu dyggðir félagsandans beðið nokkurn hnekki
vegna áhrifa nýrra strauma, sem ættu upptök sín í
öðrum og ólíkum uppsprettum en gamli félagsandinn.
Hinn 8. okt. 1902 kvæntist Sigurður Guðrúnu Sig-
urðardóttur frá Saurbæ í ölfusi og bjuggu þau saman
í farsælu hjónabandi í 56 ár, eða þar til Guðrún andað-
ist 23. marz 1958. Þau eignuðust 6 börn, þrjár dætur og
þrjá syni. Eina dótturina misstu þau er hún var um
fermingu. Synirnir fetuðu allir í fótspor föður síns og
gerðust iðnaðarmenn; Sigurður pípulagningamaður,
Sæmundur málari og Guðmundur trésmiður. Dæturnar
tvær giftust báðar iðnaðarmönnum; Katrín, Lofti
Ólafssyni, velstjóra og Ingigerður, Hirti Kristjánssyni,
trésmið. Þetta var því sannkölluð iðnaðarmannafjöl-
skylda. Þeir Loftur og Hjörtur eru nú báðir fallnir frá,
og varð ekki langt á milli þeirra. öllu þessu mótlæti
tók Sigurður heitinn með karlmennsku og æðruleysi -
því hann var hetja. Jökidl Pétursson.
TÍMARIT IÐNAÐARMANNA
147