Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1967, Page 44
sem heitið var í upphafi keppninnar, kr. 5.000,00, en
hann afhenti gjaldkera umrædda upphæð við sama
tækifæri með þeim óskum, að fénu yrði varið til hús-
eignar iðnaðarmanna, sem nú er í smíðum. Fyrir þann
hlýhug til félagsins færum við honum alúðarþakkir,
svo og öllum, sem hafa lagt húsmálinu lið með fé og
vinnu.
Um leið og ég veiti fánanum viðtöku fyrir hönd fé-
lagsins vildi ég færa Áka Gránz okkar beztu þakkir
fyrir það að hafa hugsað og gert þetta merki. Með til-
lögu Áka fylgdi eftirfarandi skýring:
„Merkið í formi og lit og línum: Hvítur hringur er
tákn rúmmáls hinnar ómælanlegu víddar mannsandans,
það er að segja hjólið, stoð iðnþróunarinnar. Innan
hrings er blár grunnur, litur víðáttunnar. I hann eru
dregnar stílfærðar hvítar útlínur Reykjaness sem tákn
hafrótsins. Grái liturinn innan strika er hraun og mosa-
litur Suðurnesja. Þessi mynd, sem lýst hefur verið,
hefur í miðju möndul, aðalmátt merkis byggingarinn-
ar, tákn iðnaðarins, sem er að formi til eins og H-járn
séð í endann, það málmform, sú máttarstoð, sem mest
er notuð í nútímabyggingar. Á annan einfaldan hátt
sýnir miðjan stafinn I, sem getur með sóma táknað
Iðnaðarmannafélag Suðurnesja.“
Ég vildi óska iðnaðarmönnum á Suðurnesjum til
hamingju með fánann og þá hugsun, sem að baki hon-
um liggur. Fáninn mun um langan aldur verða tákn
okkar til að nota samtakamátt okkar í þágu góðra mál-
efna, örva okkur til athafna og dáða.
Eins og fram kemur í lýsingu höfundar fánans eru
dregnar í hann útlínur Reykjaness, sem minnir á fé-
lagssvæði Iðnaðarmannafélagsins, sem er Reykjanes-
skaginn allur sunnan Hafnarfjarðar. Það minnir okk-
ur á, að byggingarlögum á Reykjanesskaga viljum við
helga krafta okkar, þannig að þau séu öðrum byggð-
arlögum á Islandi til fyrirmyndar.
Stækkun á félagssvæði Iðnaðarmannafélagsins hefur
reynst félaginu til heilla, en í fyrstu var félagssvæði
þess bundið við lögsagnarumdæmi Keflavíkur. Af
fundargerðarbókum félagsins frá þeim tíma má glöggt
marka, að oft urðu átthagabundnir árekstrar á milli
iðnaðarmanna í hinum ýmsu hreppum á Reykjanes-
skaganum, en með stækkun félagssvæðisins eru slíkir
árekstrar úr sögunni. Iðnaðarmenn eru nú samtaka um
að efla félag sitt hvar í hrepp sem þeir búa.
Mín persónulega skoðun er sú, að hagstætt væri fyr-
ir sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum að fara að dæmi
Iðnaðarmannafélagsins og vinna að því að stækka fé-
lagssvæði sveitarfélaga sinna. Með stækkun sveitarfé-
laganna mundu hinar hvimleiðu hreppakritur, sem há
eðlilegri framþróun og uppbyggingu byggðalaganna,
vera úr sögunni.
Samtakamáttur borgaranna mundi þá eðlilega nýt-
ast betur í þágu sameiginlegra velferðarmála byggð-
anna, sem aftur á móti mundi virka til hagstæðari
Nýr starfsmaður
Eins og kunnugt er fékk Landssamband iðnaðar-
manna í fyrra styrk til þjálfunar manns á sviði hag-
ræðingarmála, skv. sérstakri áætlun um það mál. Til
þessa starfs var ráðinn Sigurður Auðunsson, og hóf
hann störf hjá Landssambandinu í októbermánuði s.l.
að loknu námi hér heima og erlendis.
Sigurður er fæddur á Akranesi árið 1929, nam raf-
virkjun hjá Johan Rönning og tók sveinspróf árið
1951. Síðan vann hann sem „praktikant“ hjá Elektro-
Mekano, Hálsingborg í Svíþjóð á árunum 1952-1953,
hjá Rafmótor hf. í Hafnarfirði 1954-1956, var verkstjóri
hjá Rafmagnsveitum ríkisins 1956-1960, verkstjóri hjá
Jötni 1960-1962, starfsmaður hjá Ólafi Gíslasyni og
Co. 1963-1965 og hjá Ljósvirki 1965-1966.
Sigurður hóf nám ásamt fimm öðrum hagræðingar-
efnum hjá Statens Teknologiske Institut í Oslo í októ-
ber 1966 og var þar við nám fram í febrúar 1967 en þá
var haldið áfram námi í Danmörku um nokkurt skeið.
Síðan hefur Sigurður verið á ýmsum námskeiðum hjá
Iðnaðarmálastofnun íslands unz hann hóf störf hjá
Landssambandi iðnaðarmanna í októbermánuði s.l.
Tímarit iðnaðarmanna býður Sigurð velkominn til
starfa og er þess að vænta, að iðnaðarmenn eigi eftir
að njóta góðs af námi og fjölþættri reynslu Sigurðar í
starfi hans hjá Landssambandi iðnaðarmanna í fram-
tíðinni.
reksturs sveitarfélaganna, þannig að auka mætti þjón-
ustu við þegnana.
Að endingu eru það óskir mínar, að fáninn okkar
verði okkar hamingjutákn og að hann verði okkur
hvatning til að verða félagi okkar og bæjarfélögunum
að sem mestu liði í framtíðinni.
148
TÍMARIT IÐNAÐARMANNA